--> Jackie

JACKIE

 

 

 

 

 

29.4.04

tomorrow tomorrow

á morgun er eina prófið sem ég tek, �slensk beygingar- og orðmyndunarfræði.
á morgun eru mad tónleikar á Gauknum, Afu RA! Þið eigið að fara!
� dag þarf ég að læra.

|

27.4.04

Dæmi hver fyrir sig!


Sjáðu hvaða týpa þú ert

|

25.4.04

læralæralesalesalæralæralesalesalæra

Eins og þið hafið eflaust tekið eftir hef ég ekki ritað í vefdagbók mína í nokkra daga. �stæðan er einföld. Ég er búin að vera að reyna að læra (oglesaannarramannablogg). � föstudaginn næsta fer ég í próf í �slenskri beygingar- og orðmyndunarfræði. Þann sama dag langar mig til að skila lokaverkefninu í Textagerð en það verkefni hefur gengið frekar hægt. Verkefnið er í 4 liðum og er ég komin með tvo stafi á blað í lið 3. Framundan er því maraþonvika í læradómi. Ef þið þurfið endilega að hitta mig þá finnið þið mig örugglega í lesstofunni í �rnagarði. Ég hef nefninlega komist að því að það þýðir ekkert fyrir mig að læra heima ég fer alltaf að gera eitthvað annað.

Þátturinn er ekki lengri að sinni, verið þið sæl og sjáumst á skrallinu á föstudaginn, nánar til tekið á Gauknum á Afu Ra tónleikum! yeah!

|

21.4.04

síðasti vetrardagur

Það ætti ekki að fara fram hjá einum en í dag er síðasti vetradagur. Það er líka þetta góða veður úti! Um að gera og kveðja veturinn og byrja aðeins á tollinum í kvöld.

Ég skilaði Málnotkunarverkefninu í dag. Það er alltaf mikill léttir þegar maður skilar verkefni, sérstaklega lokaverkefni. Ég horfði á eftir verkefninu í hólfið hans Jóhannesar Gísla og kvaddi það ekki með söknuði. Svo er bara að byrja á næsta verkefni, lokaverkefni í Textagerð. Náði mér í fréttatexta upp á RUV í dag (einn liður í verkefninu er að bera saman fréttatexta í sjónvarpi, útvarpi og dagblaði). Ég ætla að vera langt komin með þetta verkefni um helgina, helst vera búin að klára það. Skiladagur er samt 3. maí. � næstu viku tekur við próflestur. Vikan endar svo á prófinu og þá verður tjúttað. Jibbí!

Það er skrýtið að vera komin heim. Kannski ekki eins slæmt og ég bjóst við. Ég veit allavegana um einn sem sakanði mín, hann Snúlli minn. Hann er búinn að vera utan í mér síðan ég kom heim og sofa upp í rúminu mínu. Hann er svo mikið æði. Hann er fallegasti kisi í heimi og skemmtilegasti líka. I love Snúlli.

Jæja, best að læra eitthvað áður en Grannar byrja. Horfði í gær á Granna. Var ekki búin að sjá þá í 2 vikur. Það er bara allt kreisí, fullt að gerast.

|

17.4.04

kaupæði

Ég er með kaupæði. Ég er búin að kaupa hálfa Kaupmannahöfn. Var að koma heim eftir að hafa eitt miklum peningum í Carhartt búðinni sem er rétt hjá Guðmundu og Hrefnu. Þar keypti ég jakka og buxur, geggjað flott. � gær keypti ég mér Nike úr sem mig er búið að dreyma um í mörg ár. Ég keypti þrjá geisladiska og Hróaskeldumiða. Svo er ég búin að kaupa 7 boli í H&M, gráan hlýrabol, hvíta Puma peysu, tösku, belti, hálsmen og armband í stíl, eyrnalokka og svo svarta derhúfu en ég er búin að leita af flottri svartri derhúfu í heilt ár og loksins fann ég hana. Til hvers eru peningar ef maður á ekki að eyða þeim?

Hrefna kemur frá Fróni í dag. Það verður gaman að hitta hana. � kvöld verður mega djamm. Vorum rólegar í gær. Fórum út að borða, ég, Guðmunda, Habbý, Haukur og Agla. Habbý fór svo heim því hún er að keppa í fótbolta í dag. Er að spila á miðjunni as we speak. Við hin vorum heima hjá Guðmundu og drukkum nokkra bjóra. Þegar Haukur og Agla fóru heim fóru ég og Guðmunda að sofa. Pretty nice!

Enn einn heiðskýri dagurinn, sól og hlýtt úti, mmmmmm! Jæja, þá er Guðmunda komin heim. Hún var úti að hlaupa, ekkert smá dugleg!

Pease

|

15.4.04

Köben var það heillin!

