--> Jackie

JACKIE

 

 

 

 

 

30.6.04

Danskt numer i donsku landi

siminn minn medan eg er her er: 0045- 40960551.
Hafidi samband ef tid hafid eitthvad ad segja.

Peaze

|

29.6.04

Jackie í orlofi!

Jæja þá, þá er ég farin í orlof. Ef þið viljið hitta mig þá verð ég hér fram á sunnudagskvöld. Ég verð með símann minn úti en ætla mjög líklega að fá mér danskt númer, ég læt vita hvert númerið verður.

Adios amigos!

|

24.6.04

Jæja, kannski að maður bloggi eitthvað meðan ég hef ekkert að gera.
Langt síðan ég hef bloggað! Síðan síðast hef ég unnið, sólbrunnið og klárað að þjálfa. Ég er svo að fara á Akureyri um helgina á sundmót. � mánudaginn er ég því formlega hætt að þjálfa. Það er ágætt því að á miðvikudaginn fer ég til Danmerkur. Oh ég hlakka svo til. Verð í 2 vikur, það verður sko Jackie í orlofi.

Well, er farin að vinna.

Seeya

|

19.6.04

Ég á ekki til orð! Ég á ekki til orð yfir fólk sem er vitlaust. Ég á ekki til orð yfir fólk sem hringir hingað og kvartar yfir því að hommi og kynvillingur sé í þætti sem fjallar um fótbolta. WHUT! ég varð gjörsamlega orðlaus í símann. Mér fannst þetta bara sniðugt að hafa hann Arnar í þættinum í gær. Mér finnst hann æði. Ég reyni alltaf að hlusta á hann hjá Gesti Einari á föstudögum. En nóg um asnalegt fólk með asnalegar skoðanir. Ég er undir það búin að einhver hringi og kvarti yfir veðrinu. shit.

Fór á tjúttið í gær. Það var gaman, langt síðan ég hef farið á Kaffibarinn, hann klikkar aldrei.

Ég er ekki alveg nógu ánægð með kameruvinnsluna á EM hjá Portúgölunum. Ég ætla að taka mér leikhlé.

friður

|

17.6.04

17.06.2004

yo!
I´m working og mér finnst það fínt. Ég nýt þess að horfa á fótbolta á stórhátíðarkaupi. Mér finnst það ekki leiðinlegt. � tilefni þess ætla Sunna og Eva að kaupa handa mér skó í Victoria Secret. Ég var að tala við þær á MSN áðan og þær voru að fara á búðarrölt.

Fór á tjúttið í gær með stelpnum. Það var fínt. Ég skemmti mér vel. Ég rústaði högghelda símanum mínum með því að missa hann í götuna. Ég gróf því ódauðlega Nokia 5510 símann upp. Ég trúi því ekki að ég þurfi að punga út fyrir nýjum síma. Góð ráð um hvað sé besti síminn eru vel þegin.

Við byrjuðum á Hverfis. Ég fór svo og hitti Hildi og Sögu á Sirkus. Þá var ég komin í það ástand að þurfa að fara heim. Ég fór því. En þegar ég var að labba niður laugarveginn sá ég einn gaur og þá snéri ég við á punktinum og ákvað að fara og hitta Habbý á Hverfis. Bjargvættur kvöldsins/morgunsins er Monika sem reddaði mér inn! Ég kom ekki heim fyrr en um kl. 6 sem var allt of seint. Af þeim sökum var mjög erfitt að vakna í dag.

Jæja þá. Ég ætla að fara að gera eitthvað af viti.

Peaze

|

15.6.04

Ég er leiðinlegur bloggari þessa dagana. Afhverju getur fólk ekki sleppt að bögga mig? Þegar ég er að þjálfa þá eru fastagestirnir að nöldra í mér, í þessi tilfelli fastagestir Breiðholtslaugar. Svo gerðu þeir bara grín af mér þegar ég svaraði heimskulegri spurningu með heimskulegu svari. Svo kem ég hingað á RUV þá er fólk að hringja og kvarta yfir asnalegustu hlutum. Ég skil ekki hvernig fólk nennir og tímir að eyða pening í svona bull símtöl. Kannksi heldur fólk að það sé frítt að hringja hingað því þetta er ríkisstofnun. En ekki er ég að borga svona heimskuleg símtöl.

En jákvæðir punktar í lífi mínu eru þeir að bæði Hildur og Habbý eru komnar heim! Ohh mér finnst það æði.

� morgun verður tekið svo gott djamm með pigerne. Ég hlakka til.

