tilgangur?
Það gerðist margt í vikunni sem leið.
Fór í jarðaför og kvaddi strák sem vann hjá mér á Kópavogsvelli þegar ég var flokksstjóri þar. Hann var svo yndisslegur og maður gat alltaf treyst á hann, hann gerði hlutina vel. Blessuð sé minning hans.
Mér hefur liðið frekar undarlega eftir jarðaförina. Ég hef mikið hugsað um lífið og hvernig maður nái sem mestu útúr dvöl sinni hér á jörðinni. Er maður að lifa lífinu rétt eins og maður lifi því? Ég er ekki alveg viss. Við lifum í markaðssamfélagi þar sem allt er til sölu og við höfum peningana til að kaupa allt. Líf okkar er fast í miðri markaðshringrásinni. Er þetta það sem við viljum? Við förum út með vinum okkar, á tónleika, kaffihús og að djamma. Við gefum okkur ekki nógan tíma til að setjast niður og virkilega njóta þess að vera til. Tilfinningarlega erum við bundin. Við tjáum okkur ekki nógu mikið og segjum sjaldan hversu vænt okkur þykir um fjölskyldu okkar og vini. Þegar manneskjan er svo dáin sjáum við eftir því að hafa ekki gert það. Við erum allt of upptekin af peningum og hlutum sem í raun skipta okkur engu máli. Það er svo ótrúlegt hvað það er stutt á milli lífs og dauða. Það þarf ekki mikið til að maður fari yfir móðuna miklu.
Kæru vinir og fjölskylda mér þykir mjög vænt um ykkur!
<< Home