--> Jackie

JACKIE

 

 

 

 

 

28.4.06

Fugl eða fiskur

Ég held ég sé hvorki fugl né fiskur þessa dagana. Ég held ég sé risasmá manneskja.
Ég er RISA því ég er í ökuskóla að taka svokallað C1 próf til að keyra bíla upp að 7500 kg. Þá get ég keyrt svokallaðan Linkabíl í vinnunni. Eftir 3-4 vikur get ég því rúntað um landið og linkað alveg hægri vinstri. Þið getið líka gefið mér pikköp í afmælisgjöf. Passið bara að hann sé ekki þyngri en 7500 kg fullur af farangri og fólki. Hann má heldur ekki taka fleiri en sex farþega.

SMÁ í risasmá er svoldið skrýtið ástand sem ég er í núna. Ég á það til að tárast nánast upp úr þurru þessa dagana. Það gerist einkum þegar ég skoða myndir af ungbörnum vina og vandamanna. Það sem kom mér samt til að hugsa um þetta ástand mitt var myndin Íslendingar í Dakota. Ég var semsagt að horfa á hana í vinnunni í dag því það þurfti að setja enskan texta á myndina. Tvisvar í myndinni var ég við það að brotna niður. Í fyrra skiptið var þegar Þorsteinn (minni að hann hafi heitið það) sem var blindur og rosalega fátækur var að labba yfir læk/á með dóttur sinni. Dóttir hans druknaði í læknum/ánni og hann stóð bara þarna blindur og gat ekki bjargað henni og ekki neitt. Mér fannst þetta mjög sorglegt. En allavegana þá komst hann á endanum til Dakota og á þar afkomendur. Seinna atriðið var þegar íslenski þjóðsöngurinn var sunginn í enda myndarinnar.

Kannski ætti ég ekkert að segja frá þessu. En allavegana ef þið eruð með mér einhversstaðar á næstunni og mér vöknar um augun þá er ástæðan örugglega jafn fáránleg og þessar sem ég hef nú þegar sagt ykkur frá.

Ég er með desjavú.

|

25.4.06

Vestur og Austur

Oleoleoleole oleole. Arsenal komið í úrslit Meistaradeildarinnar! újé. 17. maí verð ég því með bjór í hendi og að horfa á leikinn. Hver er memm?

Ég bjó mér til mitt pláss (my space) fyrir nokkru síðan. Það er hér. Ég hef ekki ákveðið hvað ég á að gera við það og hvað ég á að skrifa á þetta pláss. Var í partýi á laugardaginn þar sem My Space var rætt allt kvöldið.

Um helgina er ég að fara í ökuskóla. Ég er að fara að taka svokallað millibílpróf, þ.e. þá má ég keyra bíla upp að 8 tonnum. Ástæðan er sú að ég þarf að hafa svona bílpróf til að keyra svokallaðan linkabíl.

Ég hef annars ekki mikið að segja. Er búin að eyða öllum Internetkröftum mínum í dag í ibba gogg á kommentakerfum ýmissa blogga.

Jú ég man eftir einu; ÉG ER ALGJÖRLEGA Á MÓTI ÞVÍ AÐ EINKAVÆÐA RUV! HVER ÞJÓÐ Á AÐ HAFA RÍKISÚTVARP OG -SJÓNVARP. Ég fíla heldur ekki Sigurð Kára.

Góðar stundir.

|

22.4.06

Ég gæti ælt af þreytu akkúrat núna. Kom heim fyrir 45 mín síðan eftir 15,5 tíma vinnudag. Af þessum 15,5 tímum vann ég ca. 14,75.

Á morgun er ég að fara að keppa í sundi! Jíha, tvær greinar fyrir hádegi og tvær eftir. Ég býst ekki við neinum tímum, enda löngu hætt að æfa.

Ég er til í einhvað skrall annað kvöld.

|

19.4.06

Eitt og annað

Mikið er ég fegin að ég fyllti bílinn minn í gær. Ég er líka mjög ánægð með að hafa keypt mér lítinn bíl sem eyðir nánast engu. Hvað gerir maður þegar bensínið kostar 180 kr.? Kannski maður hjóli upp allar brekkurnar til að komast í og úr vinnu.