Já, það er ég komin úr sveitinni í borgarmenninguna. Habbý og Guðmunda tóku vel á móti mér með pasta og rauðvíni,namminamm. � dag eru ég og Habbý búnar að kíkja í búðir og versla. Það er svo gaman! Það var sól og heiðskýrt í dag og er ég komin með lit á bringuna. Sátum á útikaffihúsi á hlýrabolnum, ekki slæmt. Agla og Guðmunda hittu okkur svo. Habbý er á fótboltaæfingu og við hinar að chilla. Ég og Alga vorum að horfa á tvöfaldan scrubs. Ég var að fatta þessa þætti. Þeir eru skemmtó!

Jæja, þá er Guðmunda farin út að hlaupa, annan daginn í röð. Ég held að ég hafi ekki hreyft mig svona mikið í marga mánuði en ég hljólaði frá Habbý og niðrí bæ og svo til Guðmundu. Ég finn að ég fæ hasperrur á morgun. Ekki gott!

|

12.4.04

ohh det er dejligt

Nú eru allir gestirnir farnir til síns heima nema ég, amma og frændi minn. Við förum á miðvikudaginn. Þá fer ég í sukkið í Köben, nei segi svona. Planið á morgun er að passa Juliu Ósk í fyrramálið og læra á meðan, svo gæti verið að ég klári að tæma búðirnar hér í Hjörring. Eftir endurnærandi verslunarleiðangur ætla ég að halda áfram að læra. Jibbí! Stundum get ég verið svo mikill kjáni. Ég er að reyna að klára þessa blessuðu MTV þýðingu sem ég ætlaði að skila fyrir löngu. En málið er ekki einfallt. Ég gleymdi fyrri hlutanum af enska textanum heima paa Island. Ég þarf því að láta einhvern heima redda mér hluta af textanum í gegnum MSN. Hvar væri ég ef MSN væri ekki til?

Jæja, loksins kemur pilot Hörður á MSN. Ég er farin að klára þetta ógeð!

|

11.4.04

jeje

Ég er bara orðin helvíti góð í dönskunni (mér finnst það allaveganna). � dag var skírnin og hélt ég á Juliu Ósk Cordes Ragnarsdóttur undir skírn. Hún er svo mikið æði. Ég ætla að setja inn einhverjar myndir þegar ég kem heim á Frón. Þá sjáið þið hvað hún er sæt og þá sjáið þið líka hvað Rebekka og Laura eru sætar. Þegar ég, mamma, pabbi og Hörður vorum hérna jólin 2001 fórum við í kirkju á Jóladag. Skírnin var í sömu kirkjunni. Það var ennþá sama skítakuldinn í kirkjunni og var um jólin um árið. Það voru reyndar komnar nýjar sálmabækur, sem betur fer. Það var fúkkalykt af sálmabókunum sem voru þar síðast.

Það eru aðeins tveir Danir í veislunni. Restin eru Þjóðverjar og við �slendingarnir. Þjóðverjarnir eru merkisfólk. Einn maður sem heitir Johann er saksóknari Hamborgar. Þegar hann var að kæra einhverja Hells Angles gaura fyrir einhverjum árum þá var lögregluvernd við húsið hans og lögreglan keyrði á fyrir framan og aftan bílinn hans. Annar maður er fangelsisstjóri í aðalkrimmafangelsinu í Þýskalandi. Ég missti reyndar af því þegar hann var að segja frá starfinu sínu. Ég þarf að fá upplýsingar frá honum bróðir mínum.

Jæja, kannski að ég fari að mingla við fólkið. Fer til Köben á miðvikudaginn. Það verður stuð! En þangað til chilla ég í sveitinni. Ég þarf að gera lokaverkefnið í Málnotkun þangað til ég fer til Köben því ég býst ekki við að ég eigi eftir að læra mikið þar.

Gleðilega páska!

|

7.4.04

Ude paa landet

Ég er loksins komin til Danmerkur. Ferðin gekk ágætlega fyrir utan að ég er frekar slögg, með kvef og læti. Ég dópaði mig upp með panodil og íbúfen áður en ég fór í lofið og svaf svo mest allan tímann. Þegar ég var lent á Kastrup kom ég mér yfir á innanlandsflugvöllinn. Massa sniðugur þessi e-ticket sem ég keypti. Stakk bara visanu inn í self-service check in og málið var dautt. Ég beið svo í 20 min eftir að fara um borð í vélina til Aalborg. Þegar ég lenti þar var ég shit þreytt og föl og kvefuð. Núna er ég búin að leggja mig, dópa mig og borða mjög vel. Sumarhúsið sem ég gisti í er geðveikt. Það er nuddbaðkar og gufa og í herberginu mínu er ljósabekkur. Kannski að ég komi bara brún heim. Ég væri geggjað til í að vera í þessu húsi um sumar. Mjög stutt í ströndina.

