--> Jackie

JACKIE

 

 

 

 

 

28.4.05

Eins og allir eiga að vita þá er prófatíð.
Ég hef ekki bloggað í nokkra daga og sé ekki fram á að ég eigi eftir að gera það þangað til prófin eru búin.

Þið getið skoðað þessa síðu ef ykkur leiðist eða ef þið viljið smá frí frá próflestri.

|

25.4.05

Getraun

Úr hvaða sögu er þessi setning og um hvað er hún:
,,Konur sátu á palli, ok sat Helga in fagra næst brúðinni ok renndi opt augum til Gunnlaugs, ok kemr þar at því, sem mælt er, at eigi leyna augu, ef ann kona manni."

Ég er endanlega búin að komast að því að ég get ekki lesið heima hjá mér. Markamiðið eftir kvöldmat var að lesa 40 bls. í Samræðum við söguöld eftir stórfélaga minn Véstein Ólason en það er ekki að fara að gerast núna. Mér finnst best að lesa upp í rúmi og mér finnst líka rosa gott að vera undir sæng og sofa. Svefninn nær ávalt yfirhöndinni að lokum.

Ég er komin með álagsmeiðsl vegna próflesturs. Ég er að drepast í vinstra hnénu. Ég ég þurfi að fara að hreyfa mig.

|

23.4.05

Klukkan er 22:20 og það er laugardagur. Ég var á Akureyri í allan dag í blakútsendingu. Ég er dauð. Ég er farin að lesa Samræður við söguöld eftir Véstein Ólason þangað til ég sofna.

|

21.4.05

GLEÐILEGT SUMAR!

Í dag ætla ég að fagna sumrinu með lestri greina um bækur Sjóns og Guðrúnar Evu. Maður sleppur víst ekkert undan því þar sem kl. 10:30 í fyrramálið er ég að fara í munnlegt próf úr þessum bókum.

Ég er svo að fara í 50 afmæli á eftir til frænda míns. Það verður stuð. Ég bara veit ekki í hverju ég á að fara.

Njótið dagsins og sumarsins.

|

19.4.05

ég er ástfangin....

af myndunum hans Tarantino. Ég er líka ástfangin af hæfileikunum hans. Ég get ekki sagt að ég sé ástfangin af Tarantino sjálfum því ég þekki hann ekki neitt, en hann er massa kúl!

|

16.4.05

tónlist

Ég fór á geggjaða tónleika í gær. Fór á Trabant á NASA. Þeir eru kúl. Kíkti svo á Hressó og í röðina á Kaffibarinn. Ég og Hörður bróðir gáfum skít í röðina. Svo fórum við aðeins á Celtic.

Ég er búin að vera dugleg að fara á tónleika undanfarið. Fór á Hjálma á Grand Rokk um daginn. Það var stuð og þeir eru líka kúl.

Á tónleikunum í gær leið mér eins og ég væri á Hróaskeldu við Odeon tjaldið. Fyndið. Svo leið mér líka eins og ég væri á skemmtistað í Asíu (ég hef samt aldrei komið til Asíu) og það mundi svo kveikna í. Ég held að ég hafi fengið þessa tilfinningu frá einhverri bíómynd.

|

13.4.05

ohh ég var út í sjoppu að kaupa kók. Núna langar mig ekkert í kók!

Afhverju heldur maður stundum það versta en innst inni segir maður sér að það sér bara rugl og vitleysa og það versta geti ekki gerst. En hvað ef það versta gerist?

Ég er eitthvað hálf öfugsnúin þessa dagana. Fór samt og keypti mér föt í dag. Kannski eru þau bara á röngunni?!

|

Mér finnst...

...blátt áfram átakið alveg frábært. Ég dáist að því fólki sem stendur á bak við þetta, www.blattafram.is.

Ég er svo að pæla í að eyða nokkrum fimmþúsundköllum í að kaupa Símann. Hvað segið þið um það?

|

11.4.05

tenglar

Íslenskunemarnir Stígur og Tinna hafa fengið tengil og óska ég þeim til hamingju með það. Í leiðinni ætla ég að þakka mér fyrir þetta verk.

|

10.4.05

lestur er skemmtun

Ég er alveg að verða sturluð á þessum &%/$#! hósta. Ég svaf ekkert í nótt því ég hóstaði og hóstaði líkt og ég væri að bjarga mannslífum með hverju hóstakastinu. Ég hef því komist að þeirri niðurstöðu að ég ER lasin. Þ.a.l. missti ég að kveðjupartýi Kronik sem var á Prikinu í gær. Ohh mig langaði svo mikið. Mjög langt síðan það hefur verið alvöru hiphop djamm á Prikinu eins og í gamla dag. En well það kemur annað djamm eftir þetta djamm.

