--> Jackie

JACKIE

 

 

 

 

 

30.7.05

kominn timi til!

Ja tad er sko kominn timi til ad eg bloggi. Tolvuverid i skolanum opnadi ekki fyrr en a midvikudaginn og ta komst eg ad tvi ad netttengingin tar er hægara en Jesu notadi.

Allavegnana ta var vikan mjog fljot ad lida en hun var lika mjog erfid. Bekkurinn sem eg er i telur 17 manns, 8 stelpur og 9 straka. Tad eru allir mjog godir vid mig og eru mjog skilningsrikir tegar eg byrja ad tja mig! Nuna veit eg hvernig utlendingum lidur sem eru ad gera sitt besta i ad tala islensku!

Vikan i skolanum for mest i ad læra a kameru og gera alls konar kunstir med hana. Fostudagurinn for i ad byrja ad læra a klippiforritid. Allt mjog gaman og spennandi!

A fimmtudagskvoldid forum vid i keilu og bio. Eg valdi ad fara i keilu...eg er ennta med hasssperrur i rassinum og hægri hendinni. Eftir tad forum vid a fadølsfest a Chaplin. Kostadi 40 DKR inn og svo drakk madur bara eins mikinn bjor og madur gat i sig latid i tvo klukkutima. Eg var reyndar ekkert allt of mikid ad fila folkid tarna inni, tetta var mini utgafa af Hverfisbarnum. En madur fekk ser bara øl og hætti ad taka eftir folkinu.

Nuna um helgina er eg hja Ragga bro og fjølskyldu i Hjørring. Eg rotadist klukkan 11 i gærkvøldi og vaknadi svo vid tad ad køtturinn var ad pota i mig med loppunni kl. 13. Eg reyndar vaknadi um kl. 8 eins og eg hef gert alla vikuna og ætladi adeins ad kura lengur...tad urdu 5 timar. Vid forum svo i hjolatur adan og ta byrjadi sko ad rigna.

Tegar eg vakandi kl. 13 i dag komst eg ad tvi ad namid sem eg er i er enginn HI tar sem madur er 2-4 tima i skolanum a dag og er svo ad tjilla a Hlødunni. O nei! Skolinn er 8:45-15:30 manud.-fimmtudaga og kl.8:45-13:00 a føstudøgum. Og madur er a fullu allan timann!

A sunnudaginn fer eg a kolligid. Eg ætla rett ad vona ad tar se internet!

Goda skemmtun um verslunarmannahelgina! Farid varlega og ekki gera neitt sem eg mundi ekki gera!!!

|

21.7.05

Det er dejligt i Danmark!

Jæja, þá er maður kominn til Danaveldis. Mætti í gær í myrkri og rigningu eftir alveg ágætt flug. Gisti hjá Öglu og Hauki fram á sunnudag. Á sunnudaginn fer ég svo til Viborgar. Vá, þá byrjar törnin!

Í dag er ég búin að vera að spóka mig í bænum, kaupa símanúmer, setja í póst og skoða fólkið.

Danska númerið mitt er: 0045-26923024

Ég ætla út í sólina og ná mér í smá lit, ekki veitir af að breyta þessu Mjallhvítarlúkki mínu, hhehe!

Har det godt!
Softis med guff!

|

18.7.05

Ég er búin að sitja fyrir framan tölvuna mína í nokkuð marga klukkutíma í dag. Ég er búin að rippa inn öllum diskunum mínum í tölvuna, þá spara ég pláss og þarf ekki að taka alla diskana með.

Eitt sem ég er orðin verulega pirruð á er að diskar eru mjög oft að hverfa frá mér. Þá sérstaklega diskar sem ég hlusta ekki oft á en eru samt alveg góðir. Til dæmis hvarf 50 cent diskurinn minn einhvertíman, þegar ég ætlaði að hlusta á hann fann ég hann ekki. Svo ætlaði ég að rippa El P diskinn í tölvuna þá var enginn diskur í hulstrinu. Sá sem stal þessum diskum er vinsamleg beðinn um að skila þeim og það STRAX! Mér finnst þetta ekki fyndið djók!

|

Ekki á morgun heldur hinn

Þetta er allt að skella á! Er á fullu að þvo og ákveða hvaða föt ég á að taka með mér og hvað ekki. Mér líður ekkert eins og ég sé að fara út á miðvikudaginn!

Fór á Snoop í gær. Shit hvað þetta voru feitir tónleikar. Var reyndar frekar lasin á tónleikunum en þegar Snoop kom á sviðið ákvað ég að ég væri ógeðslega hress. Ég kom svo heim og hélt parkódín partý með sjálfri mér. Ég rotaðist og svaf í 12 klst. Núna er ég ekki með neina beinverki og engan hita!