� gær var aðalfundur Mímis. Ég komst ekki sökum veikinda en við vorum kosnar í stjórn Mímis. Ég er meðstjórandi, María meðstjórnandi Mímis, hljómar vel! Lára er formaður, Sigurrós gjaldkeri og Tóta ritari. Mér lýst heví vel á þetta. Þetta á eftir að verða mjög skemmtilegt.

Jæja, ég ætla að halda áfram að chilla. Kannski að ég fari í nuddbaðkarið í kvöld og reyni að ná þessari vöðvabólgu úr mér!

|

6.4.04

kvefdagur

shit! Ég er ekkert smá tussuleg. Ég er ógeðslega kvefuð. Ég er búin að uppdópa mig af verkjalyfjum. Ég er svo heppin að systir mín er lyfjafræðingur svo ég er að taka rétt verkjalyf og í réttum skömtum. Ég er eiginlega bara búin að sofa í dag. Fór reyndar í síðasta tímann í Málnoktun í dag. Ég var að deyja í tímanum. � dag var síðasti skóladagurinn. Mér finnst það mjög skemmtilegt.

� kvöld er aðalfundur Mímis. Sökum veikinda komst ég því miður ekki en ég er að bjóða mig fram í stjórn Mímis með Láru, Sigurrósu og Tótu. Ég býð spennt eftir að heyra hvort við urðum kosnar.

Ég er að leggja lokahönd á að pakka fyrir ferðina. Fer í fyrramálið og þarf að leggja mjög snemma af stað. Ég þarf að taka páskaegg og skírnargjafið en asnalegasti hluturinn sem ég tek með mér er Rice Cripies. Já, ég er ekki að ljúga. Mamma ætlar að baka Rice Cripies köku fyrir skírnina og það fæst ekki í DK.

Jæja, ég ætla að klára að pakka. Gleðilega páska allir saman. Kvefaða Jackie er farin til Danmerkur í langþrátt frí!
peaze

|

5.4.04

Hepelgipin

Munið eftir því þegar maður var að tala pé mál? Ég var reyndar orðin ansi fær í pé máli hér um árið. En hvað um það!?
Helgin var skemmtileg en strembin. Alla helgina var Landsbankamót Ægis. Ég var mótsstjóri. En ég var ekki bara mótsstjóri heldur sá ég um verðlaunaafhendingar, var yfirtímavörður og stundum líka tímavörður og svo var ég þjálfari. Reyndar sá Arna Þórey aðalþjálfari um krakkana mína þegar ég var að gera eitthvað annað. Það sem ég uppskar eftir þessa helgi voru bæði jákvæðir og neikvæðir hlutir. Það jákvæða er sönnun fyrir því að ég get gert mjög marga hluti í einu, reynsla í að halda sundmót og sundmenn frá mér náðu inn á Aldursflokkameistaramótið (AM�). Það neikvæða er hins vegar mikil þreyta og kverkaskítur, ojjjj. � kvöld er ég svo að fara með krakkana í keilu, jibbí!

� laugardagskvöldið fór ég í afmæli til Dagmar. Það var gaman. Fór heim um hálf tólf því ég þurfti að fara á fætur klukkan hálf átta morguninn eftir. Æi það var fínt að taka sér djammfría helgi, enda kominn tími til.

Ég er á bókhlöðunni núna og ætla að vera hér þangað til ég er búin með þýðinguna. Svo á ég bara fjórar færslur eftir í dagbókinni fyrir Textagerðina. Ég stefni á að klára hana líka í dag! Heima bíður mín mikill þvottur sem ég þarf að þvo áður en ég fer út.
repect

|

2.4.04

Jackie á Hróaskeldu 2004

þá er það endanlega ákveðið. Ég er á leiðinni á Hróaskeldu. Ekki minni menn en WU TANG CLAN eru búnir að boða komu sína. Shit þetta verður feitt festitval!

|

Allt fullt bókað þangað til eftir páska!

Enn einn föstudagurinn er runninn upp. Það er bara mjög jákvætt. Helgin er fullbókuð og einnig mánudagur og þriðjudagur í næstu viku. Svo er ég flogin til Danmerkur. Það verður gott að komast í danska andrúmslofið. � kvöld er sundmót. Sundmótið er einnig allan laugardaginn og allan sunnudaginn. � laugardaginn er ég svo að fara í afmæli til Dagmar og á sunnudaginn þarf ég að fara í fermingarveislu (og vera á sundmótinu á sama tíma). Auk þess sem ég þarf að læra. Mánudagurin og þriðjudagurinn fara svo í að læra og klára verkefni sem ég ætla að skila áður en ég fer út. � þriðjudagskvöldið er svo aðalafundur Mímis. Ég ætla mér að sauma bleikan sumarbol áður en ég fer út svo ég geti verið sumarleg í skírninni hennar Juliu Óskar.

