--> Jackie

JACKIE

 

 

 

 

 

28.4.07

Sól og sumar

Já, það er komið sumar í Danaveldi. Ég sat úti í 3 tíma í gær í sumarkjól og sandölum. Ég fékk smá lit, júhú, en brenndist líka aðeins á bringunni. Ég var alveg búin að gleyma hvernig það er að sitja úti og lesa Cosmopolitan i sólinni og hafa ekki áhyggjur af neinu.

Annars gengur lífið hér í Viborg bara sinn vanagang. Vorum að læra ljós í vikunni. Það var gaman. Reyndar fannst mér við fá of mörg verkefni á dag þannig að maður gat stundum ekkert prófað sig áfram. Meðfylgjandi mynd er af brunasárinu mínu sem mér tókst að næla mér í á mánudaginn. Ég veit vel að ljósin verða ógeðslega heit og maður á að nota hanska. En ég þurfti að læra það the hard vei!

Í síðustu viku lærðum við hljóð. Það er hægara sagt en gert. Ég skil alveg teoriuna en að koma henni frá mér á einhverju tungumáli er annað mál. Á föstudeginum fórum við svo í próf í 2 klukkutíma. Við máttum hafa glósurnar með okkur. Úff, ég náði ekki að klára og gat ekki heldur svarað öllum spurningunum því ég gat ekki komið svarinu á blað. En verkefni morgundagsins er einmitt að koma þessum upplýsingum yfir á skiljanlega dönsku.

Í næstu viku tökum við upp smá innslag sem tengist visual storytelling námskeiðinu okkar. Minn hópur (ég, Janus og Ben) gerum innslag um nýja björgunarþyrlu. Mjög spennandi viðfangsefni. Við vitum ekki ennþá hvort við fáum að fara í smá flug en það er bara plús. Shit hvað það væri geggjað!

Ég er búin að fara tvisvar til KBH. Það er alltaf næs að fara þangað. Komast úr sveitinni og í menninguna. Stefni að því að fara aftur helgina 11.-13. maí. Annars er voða fínt að vera eina og eina helgi í Viborg. Það eru ekki margir hérna um helgar, aðallega Færeyingar og Grænlendingar. Grænlendingarnir eru alltaf fullir. Þeir búa í kofum sem eru við hliðina á skólaheimilinu. Áðan þegar ég skrapp í smá hjólatúr þá var svaka stuð í partýinu hjá þeim, gítarspil og söngur eins og í góðu partýi heima á Íslandi kl. 01 aðfaranótt sunnudags. Þegar ég kom heim þá var búið að brjóta rúðu og partýið aðeins (NB aðeins!) búið að róast.

Skelli einni mynd í viðbót inn. Við stelpurnar í bekknum fórum til Majbrit (Majbrit er með mér í bekk og býr í Holstebro) á miðvikudagskvöldið og höfðum það gott. Við elduðum góðan mat, kjöftuðum og horfðum á Desperate Housewives.

Mette, Majbrit, Rie og Diana

|

9.4.07

Sjálfboðið er góðum gesti

...var málshátturinn í ár. Páskaeggið í ár var að sögn mömmu síðasta páskaeggið sem ég fæ frá foreldrum mínum. Einhvernvegin efast ég um það, heheh!

Annars hefur páskafríið bara verið fínt. Það hefur reyndar kannski verið svo lítið langt. Það er erfitt fyrir vinnualka að taka sér 10 daga frí. Hvernig ætli 3 vikna sumarfríið mitt verði? Reyndar verslaði ég sumarföt í Hjørring. Maður verður að vera tilbúinn sumrinu. Ég drakk líka rauðvín og bjór og borðaði fullt af góðum mat hjá honum bróður mínum. Svo græddi ég fullt. Einn daginn fann ég 50 danskar krónur á gólfi í einni matvörubúð og í næstu matvörubúð sem ég fór í fann ég flöskukvittun upp á 23,5 danskar krónur (í DK fer maður með flöskurnar í matvörubúðina og fær kvittun sem maður getur svo borgað með). Næsta dag hafði einhver skilið eftir hjól á göngustígnum. Ég held að sá hinn sami hafi vitað af því að mig vantaði hjól. Reyndar er hjólið svo lítið beyglað en það fer til vinna minna í hjólabúðinni í Viborg á morgun.

Núna leiðist mér alveg svakalega. Ég er að pæla í að kíkja í glósurnar frá því síðast og undirbúa mig aðeins fyrir næstu vikur. Ég get í leiðinni prófað nýju sængina mína sem ástkærir foreldrar mínir gáfu litla barninu sínu svo því sé ekki kalt í landinu þar sem enginn tímir að kynda.