Ég var svo svekkt að missa af FL! Ég hélt að þeir myndi spila síðastir. Hjálmar voru góðir eins og venjulega. Þeir klikka aldrei. Hæsta hendin hins vegar er bara ekki alveg að gera sig (eins og maður segir á nútíma íslensku!). Myndbandið í byrjun tónleikanna var bara alls ekki að gera sig. Mér fannst það asnalegt. Það kom mér samt á óvart að dansararnir á sviðinu voru í FÖTUM! Ég bjóst við einhverjum píum í engum fötum. Þær sem sáum um að vera í engum fötum voru 13-17 ára gelgjurnar, ó mæ god!

Ég ætla að halda áfram að pakka!

Pís!

|

14.7.05

what a day!


Dagurinn byrjaði ágætlega. Fór til tannsa og í klippingu og litun! Það var gaman. Þetta var sko enginn afslöppunardagur þó að ég væri ekki í vinnunni. Á leiðinni heim úr þessu stússeríi mínu lendi ég í árekstri, great! Stuðarinn er beyglaður en sem betur fer slapp framljósið.

Ég er eitthvað hálfslöpp. Ég held það sé út af stressi. Ég er með massa vöðvabólgu og mér er búið að vera óglatt í tvo daga. Það eru 6 dagar þangað til ég fer út. Ég veit ekki hvar ég á að byrja að gera eitthvað sem ég veit ekki að ég þarf að gera áður en ég fer!

Ég og bróðir minn erum að pæla í að selja Sinclair ZX8I tölvu á eBay. Ef þið viljið bjóða í hana áður en hún fer á hinn stóra markað þá getið þið bara boðið í hana í kommentakerfinu!

|

12.7.05

Ég þarf nauðsynlega að fara á námskeiðið ,,Drullaðu þér á fætur á morgnanna letiblóð!" 1038 - hægferð!

|

11.7.05

HJÁLP!

Ég er búin að búa til slóðina www.jackiebrown.tk hvernig get ég látið þessa adressu flytjast yfir á .tk slóðina?

|

zzzzz þreytt?

Já ég er alveg dauð eftir helgina. Vona að ég jafni mig þegar ég fæ mér soðna ýsu stappaða með kartöflum og smjöri.

Ég er mjög pirruð út í Útilíf núna! Ég er að pæla í að versla aldrei aftur þar! Stöng í tjaldinum mínu brotnaði á Arnarstapa um daginn. Ég ákvað því að fara með stöngina strax í viðgerð eða kaupa nýja svo að ég mundi ekki lenda í því að vera mætt í útilegu með brotna stöng. Ég fór sem sagt með stöngina síðasta miðvikudag. Gaurinn sem afgreiddi mig ætlaði að láta mig vita ef varahluturinn væri ekki til svo ég kæmi ekki og stöngin ekki tilbúin. Viti menn, þegar ég mæti núna þá er EKKI búið að gera við hana og kallinn sem afgreiddi mig núna ætlaði að láta mig kaupa of breiða stöng. HALLÓ! Hún passar ekkert í tjaldið! Útilíf er voða montið af þessu tjaldlandi sínu en geta svo ekki þjónað manni almenninlega þegar maður þarf að kaupa varahluti. Auk þess finnst mér bara ekki ódýrt að kaupa tjald á 10.000 kr. En kallin var að reyna að segja mér það og því tæki því eiginlega ekki að kaupa í nýja stöng því það kostar 2.000 kr. Ég gæti því alveg keypt mér nýtt tjald! BULLSHIT!

Fyrst ég er komin í þennan ham þá langar mig til að blóta Tívolíunu í Smáralindinni. Þegar maður er úti hérna heima get ég alveg eins tjaldað á Hverfisbarnum!

Kannski er þetta bara ég og aldurinn...?

|

9.7.05

Apaungur úr Silvatni

mmmmm mér finnst fiskur góður. Á fimmtudaginn grillaði ég silung úr Apavatni sem gaurarnir í kjötborðinu í Nótatúni Hamraborg voru svo góðir að veiða fyrir mig!

Það er yndislegt að eiga frí! Ég naut þess og svaf til klukkan hálf þrjú. Núna er bara að taka sig til fyrir stúdetnsveislu!

Annars er ég búin að finna mér nýja síðu til að lesa á Netinu, press.is.

Nú styttist í að ég fari út til DK, 11 dagar! Það eru blendnar tilfinningar í gangi núna. Er búin að fá 100 bréf frá skólanum og kolliginu! Vonandi að ég lendi með einhverjum skemmtilegum í herbergi. Kannski hlutar mannekjan bara á Manson og gengur um í síðri svartri leðurkápu með ælæner niður á maga. Á kvöldin les hún bækur um nornir og drekkur blóðrauðan djús. Kannski er hún bara hið besta skinn?

|

3.7.05

örlög eða ör lög?

Mér var greinilega ekki ætlað að fara á Skóga! Ég var búin að plögga allt. Biggi hringdi svo í mig og færði mér þær fréttir að fleirum væri ekki hleypt inn á svæðið! Kræst.

