--> Jackie

JACKIE

 

 

 

 

 

29.3.06

Vebjørg

Jæja krakkar, kannski kominn timi til ad blogga tar sem eg hef ekkert ad gera nuna og er i netsambandi.

Tad er buid ad vera svaka fint i Viborg. Vid erum 7 ur bekknum sem tokum tatt i Russlandsverkefninu. Gaman ad hitta krakkana og tala donsku. Eg er ekki fra tvi ad eg se betri i donsku nuna en eg var i desember. Nuna er eg ad leggja aherslu a framburd. eg hef samt komist ad tvi ad mer er lifsins omogulegt ad segja røv a retttan hatt.

Hopvinnan med Russunum gengur svona lalala. Eg og Sigrid turftum endilega ad lenda med leidinlega gaurnum i hop (eg kys ad kalla hann Djofulinn). I Russlandi er hopvinna ekki skilgreind a sama hatt og annarsstadar i heiminum. I Russlandi virkar hopvinna tannig ad einn rædur og hinir fylgja honum eftir (tad er allavegana skilgeining Djofulsins a hopvinnu). Einn daginn vorum vid buin ad vera i klukkutima rifrildi nidri i studeoi, ta kom Max skolastjori og roadi okkur nidur. Eg vard samt ful uti Djofulinn eftir ad Max kom og taladi vid okkur tvi hann sagdi nakvæmlega tad sama og eg og Sigrid vorum buin ad reyna ad troda inn i hausinn a honum allan timan! I Russlandi hefur kennarinn ædsta valdid og madur a bara ad hlida honum. Svo tegar Djofullinn sagdi ad russnesku stelpurnar sem eru med okkur i hop væru heimskar og tær satu bara og sogdu ekki neitt vard eg natturulega ennta meira pist! Brautarholtsgenid hefur komid ser mjog vel ad notum i tessum samskiptum. Eg gat komid teim skilabodum til Djofulsins ad eg væri ekki heimsk og hann gæti sko ekkert valtad yfir mig. Tad hefur leitt tad af ser ad hann einhverra hlutavegna truir ollu sem eg segi og hlustar bara a mig, ekki Sigrid. Tad er eg ekki ad fila! Eg get samt a tennan hatt komid okkar skodunum vel a framfæri.

Eg vil oska Villa til hamingju med ad hafa geta rett i getrauninni ,,hvada bok er eg ad lesa?". Eg tarf ad fara i bæinn og kaupa verdlaunin.

Um helgina fer eg til Ragga bro go fjolskyldu i Hjørring. Kem heim a manudaginn.

Røv!

|

17.3.06

Skattman!

Fattaði mér til mikillar skelfingar að ég átti eftir að gera skattaframtalið. Þar sem ég verð í DK 21. mars þá ákvað ég að drífa í að gera það. Þetta eru leiðinlegustu mínútur ársins. Ég fatta ekkert í Vaxtartekjum og einhverjum álíka spennandi hugtökum. Afhverju getur skattman ekki spurt mig hvað ég veit um t.d. Colorbar? Mamma og pabbi farin að sofa þannig að hinar fjölmörgu spurningar verða að bíða þangað til á morgun. Dagurinn á morgun mun fá nýtt nafn, Stressdagur! Ég á eftir að pakka og er að vinna til 7 og eftir Kastljós á morgun er hittingu á FMD. Úff!


Það er ekkert gaman að leika við ykkur, þið giskið ekki neitt! En allavegana loksins kemur vísbendingin um hvaða bók ég er að lesa.

,,Já það var rétt, farðu heim í háttinn, hver skyldi sosum vilja líta við svona flakatrússi sem er þaraðauki í buxum! var kallað á eftir henni úr strákahópnum við dyrnar, með þessum hrjúfa óvissa raddhreimi sem einkennir pilta í mútum. Hún leit við og sá ófyrirleitið glottið á hinu penpíulega andliti kaupmannssonarins."

Sá sem getur þetta fær eitthvað sniðugt frá Viborg í verðlaun. Ef engin getur þetta þá fáið þið aldrei að vita hvaða bók ég er að lesa...og að verða búin með!