Það sem er á dagskrá á þessari skólaönn er ljós, hljóð (meira að segja stereo hljóð), frásagnartækni, að vinna með leikurum, meira hljóð og svo að sjálfsögðu digital og svokallað systemlære (TV-systemer, Videosignaler o.s.fv).

Læt fylgja með tvær myndir frá DK svona rétt í lokin. Fyrri myndin var tekin þegar við vorum að reyna að pakka í sídróinn hennar Díönu áður en við lögðum af stað til Viborgar. Það heppnaðist að koma öllum farangrinum fyrir, NB farangri 4 stelpan! Seinni myndin er tekin eftir fyrsta skóladaginn. Þá sátum við stelpurnar úti að spila jatsí. Seinni myndin er líka svo að þið gleymið ekki hvernig ég lít út, hehehe!



|

3.4.07

Danmörk og páskar

Já ég veit að ég skulda mörg blogg. En núna er ég í páskafríi og ætla að njóta þess í botn. Skólinn byrjar svo aftur á þriðjudaginn. Það var reyndar frekar tilgangslaust að koma í skólann í eina viku og svo beint í páskafrí. Þar að auki fór fyrsta vikan í að læra á AVID klippiforrit en ég er búin að vinna á það í meira en ár. Ég lærði því ekki mikið.

Gleðilega páska!

|

my space

My Spacið mitt

vinir og vandamenn

Þórunn systir
Louisa í DK
Eve online
Guffi
Biggi
Heklurnar
Kristín Tómas
Ómar Framsóknaroddviti

RUVið

G Pétur
Davíð
Dóri
Lovísa og Gurrý
Gummi
Simmi

íslenskan

Svanhvít
Lára formaður
Sigurrós gjaldkeri
Tóta ritari
Tinna
Stígur
Eyrún

bekkurinn minn

Martin Parning
Martin Hjorth
Majbrit
Rivold

hitt og þetta

Drengene fra Angora
Sundfélagið Ægir
Jackie Mbloggar
Skólinn minn
RUV
Mímir
Rjóminn

myndir/billeder

Myndaalbúm
Myndaalbúm2
Afmælis- og Evróvisionpartý 2005
Færeyjar,fyrirparty,djamm a Islandi og DK
Raggi bro i Viborg, djamm i Køben og Viborg
Viborg og Køben m.a. afmæli Oglu
Efterårsferie, Viborg og Vild med dans
Julefrokost og Skolefest
Julefrokost (fredag)
Afmælis- og Evróvisionpartý 2006
Skólinn í Viborg HF 2 - vor/sumar 2007 NYTT

Færeyjarmyndir

Frá føreyingnum
Powered by Pixagogo
Myndir frá Bryndísi
Powered by Pixagogo
Sigurrós
Powered by Pixagogo
myndir fra Siggu
Powered by Pixagogo
Nokkrar myndir frá Eyrúnu
Powered by Pixagogo

Archives

11/01/2003 - 12/01/2003 12/01/2003 - 01/01/2004 01/01/2004 - 02/01/2004 02/01/2004 - 03/01/2004 03/01/2004 - 04/01/2004 04/01/2004 - 05/01/2004 05/01/2004 - 06/01/2004 06/01/2004 - 07/01/2004 07/01/2004 - 08/01/2004 08/01/2004 - 09/01/2004 09/01/2004 - 10/01/2004 10/01/2004 - 11/01/2004 11/01/2004 - 12/01/2004 12/01/2004 - 01/01/2005 01/01/2005 - 02/01/2005 02/01/2005 - 03/01/2005 03/01/2005 - 04/01/2005 04/01/2005 - 05/01/2005 05/01/2005 - 06/01/2005 06/01/2005 - 07/01/2005 07/01/2005 - 08/01/2005 08/01/2005 - 09/01/2005 09/01/2005 - 10/01/2005 10/01/2005 - 11/01/2005 11/01/2005 - 12/01/2005 12/01/2005 - 01/01/2006 01/01/2006 - 02/01/2006 02/01/2006 - 03/01/2006 03/01/2006 - 04/01/2006 04/01/2006 - 05/01/2006 05/01/2006 - 06/01/2006 06/01/2006 - 07/01/2006 07/01/2006 - 08/01/2006 08/01/2006 - 09/01/2006 09/01/2006 - 10/01/2006 10/01/2006 - 11/01/2006 11/01/2006 - 12/01/2006 12/01/2006 - 01/01/2007 01/01/2007 - 02/01/2007 02/01/2007 - 03/01/2007 04/01/2007 - 05/01/2007 05/01/2007 - 06/01/2007 06/01/2007 - 07/01/2007 07/01/2007 - 08/01/2007 08/01/2007 - 09/01/2007 09/01/2007 - 10/01/2007 10/01/2007 - 11/01/2007 11/01/2007 - 12/01/2007 12/01/2007 - 01/01/2008

Powered By



Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com