Ég ákvað því að tjilla aðeins þangað til ég færi að hitta stelpurnar og enda á Kaffibarnum klukkan fimm í nótt. Tjillið endaði í þriggja tíma svefni. Ég ákvað því að vera bara heima. Ég verð mjög fegnin að hafa tekið þá ákvörðun í fyrramálið, engin þynnka og ekki neitt. Er líka að fara að vinna frá klukkan tvö til miðnættis.

Í gær fór ég að djamma með Sibbu og Óla ásamt vinum þeirra. Það var svaka stuð. Fórum á Oliver. Hitti svo Láru á Laugaveginuum þegar ég var fyrir utan Oliver og við fórum á Hverfisbarinn. Þar var Sibba ásamt krúi. Ég ætlaði ekki að vera svona lengi...skýtur gerist.

Í tjillinu mínu fann ég síðu þar sem maður getur lært að skrifa arabísku. Frekar sniðugt, kíkjið á hana. Svo fann ég líka áhugaverða síðu, What really happend.com.

Á morgun verður Sundfélagið Ægir Bikarmeistari í sundi í nítjánda sinn. Áfram Ægir!

Það er örugglega ógeðslega leiðinlegt á Skógum núna og líka á djamminu í bænum!

Ég ætla að halda áfram að tjilla...

|

1.7.05

MIG VANTAR FAR Á SKÓGA Á MORGUN, LAUGARDAG, KL. 18:00!

|

my space

My Spacið mitt

vinir og vandamenn

Þórunn systir
Louisa í DK
Eve online
Guffi
Biggi
Heklurnar
Kristín Tómas
Ómar Framsóknaroddviti

RUVið

G Pétur
Davíð
Dóri
Lovísa og Gurrý
Gummi
Simmi

íslenskan

Svanhvít
Lára formaður
Sigurrós gjaldkeri
Tóta ritari
Tinna
Stígur
Eyrún

bekkurinn minn

Martin Parning
Martin Hjorth
Majbrit
Rivold

hitt og þetta

Drengene fra Angora
Sundfélagið Ægir
Jackie Mbloggar
Skólinn minn
RUV
Mímir
Rjóminn

myndir/billeder

Myndaalbúm
Myndaalbúm2
Afmælis- og Evróvisionpartý 2005
Færeyjar,fyrirparty,djamm a Islandi og DK
Raggi bro i Viborg, djamm i Køben og Viborg
Viborg og Køben m.a. afmæli Oglu
Efterårsferie, Viborg og Vild med dans
Julefrokost og Skolefest
Julefrokost (fredag)
Afmælis- og Evróvisionpartý 2006
Skólinn í Viborg HF 2 - vor/sumar 2007 NYTT

Færeyjarmyndir

Frá føreyingnum
Powered by Pixagogo
Myndir frá Bryndísi
Powered by Pixagogo
Sigurrós
Powered by Pixagogo
myndir fra Siggu
Powered by Pixagogo
Nokkrar myndir frá Eyrúnu
Powered by Pixagogo

Archives

11/01/2003 - 12/01/2003 12/01/2003 - 01/01/2004 01/01/2004 - 02/01/2004 02/01/2004 - 03/01/2004 03/01/2004 - 04/01/2004 04/01/2004 - 05/01/2004 05/01/2004 - 06/01/2004 06/01/2004 - 07/01/2004 07/01/2004 - 08/01/2004 08/01/2004 - 09/01/2004 09/01/2004 - 10/01/2004 10/01/2004 - 11/01/2004 11/01/2004 - 12/01/2004 12/01/2004 - 01/01/2005 01/01/2005 - 02/01/2005 02/01/2005 - 03/01/2005 03/01/2005 - 04/01/2005 04/01/2005 - 05/01/2005 05/01/2005 - 06/01/2005 06/01/2005 - 07/01/2005 07/01/2005 - 08/01/2005 08/01/2005 - 09/01/2005 09/01/2005 - 10/01/2005 10/01/2005 - 11/01/2005 11/01/2005 - 12/01/2005 12/01/2005 - 01/01/2006 01/01/2006 - 02/01/2006 02/01/2006 - 03/01/2006 03/01/2006 - 04/01/2006 04/01/2006 - 05/01/2006 05/01/2006 - 06/01/2006 06/01/2006 - 07/01/2006 07/01/2006 - 08/01/2006 08/01/2006 - 09/01/2006 09/01/2006 - 10/01/2006 10/01/2006 - 11/01/2006 11/01/2006 - 12/01/2006 12/01/2006 - 01/01/2007 01/01/2007 - 02/01/2007 02/01/2007 - 03/01/2007 04/01/2007 - 05/01/2007 05/01/2007 - 06/01/2007 06/01/2007 - 07/01/2007 07/01/2007 - 08/01/2007 08/01/2007 - 09/01/2007 09/01/2007 - 10/01/2007 10/01/2007 - 11/01/2007 11/01/2007 - 12/01/2007 12/01/2007 - 01/01/2008

Powered By



Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com