Bara til að láta ykkur vita af kvölum mínum þá var ein kella að hringja og kvartakvartakvarta. Ef þið viljið kvarta undan einhverju sem tengist sjónvarpsefni RUV þá bendi ég á að hringja á skrifstofutíma í framkvæmdarstjóra sjónvarps.

peaze

|

14.6.04

fótbolti og leiðinleg símtöl

jæja gott fólk. Nú er kominn tími til að stelpan bloggi.
Ég er búin að vera á fullu frá því á föstudaginn. Helgin var 2x12 tíma vinna. Skellti mér samt á tjúttið á laugardaginn. Það var fínt. Svaf vært þangað til næsta vinnutörn tók við. Var ekki búin að vinna fyrr en hálf eitt í gærkvöldi/nótt. Þurfti svo að vakna klukkan hálf tíu eftir ekki góðan svefn og þjálfa kl. 10. Ég var mjög þreytt. En nóg um það.

EM í fótbolta er mitt líf þessa dagana. Horfði á DAN-�TA áðan. Frekar blendnar tilfinningar í gangi. Auðvitað heldur maður með Dönum en �talía er mitt lið og það er ekki vegna þess að ítalirnir eru kynþokkafyllsta liðið eins og sumir vilja halda fram. En ég er mjög sátt við að Svíarnir skoruðu áðan.

Svona áður en ég hætti þá ætla ég að minna ykkur á þáttinn Spurt að leikslokum sem er á dagskrá kl. 22:15. Endilega tjékkið á kreditlistanum!

p.s. Bara 16 dagar í Hróaskeldu, yeah!

p.p.s Ég þoli ekki dónalegt fólk sem hringir hingað og kvartar yfir einhverju sem skiptir ekki máli!

|

11.6.04

1 dagur í kick off

úff það er búið að vera brjálað að gera.
Ég hafði samt tíma til að fara í klippingu og litun. Ég er komin með stríbur! Mér finnst það svoldið skrítið en samt flott. Ég er líka komin með nýtt look á hárið.

Tjútt á morgun, jibbí!

|

10.6.04

Spánn.....nei �sland

Heil og sæl!
Loksins fann ég nokkrar mínútur til að setjast niður og pústa aðeins. Það er allt á fullu. Hér er dagskrá gærdagsins og dagsins í dag:
merkja spólur
skeina spólur (endurvinna þær)
svara billjón spurningum og spyrja jafn margra
fara á trilljón fundi, þ.m.t. minn fyrsta blaðamannafund!
svara mjög mikið í símann

Ég held að þetta sé það helsta sem ég er búin að gera. Svo er ég búin að stökkva nokkru sinnum út í sólina.

Ég er að fara að kaupa mér tjald fyrir Hróaskeldu og allar þær útilegur sem ég ætla að fara í eftir að ég kem heim frá DK. Ég kýs að kalla tjaldið mitt Höll því tjaldið er stórt. Ég nenni ekki að sofa í einhverri kremju.

Ég held að dagurinn í gær hafi verið dagur sætra stráka. Ég sá þá þónokkra, m.a. var tjaldsölugaurinn frekar sætur.

Ég ætla ekki að drepa ykkur í vinnu- og sætustrákssögum og læt þetta því duga í bili.

Ég er farin að vinna. � morgun er gleðidagur því þá fer ég í klippingu, ég elska að fara í klippingu!

|

8.6.04

Helgin var ágæt en mjög erfið. Var á sundmóti á Akranesi. Flestum gekk vel. Sumir voru mjög óþekkir og það var mjög erfitt. Ég skil ekki afhverju það er svona erfitt að haga sér vel!? En nóg um það. Það var sól alla helgina fyrir utan nokkra dropa á föstudaginn. Ég sólbrann smá og er meira að segja komin með lit í andlitið, þá getur mamma hætt að tuða á því að ég sé eins og mogginn í framan.

� vinnunni er mikið að gera. Undirbúningur fyrir EM er í hámarki. Kannski að ég setji leikplanið í dagatalið mitt. Ég ætla rétt að vona að þetta góða veður verði næstu vikur þannig að ég get hangið í sundi þangað til ég fer í vinnuna seint og um síðir. Næstu vikur mæti ég nefninlega í vinnuna kl. 17 og er að vinna frameftir.

Er farin að vinna, arbeit macht frei!

Ég held að þetta sé leiðinlegasti póstur sem ég hef skrifað, shit!

|

3.6.04

heimska?

Ég fór í sund áðan í Sunlaugina í Breiðholti. Ég meira að segja synti, shit hvað ég er dugleg. En allavegana þá rak ég augun í mjög heimskulega viðvörun í klefanum þar sem maður þurrkar sér, Varúð hálka. Hálka???? whut! Ég hef aldrei vitað til þess að það sé hálka í sturtuklefa, hafi þið runnið í hálku inni?

|

spólurspólurspólurspólur

Ég er að drukkna í spólum. Ég er að drukkna í spólum sem ég þarf að skrá, það bíður mín vænn bunki frá EM í handbolta í janúar sem á eftir að skrá. shit!

Ég er að þjálfa upp í Breiðholtslaug þessa vikuna. Ég fíla þann stað miklu betur en Laugardalinn. Ég er ekki frá því að það séu fleiri sætir strákar í Breiðholtinu en í dalnum. � gær var góður dagur, gott veður og fullt af gaurum....handboltagaurum,mmmmmmmm.