égheldégséfarinaðsofa!

|

11.3.06

HAHAHAHAHHAHAHAHAHHA eitt fyndnasta gúggl sem ég hef fengið:
Stelpur að strippa myndir

Hversu sad er sá/sú hinn/hin sami/sama að sitja heima hjá sér og leita af myndum að stelpum að strippa?

|

Sigga, ég er löngu búin að lesa íslenskt kennaratal til ársins 1970. Ég er með kennaratal til 1995 á náttborðinu.

Annars er rétta svarið ekki komið en fyrsta vísbending kemur eftir helgi. Ég bíð tvo bjóra úr ríkinu fyrir rétt svar áður en fyrsta vísbending verður birt.

Da vinci lykilinn hefur verið lengi á leslistanum hjá mér eða síðan ég fékk bókina á tölvutækuformi fyrir löngu síðan. Blóðberg og Yosoy eru komnar á leslistan.

Hvar eru strákarnir? Þorið þið ekki að giska?

Tjútt í kvöld.

|

7.3.06

Lestur

Ég var að klára bók um daginn eftir Lisu Marklund sem er Arnaldur Svíþjóðar. Arnaldur kemst ekki með tærnar þar sem Lisa hefur hælana. Lisa er góður penni og heldur spennunni og fullt af spurningum opnum fram á allra síðustu kafla, eitthvað annað en Arnaldur. Ég las um daginn Grafarþögn og Mýrina. Alveg skemmtilegar bækur en hann heldur spennunni ekki nógu lengi. Maður er búin að fatta hver er morðinginn og hvert plottið er í miðri bók.

Ég ætla að prófa eitt aftur sem ég gerði fyrir löngu síðan en þá fattaði Eva eða Dagmar það, að mig minnir, án vísbendingar.

Hvaða bók er ég að lesa núna?

Með svarinu verður að fylgja hvað þú ert að lesa.

|

5.3.06

pönnukökur með ís, mmmmmmmm!

Þá er velheppnuð helgi að baki. Fór á árshátíð Mímis á föstudaginn, til Vestamannaeyja á laugardaginn og nældi mér í dagpeninga og á tjúttið með stelpnum þar sem við hittum strákana á laugardaginn. Þvílíkt gaman í gær. Fórum út um allt og stigum síðustu spor kvöldsins á Sólon. Já, þið lásuð rétt, Sólon. Ég hef ekki farið þangað í 100 ár, ég ætla heldur ekkert að venja komur mínar þangað. Guffi átti setningu kvöldsins, ég held barasta mánaðarins.

Það hafa einhverjir verið að gúggla sig inn á síðuna hjá mér, ótrúlegt eftir hverju fólk er að leita á Netinu. Dæmi: leiguíbúð, "sjón og guðrún eva", dragshow, dóp dóri, maria björk, kallarnir sirkus, agla moose, martin parning (sem er bekkjarbróðir minn) og færeyskt flugfélag.


Var að setja myndir inn á Netið frá Julefrokost bekkjarins og Skolefesten sem var fimmtudaginn áður en við fórum heim. Myndir/billeder hér/her.

Á morgun tekur við þriggja daga vinnuvika, fer í vaktafrí á fimmtudaginn, jibbí!

|

1.3.06

Kýrhaus

Vinna vinna. Mér finnst alveg stórfurðulegt að þó ég sé að vinna þá á ég aldrei pening. Ég á heldur aldrei pening til að spara. Ég hef nú þegar ráðstafað öllum laununum mínum í að borga VISA, af bílnum o.þ.h. Þennan mánuðinn lifi ég því eins og versti námsmaður...eða ætti ég að segja versti ríkisstarfsmaður?

Annars nældi ég mér í miða til DK fyrir 12.000 kall. Ekki slæmt það. Ég fer út 18. mars og kem heim 3. apríl. Ég er að fara að taka þátt í samvinnu milli skólans míns og skóla í St. Pétursborg. Rússarnir koma til Viborgar núna og við förum til Rússlands í júní. Ég hlakka mjög mikið til að taka þátt í þessu en því miður missi ég af Hróaskeldu. Komum reyndar heim frá Rússlandi 2. júlí, spurning hvort maður nái sunnudagskvöldinu. Hvernig litist ykkur á að ég kæmi heim með einn Rússa? Rúski Karamba. Mamma var nú ekkert hrifin af því í vetur þegar ég var að stríða henni og spurði hvort það væri ekki í lagi að koma með einn Grænlending heim. Hvað ætli hún segi um Rússa?

