Ég á geðveikt kúl hátalara. Fékk þá í jólagjöf frá Herði bró. Þeir fá fjóra og hálfa stjörnu af fimm mögulegum hjá Laptop Magazine. Núna þarf ég bara að taka tölvuna mína í gegn eða fá mér nýja, svo ég geti fengið AVID, og þá er ég ennþá meira kúl!
Vaktafrí á morgun og þá verður minn elskulegi bíll tekinn í gegn. Aumingja bíllinn er orðinn ansi skítugur. Það fer náttúrulega ekki svona flottum bíl.
Ég ætla að planta tölvunni og auðvitað hátölurunum við hliðina á rúminu mínu og horfa á Mulholland Drive. Horfði á hana um daginn og skildi ekki boffs. Að öðru leiti flott mynd.
<< Home