Ég er orðlaus. Já, ég á ekki orð. Ég á ekki orð yfir því að það sé fólk þarna úti sem mundi kjósa flokk sem ér á móti innflytjendum. Pulsusalinn var ekki með nein góð rök. Aðeins einhverjar klisjur og fordóma. Þegar við Íslendingar flytjum svo til útlanda á auðvitað að vera rosa vel tekið á móti okkur. Afhverju eigum við þá ekki að taka vel á móti þeim sem vilja flytjast hingað? Í augum Vesturlandabúa eru innflytjendur bara frá austurlöndum og Asíu. Gott dæmi um þetta er kona bróður míns sem er frá Þýskalandi og vinnur sem kennari í dönskum menntaskóla. Einn daginn var hún á kennarastofunni og voru samstarfsmenn að tala um innflytjendur í Danmörku. Kona bróður míns benti þeim á að hún væri innflytjandi. Svarið var: ,,nei þú ert ekki þannig innflytjandi!" Ég held því fram að mikill meirihluti þeirra sem koma hingað til lands koma hingað til að vinna og lifa við mannsæmandi kjör. Innflytjendur vinna vinnu sem við Íslendingar þykjumst vera of snobbuð fyrir, t.d. í fiski. Jafnvel eru dæmi um það að menntaðir læknar frá austurlöndum sem flytja til Evrópulands hafa ekki fengið vinnu á spítala vegna uppruna síns.

Mér finnst líka asnalegt að nota orðalagið að takmarka innflutning innflytjenda. Það eru ekki við sem erum að flytja þetta fólk inn í landi. Þau kjósa að koma hingað. Ég ætla að stofna flokk sem takmarkar útflutning Íslendinga.

Smá um fuglaflensu.
Þegar ég kom heim áðan var ég næstum því búin að keyra niður máv. Þannig var mál með vexti að einhver hafði helt niður skyrdrykk og var mávurinn að gæða sér á þessari líka góðu mjólkurafuð. Ég held að hann deyi ekki úr fuglaflensu.

|

17.4.06

Ég á geðveikt kúl hátalara. Fékk þá í jólagjöf frá Herði bró. Þeir fá fjóra og hálfa stjörnu af fimm mögulegum hjá Laptop Magazine. Núna þarf ég bara að taka tölvuna mína í gegn eða fá mér nýja, svo ég geti fengið AVID, og þá er ég ennþá meira kúl!

Vaktafrí á morgun og þá verður minn elskulegi bíll tekinn í gegn. Aumingja bíllinn er orðinn ansi skítugur. Það fer náttúrulega ekki svona flottum bíl.

Ég ætla að planta tölvunni og auðvitað hátölurunum við hliðina á rúminu mínu og horfa á Mulholland Drive. Horfði á hana um daginn og skildi ekki boffs. Að öðru leiti flott mynd.

|

15.4.06



Í morgun léku sólargeislar um minn þreytta líkama. Ég var á sólarströnd. Þegar ég gat loksins opnað augun fyrir björtum geislunum varð ég fyrir miklum vonbrigðum. Ég stóð upp og lagði mig í sjónvarpssófan. Þar lá í nokkra tíma og hélt áfram að ímynda mér að ég væri á sólarströnd.

|

8.4.06

tilgangur?

Það gerðist margt í vikunni sem leið.
Fór í jarðaför og kvaddi strák sem vann hjá mér á Kópavogsvelli þegar ég var flokksstjóri þar. Hann var svo yndisslegur og maður gat alltaf treyst á hann, hann gerði hlutina vel. Blessuð sé minning hans.

Mér hefur liðið frekar undarlega eftir jarðaförina. Ég hef mikið hugsað um lífið og hvernig maður nái sem mestu útúr dvöl sinni hér á jörðinni. Er maður að lifa lífinu rétt eins og maður lifi því? Ég er ekki alveg viss. Við lifum í markaðssamfélagi þar sem allt er til sölu og við höfum peningana til að kaupa allt. Líf okkar er fast í miðri markaðshringrásinni. Er þetta það sem við viljum? Við förum út með vinum okkar, á tónleika, kaffihús og að djamma. Við gefum okkur ekki nógan tíma til að setjast niður og virkilega njóta þess að vera til. Tilfinningarlega erum við bundin. Við tjáum okkur ekki nógu mikið og segjum sjaldan hversu vænt okkur þykir um fjölskyldu okkar og vini. Þegar manneskjan er svo dáin sjáum við eftir því að hafa ekki gert það. Við erum allt of upptekin af peningum og hlutum sem í raun skipta okkur engu máli. Það er svo ótrúlegt hvað það er stutt á milli lífs og dauða. Það þarf ekki mikið til að maður fari yfir móðuna miklu.