Ég og Hildur stofnuðum félag um daginn og ber það skammstöfunina KKK. Það átti að standa fyrir KynlausarKarríerKonur en ég hef ákveðið að breyta því í KarllausarKarríerKonur. Við erum ekkert kynlausar þó að við eigum ekki einhvern kall.

Spurning sem ég hef pælt í og margar aðrar á mínum aldri:
Á ég einhvertíman eftir að ná mér í karl?


Ég held ég hafi smitast að ákvarðanafælni. Árshátíð Mímis er á föstudaginn. Ég veit ekki hvort ég ætli að fara því ég er að vinna til kl. 19 og húsið opnar á sama tíma. Það er erfitt að vera ég.

|

my space

My Spacið mitt

vinir og vandamenn

Þórunn systir
Louisa í DK
Eve online
Guffi
Biggi
Heklurnar
Kristín Tómas
Ómar Framsóknaroddviti

RUVið

G Pétur
Davíð
Dóri
Lovísa og Gurrý
Gummi
Simmi

íslenskan

Svanhvít
Lára formaður
Sigurrós gjaldkeri
Tóta ritari
Tinna
Stígur
Eyrún

bekkurinn minn

Martin Parning
Martin Hjorth
Majbrit
Rivold

hitt og þetta

Drengene fra Angora
Sundfélagið Ægir
Jackie Mbloggar
Skólinn minn
RUV
Mímir
Rjóminn

myndir/billeder

Myndaalbúm
Myndaalbúm2
Afmælis- og Evróvisionpartý 2005
Færeyjar,fyrirparty,djamm a Islandi og DK
Raggi bro i Viborg, djamm i Køben og Viborg
Viborg og Køben m.a. afmæli Oglu
Efterårsferie, Viborg og Vild med dans
Julefrokost og Skolefest
Julefrokost (fredag)
Afmælis- og Evróvisionpartý 2006
Skólinn í Viborg HF 2 - vor/sumar 2007 NYTT

Færeyjarmyndir

Frá føreyingnum
Powered by Pixagogo
Myndir frá Bryndísi
Powered by Pixagogo
Sigurrós
Powered by Pixagogo
myndir fra Siggu
Powered by Pixagogo
Nokkrar myndir frá Eyrúnu
Powered by Pixagogo

Archives

11/01/2003 - 12/01/2003 12/01/2003 - 01/01/2004 01/01/2004 - 02/01/2004 02/01/2004 - 03/01/2004 03/01/2004 - 04/01/2004 04/01/2004 - 05/01/2004 05/01/2004 - 06/01/2004 06/01/2004 - 07/01/2004 07/01/2004 - 08/01/2004 08/01/2004 - 09/01/2004 09/01/2004 - 10/01/2004 10/01/2004 - 11/01/2004 11/01/2004 - 12/01/2004 12/01/2004 - 01/01/2005 01/01/2005 - 02/01/2005 02/01/2005 - 03/01/2005 03/01/2005 - 04/01/2005 04/01/2005 - 05/01/2005 05/01/2005 - 06/01/2005 06/01/2005 - 07/01/2005 07/01/2005 - 08/01/2005 08/01/2005 - 09/01/2005 09/01/2005 - 10/01/2005 10/01/2005 - 11/01/2005 11/01/2005 - 12/01/2005 12/01/2005 - 01/01/2006 01/01/2006 - 02/01/2006 02/01/2006 - 03/01/2006 03/01/2006 - 04/01/2006 04/01/2006 - 05/01/2006 05/01/2006 - 06/01/2006 06/01/2006 - 07/01/2006 07/01/2006 - 08/01/2006 08/01/2006 - 09/01/2006 09/01/2006 - 10/01/2006 10/01/2006 - 11/01/2006 11/01/2006 - 12/01/2006 12/01/2006 - 01/01/2007 01/01/2007 - 02/01/2007 02/01/2007 - 03/01/2007 04/01/2007 - 05/01/2007 05/01/2007 - 06/01/2007 06/01/2007 - 07/01/2007 07/01/2007 - 08/01/2007 08/01/2007 - 09/01/2007 09/01/2007 - 10/01/2007 10/01/2007 - 11/01/2007 11/01/2007 - 12/01/2007 12/01/2007 - 01/01/2008

Powered By



Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com