Fugl eða fiskur
Ég held ég sé hvorki fugl né fiskur þessa dagana. Ég held ég sé risasmá manneskja.
Ég er RISA því ég er í ökuskóla að taka svokallað C1 próf til að keyra bíla upp að 7500 kg. Þá get ég keyrt svokallaðan Linkabíl í vinnunni. Eftir 3-4 vikur get ég því rúntað um landið og linkað alveg hægri vinstri. Þið getið líka gefið mér pikköp í afmælisgjöf. Passið bara að hann sé ekki þyngri en 7500 kg fullur af farangri og fólki. Hann má heldur ekki taka fleiri en sex farþega.
SMÁ í risasmá er svoldið skrýtið ástand sem ég er í núna. Ég á það til að tárast nánast upp úr þurru þessa dagana. Það gerist einkum þegar ég skoða myndir af ungbörnum vina og vandamanna. Það sem kom mér samt til að hugsa um þetta ástand mitt var myndin Íslendingar í Dakota. Ég var semsagt að horfa á hana í vinnunni í dag því það þurfti að setja enskan texta á myndina. Tvisvar í myndinni var ég við það að brotna niður. Í fyrra skiptið var þegar Þorsteinn (minni að hann hafi heitið það) sem var blindur og rosalega fátækur var að labba yfir læk/á með dóttur sinni. Dóttir hans druknaði í læknum/ánni og hann stóð bara þarna blindur og gat ekki bjargað henni og ekki neitt. Mér fannst þetta mjög sorglegt. En allavegana þá komst hann á endanum til Dakota og á þar afkomendur. Seinna atriðið var þegar íslenski þjóðsöngurinn var sunginn í enda myndarinnar.
Kannski ætti ég ekkert að segja frá þessu. En allavegana ef þið eruð með mér einhversstaðar á næstunni og mér vöknar um augun þá er ástæðan örugglega jafn fáránleg og þessar sem ég hef nú þegar sagt ykkur frá.
Ég er með desjavú.