Á föstudaginn var síðasta vísindaferð vetrarins og mín síðasta vísindaferð, í bili allavegana. Ég trúi því ekki að ég sé að fara að útskrifast ekkert smá skrýtin tilfinning. Næsta föstudag er svo aðalfundur Mímis og er þá mínu starfi sem meðstjórnandi Mímis formlega lokið. Ég trúi því heldur ekki. Eða eins og maður segir á slæmri íslensku ég er ekki að meika það! En allt tekur enda og hóstaveiki mín gerir það vonandi líka.

Ég er að lesa mjög skemmtilega bók núna eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur, Sagan af sjóreknu píanóunum. Mæli eindregið með henni. Fyrst að ég hef ritað mikið um að allt sé að taka enda þá er þetta síðasta bókin í málstofunni í nútímabókmenntunum sem ég les. Ég er búin að lesa fullt af skemmtilegum bókum í vetur og má segja að ég er búin að uppgötva bókina. Það er ekkert smá róandi að setjast niður og lesa. En bækurnar sem ég er búin að lesa í vetur og mæli með eru: Fyrirlestur um hamingjuna, Albúm og eins og fyrr sagði, Sagan af sjóreknu píanóunum eftir Guðrúnu Evu. Svo eru bækur eftir Sjón; Skugga-Baldur, já verðlaunabókin sjálf, Augu þín sáu mig og Með titrandi tár. Svo las ég líka Stálnótt en ég skildi ekkert í henni. Það er einmitt verkefni næstu viku að komast að því, því ég er að fara í munnlegt próf úr þessum bókum.

Fyrst ég er byrjuð að segja frá því sem ég hef lesið í vetur þá verð ég að nefna þær Íslendingasögur sem ég las. Þær eru allar skemmtilega og sumar ekki langar, aðeins 20 bls. Eyrbyggja saga, Hænsna-Þóris saga, Króka-Refs saga og Vopnfirðingasaga. Svo er einnig á leslistanum Njála en ég reikna með að flestir hafi lesið hana. Ef þið hafið áhuga þá á ég svo fullt af greinum um þessar sögur, svona til að dýpka sögurnar enn þá meira.

|

8.4.05

Aum-Jackie með hor

Ég vorkenni mér allsvakalega. Vaknaði í morgun við umgang pabba og bróðir míns. Hélt að klukkan væri 7 og ég gæti kúrt í klukkutíma í viðbót. Þótti það sérstaklega þægilegt þar sem ég var búin að hósta í alla nótt og sjúga upp í nefið. En nei! Pabbi kom inn og spurði hvenær ég ætlaði á fætur. Tek strætó um kl.9. Er klukkan ekki bara 7? Uhm, nei María, klukkan er að verða hálf níu. Jæja, ég þurfti þá að drattast á fætur. Ég var næstum því búin að skrópa í skólanum því ég vorkenndi mér svo, grey ég að vera með hósta og hor. Hafði samt ekki samvisku í að skrópa þannig að ég drullaðist í strætó.

Þar sem ég er að fara í vísindaferð í Vífilfell á eftir beint eftir skóla ákvað ég að fara í svörtu Ecco skóna mína til að vera ekki eins og einhver algjör í bænum í kvöld. Á leið minni niðrá stoppistöð fann ég allt í einu fyrir bleytu á stórutá vinstri fótar. Þá fattaði ég að elsku Ecco skórnir mínir eru ekki alveg heilir. Mér til mikilla vonbrigða komst ég svo að því að hægri skórinn á við sama vandamál að stríða.

Eftir tímann, sem ég var næstum því búin að skrópa í, fór ég í tölvuna og var að spjalla við Evu á MSN. Ég hellti yfir hana sorgum mínum og niðurstaðan var hádegismatur á Vegamótum. Nú er ég södd og næstum sæl. Heimsins vandamál eru ekki eins mikil lengur. Horið er ekki eins mikið og hóstinn ekki heldur þannig að nú get ég farið nokkurnvegin heil í vísó. Enn eitt vandamál sem ég á eftir að koma á framfæri.....mig langar í ný föt, pæjuföt! Skóleysi og pæjufataleysi er eitthvað sem hægt er að leysa seinna.

Ég er farin að horfa á Drengene fra Angora. Þeir ættu að geta komið mér í partýstuðið.

Þórunn sys er svo komin með blogg og óska ég henni til hamingju með það. Í tilefni þess fær hún tengil hjá hinum stelpunum.

Góða skemmtun um helgina og gangið hægt um þær dyr sem þið gangið í gegnum!

|

6.4.05

Girnileg gella, hehehe!

Mig langar að gera allt!
Mig langar að djamma bæði fös. og lau. næstu helgi. Það er allt að gerast. Á fös. er síðasta vísindaferð vetrarins. Á lau. er svo kveðjupartý Kronik á Prikinu. Svo er Eiríkur Hauks á NASA.