Saa. Ég er farin að læra. � bara 13 dagbókarfærslur eftir, yeah! Þýðingin gengur en mætti ganga betur.
peaze

|

1.4.04

Rich bitch

Já í dag er útborgunardagur og launin mín eru sko ekkert aprílgabb! Shit! Ég reyndar á þetta alveg skilið því ég er búin að vinna eins og &%$#/! Það verður gaman að eiga pening í Danmörkunni!

Hehe alltaf gaman að lesa aprílgabb í Mogganum. Það verður frekar fyndið að sjá alla flykkjast á NASA í kvöld og sjá Bruce Springsteen. Ég var að lesa um 1.apríl og eitt fyrsta gabb sem fjölmiðill gerði. Evening Standard auglýsti asnasýningu í Islington árið 1846. Fullt af fólki mætti. Það voru engir asnar en fólkið fattaði svo hverjir asnarnir voru!hahhahaha.

Jæja, er að fara í skólann. Ég er að fara í próf á eftir í Meðferð talaðs máls. � að lesa einn ólesinn texta, flytja erindi og lesa einhvern texta. Ég ætla að halda erindi um 1.apríl og lesa hluta úr 1.kafla bókarinnar Launsynir orðanna eftir Einar Má.

|

my space

My Spacið mitt

vinir og vandamenn

Þórunn systir
Louisa í DK
Eve online
Guffi
Biggi
Heklurnar
Kristín Tómas
Ómar Framsóknaroddviti

RUVið

G Pétur
Davíð
Dóri
Lovísa og Gurrý
Gummi
Simmi

íslenskan

Svanhvít
Lára formaður
Sigurrós gjaldkeri
Tóta ritari
Tinna
Stígur
Eyrún

bekkurinn minn

Martin Parning
Martin Hjorth
Majbrit
Rivold

hitt og þetta

Drengene fra Angora
Sundfélagið Ægir
Jackie Mbloggar
Skólinn minn
RUV
Mímir
Rjóminn

myndir/billeder

Myndaalbúm
Myndaalbúm2
Afmælis- og Evróvisionpartý 2005
Færeyjar,fyrirparty,djamm a Islandi og DK
Raggi bro i Viborg, djamm i Køben og Viborg
Viborg og Køben m.a. afmæli Oglu
Efterårsferie, Viborg og Vild med dans
Julefrokost og Skolefest
Julefrokost (fredag)
Afmælis- og Evróvisionpartý 2006
Skólinn í Viborg HF 2 - vor/sumar 2007 NYTT

Færeyjarmyndir

Frá føreyingnum
Powered by Pixagogo
Myndir frá Bryndísi
Powered by Pixagogo
Sigurrós
Powered by Pixagogo
myndir fra Siggu
Powered by Pixagogo
Nokkrar myndir frá Eyrúnu
Powered by Pixagogo

Archives

11/01/2003 - 12/01/2003 12/01/2003 - 01/01/2004 01/01/2004 - 02/01/2004 02/01/2004 - 03/01/2004 03/01/2004 - 04/01/2004 04/01/2004 - 05/01/2004 05/01/2004 - 06/01/2004 06/01/2004 - 07/01/2004 07/01/2004 - 08/01/2004 08/01/2004 - 09/01/2004 09/01/2004 - 10/01/2004 10/01/2004 - 11/01/2004 11/01/2004 - 12/01/2004 12/01/2004 - 01/01/2005 01/01/2005 - 02/01/2005 02/01/2005 - 03/01/2005 03/01/2005 - 04/01/2005 04/01/2005 - 05/01/2005 05/01/2005 - 06/01/2005 06/01/2005 - 07/01/2005 07/01/2005 - 08/01/2005 08/01/2005 - 09/01/2005 09/01/2005 - 10/01/2005 10/01/2005 - 11/01/2005 11/01/2005 - 12/01/2005 12/01/2005 - 01/01/2006 01/01/2006 - 02/01/2006 02/01/2006 - 03/01/2006 03/01/2006 - 04/01/2006 04/01/2006 - 05/01/2006 05/01/2006 - 06/01/2006 06/01/2006 - 07/01/2006 07/01/2006 - 08/01/2006 08/01/2006 - 09/01/2006 09/01/2006 - 10/01/2006 10/01/2006 - 11/01/2006 11/01/2006 - 12/01/2006 12/01/2006 - 01/01/2007 01/01/2007 - 02/01/2007 02/01/2007 - 03/01/2007 04/01/2007 - 05/01/2007 05/01/2007 - 06/01/2007 06/01/2007 - 07/01/2007 07/01/2007 - 08/01/2007 08/01/2007 - 09/01/2007 09/01/2007 - 10/01/2007 10/01/2007 - 11/01/2007 11/01/2007 - 12/01/2007 12/01/2007 - 01/01/2008

Powered By



Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com