Kæru vinir og fjölskylda mér þykir mjög vænt um ykkur!

|

my space

My Spacið mitt

vinir og vandamenn

Þórunn systir
Louisa í DK
Eve online
Guffi
Biggi
Heklurnar
Kristín Tómas
Ómar Framsóknaroddviti

RUVið

G Pétur
Davíð
Dóri
Lovísa og Gurrý
Gummi
Simmi

íslenskan

Svanhvít
Lára formaður
Sigurrós gjaldkeri
Tóta ritari
Tinna
Stígur
Eyrún

bekkurinn minn

Martin Parning
Martin Hjorth
Majbrit
Rivold

hitt og þetta

Drengene fra Angora
Sundfélagið Ægir
Jackie Mbloggar
Skólinn minn
RUV
Mímir
Rjóminn

myndir/billeder

Myndaalbúm
Myndaalbúm2
Afmælis- og Evróvisionpartý 2005
Færeyjar,fyrirparty,djamm a Islandi og DK
Raggi bro i Viborg, djamm i Køben og Viborg
Viborg og Køben m.a. afmæli Oglu
Efterårsferie, Viborg og Vild med dans
Julefrokost og Skolefest
Julefrokost (fredag)
Afmælis- og Evróvisionpartý 2006
Skólinn í Viborg HF 2 - vor/sumar 2007 NYTT

Færeyjarmyndir

Frá føreyingnum
Powered by Pixagogo
Myndir frá Bryndísi
Powered by Pixagogo
Sigurrós
Powered by Pixagogo
myndir fra Siggu
Powered by Pixagogo
Nokkrar myndir frá Eyrúnu
Powered by Pixagogo

Archives

11/01/2003 - 12/01/2003 12/01/2003 - 01/01/2004 01/01/2004 - 02/01/2004 02/01/2004 - 03/01/2004 03/01/2004 - 04/01/2004 04/01/2004 - 05/01/2004 05/01/2004 - 06/01/2004 06/01/2004 - 07/01/2004 07/01/2004 - 08/01/2004 08/01/2004 - 09/01/2004 09/01/2004 - 10/01/2004 10/01/2004 - 11/01/2004 11/01/2004 - 12/01/2004 12/01/2004 - 01/01/2005 01/01/2005 - 02/01/2005 02/01/2005 - 03/01/2005 03/01/2005 - 04/01/2005 04/01/2005 - 05/01/2005 05/01/2005 - 06/01/2005 06/01/2005 - 07/01/2005 07/01/2005 - 08/01/2005 08/01/2005 - 09/01/2005 09/01/2005 - 10/01/2005 10/01/2005 - 11/01/2005 11/01/2005 - 12/01/2005 12/01/2005 - 01/01/2006 01/01/2006 - 02/01/2006 02/01/2006 - 03/01/2006 03/01/2006 - 04/01/2006 04/01/2006 - 05/01/2006 05/01/2006 - 06/01/2006 06/01/2006 - 07/01/2006 07/01/2006 - 08/01/2006 08/01/2006 - 09/01/2006 09/01/2006 - 10/01/2006 10/01/2006 - 11/01/2006 11/01/2006 - 12/01/2006 12/01/2006 - 01/01/2007 01/01/2007 - 02/01/2007 02/01/2007 - 03/01/2007 04/01/2007 - 05/01/2007 05/01/2007 - 06/01/2007 06/01/2007 - 07/01/2007 07/01/2007 - 08/01/2007 08/01/2007 - 09/01/2007 09/01/2007 - 10/01/2007 10/01/2007 - 11/01/2007 11/01/2007 - 12/01/2007 12/01/2007 - 01/01/2008

Powered By



Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com