Mig langar í föt, ekki bara einhver föt sem halda á mér hita, heldur langar mig í pæjuföt.

Mig langar svo til að hafa slædsjóv með myndum hér fyrir ofan. Hver kann að gera svoeleiðis!

|

4.4.05

Hi! My name is Jackie and I am an evil virus!

Jáhá, það er sko ég í dag. Ég fór til læknis því Færeyjarhóstinn er kominn aftur. Góði læknirinn minn sagði mér að þetta væri sennilega vírus og líklega ekki sami vírusinn og ég var með út í Færeyjum fyrir um 4 vikum síðan. Bara einhver tilviljun. Svona er lífið. Ég held semsagt áfram að vera með regluleg skemmtiatriði líkt og í Færeyjum.

En well. Fyrir ykkur sem fíluðuð Drengene fra Angora og Cykelholdet þá er þetta linkurinn....nei tengillinn!

Ég er farin á fund þar sem ég verð með uppistand!

|

1.4.05

1. apríl

Hæ hó.
Í tilefni dagsins bíð ég ykkur kæru vinir upp á fyrsta þáttinn af Drengene fra Angora. Cykelholdet er laaaang fyndnast!

|

my space

My Spacið mitt

vinir og vandamenn

Þórunn systir
Louisa í DK
Eve online
Guffi
Biggi
Heklurnar
Kristín Tómas
Ómar Framsóknaroddviti

RUVið

G Pétur
Davíð
Dóri
Lovísa og Gurrý
Gummi
Simmi

íslenskan

Svanhvít
Lára formaður
Sigurrós gjaldkeri
Tóta ritari
Tinna
Stígur
Eyrún

bekkurinn minn

Martin Parning
Martin Hjorth
Majbrit
Rivold

hitt og þetta

Drengene fra Angora
Sundfélagið Ægir
Jackie Mbloggar
Skólinn minn
RUV
Mímir
Rjóminn

myndir/billeder

Myndaalbúm
Myndaalbúm2
Afmælis- og Evróvisionpartý 2005
Færeyjar,fyrirparty,djamm a Islandi og DK
Raggi bro i Viborg, djamm i Køben og Viborg
Viborg og Køben m.a. afmæli Oglu
Efterårsferie, Viborg og Vild med dans
Julefrokost og Skolefest
Julefrokost (fredag)
Afmælis- og Evróvisionpartý 2006
Skólinn í Viborg HF 2 - vor/sumar 2007 NYTT

Færeyjarmyndir

Frá føreyingnum
Powered by Pixagogo
Myndir frá Bryndísi
Powered by Pixagogo
Sigurrós
Powered by Pixagogo
myndir fra Siggu
Powered by Pixagogo
Nokkrar myndir frá Eyrúnu
Powered by Pixagogo

Archives

11/01/2003 - 12/01/2003 12/01/2003 - 01/01/2004 01/01/2004 - 02/01/2004 02/01/2004 - 03/01/2004 03/01/2004 - 04/01/2004 04/01/2004 - 05/01/2004 05/01/2004 - 06/01/2004 06/01/2004 - 07/01/2004 07/01/2004 - 08/01/2004 08/01/2004 - 09/01/2004 09/01/2004 - 10/01/2004 10/01/2004 - 11/01/2004 11/01/2004 - 12/01/2004 12/01/2004 - 01/01/2005 01/01/2005 - 02/01/2005 02/01/2005 - 03/01/2005 03/01/2005 - 04/01/2005 04/01/2005 - 05/01/2005 05/01/2005 - 06/01/2005 06/01/2005 - 07/01/2005 07/01/2005 - 08/01/2005 08/01/2005 - 09/01/2005 09/01/2005 - 10/01/2005 10/01/2005 - 11/01/2005 11/01/2005 - 12/01/2005 12/01/2005 - 01/01/2006 01/01/2006 - 02/01/2006 02/01/2006 - 03/01/2006 03/01/2006 - 04/01/2006 04/01/2006 - 05/01/2006 05/01/2006 - 06/01/2006 06/01/2006 - 07/01/2006 07/01/2006 - 08/01/2006 08/01/2006 - 09/01/2006 09/01/2006 - 10/01/2006 10/01/2006 - 11/01/2006 11/01/2006 - 12/01/2006 12/01/2006 - 01/01/2007 01/01/2007 - 02/01/2007 02/01/2007 - 03/01/2007 04/01/2007 - 05/01/2007 05/01/2007 - 06/01/2007 06/01/2007 - 07/01/2007 07/01/2007 - 08/01/2007 08/01/2007 - 09/01/2007 09/01/2007 - 10/01/2007 10/01/2007 - 11/01/2007 11/01/2007 - 12/01/2007 12/01/2007 - 01/01/2008

Powered By



Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com