En nóg um svona vitleysu.

Fer upp á Akranes tomorrow og verð þar ALLA helgina. Ég held ég eigi eftir að fá fráhvarseinkenni frá Reykjavíkinni. En ágætt að taka eina rólegheitahelgi.

Æi ég ætla að hætta þessu bulli, ég hef ekkert að segja. Þetta er alveg tíbískt þegar ég kemst ekki í tölvu þá dettur mér fullt í hug til að skrifa en ekki þegar ég er að skrifa, dööööööööö.

Lesið ferðasögu Evu, she´s in the US!

mmmmm það eru bara 27 dagar þangað til ég fer út, 10 dagar þangað til Hildur kemur og 12 dagar þangað til Habbý kemur. Það eru góðir tímar framundan.

peaze

|

2.6.04

shit!
ég sit með gæsahúð og hlusta á Ólaf Ragnar.
Spennan á fréttastofunni er ólýsanleg, hún er rafmögnuð. Það er grafarþögn, ekkert heyrist nema Ólafur að tala.

I knew it!

Nú er allt á fullu. Shit hvað er gaman að vinna á fjölmiðli.
Well, ég ætla að halda áfram að fylgjast með!

|

1.6.04

Það er ýmislegt sem maður finnur á netinu......
Boys I´m watching you! check this.

|

First day at work....

Fyrsti dagurinn minn í afleysingum er senn á enda. Hann er búinn að vera fínn. Brjálað að gera sem er ágætt en maður veit að það verður BRJ�LA� að gera í næstu viku, viku fyrir EM. Ég er alveg að sofna við skrifborðið mitt. Ég er búin að læra svo mikið nýtt í dag að ég held ég hafi ekki lært svona mikið nýtt síðan ég lærði að lesa og reikna.

Jæja, best að ég skrái nokkrar fréttir inn í safnakerfið. úff svo er ég að fara að þjálfa í rigningunni:-S Kannski ég skelli mér bara í sund, hvernig væri það?

Laters

|

my space

My Spacið mitt

vinir og vandamenn

Þórunn systir
Louisa í DK
Eve online
Guffi
Biggi
Heklurnar
Kristín Tómas
Ómar Framsóknaroddviti

RUVið

G Pétur
Davíð
Dóri
Lovísa og Gurrý
Gummi
Simmi

íslenskan

Svanhvít
Lára formaður
Sigurrós gjaldkeri
Tóta ritari
Tinna
Stígur
Eyrún

bekkurinn minn

Martin Parning
Martin Hjorth
Majbrit
Rivold

hitt og þetta

Drengene fra Angora
Sundfélagið Ægir
Jackie Mbloggar
Skólinn minn
RUV
Mímir
Rjóminn

myndir/billeder

Myndaalbúm
Myndaalbúm2
Afmælis- og Evróvisionpartý 2005
Færeyjar,fyrirparty,djamm a Islandi og DK
Raggi bro i Viborg, djamm i Køben og Viborg
Viborg og Køben m.a. afmæli Oglu
Efterårsferie, Viborg og Vild med dans
Julefrokost og Skolefest
Julefrokost (fredag)
Afmælis- og Evróvisionpartý 2006
Skólinn í Viborg HF 2 - vor/sumar 2007 NYTT

Færeyjarmyndir

Frá føreyingnum
Powered by Pixagogo
Myndir frá Bryndísi
Powered by Pixagogo
Sigurrós
Powered by Pixagogo
myndir fra Siggu
Powered by Pixagogo
Nokkrar myndir frá Eyrúnu
Powered by Pixagogo

Archives

11/01/2003 - 12/01/2003 12/01/2003 - 01/01/2004 01/01/2004 - 02/01/2004 02/01/2004 - 03/01/2004 03/01/2004 - 04/01/2004 04/01/2004 - 05/01/2004 05/01/2004 - 06/01/2004 06/01/2004 - 07/01/2004 07/01/2004 - 08/01/2004 08/01/2004 - 09/01/2004 09/01/2004 - 10/01/2004 10/01/2004 - 11/01/2004 11/01/2004 - 12/01/2004 12/01/2004 - 01/01/2005 01/01/2005 - 02/01/2005 02/01/2005 - 03/01/2005 03/01/2005 - 04/01/2005 04/01/2005 - 05/01/2005 05/01/2005 - 06/01/2005 06/01/2005 - 07/01/2005 07/01/2005 - 08/01/2005 08/01/2005 - 09/01/2005 09/01/2005 - 10/01/2005 10/01/2005 - 11/01/2005 11/01/2005 - 12/01/2005 12/01/2005 - 01/01/2006 01/01/2006 - 02/01/2006 02/01/2006 - 03/01/2006 03/01/2006 - 04/01/2006 04/01/2006 - 05/01/2006 05/01/2006 - 06/01/2006 06/01/2006 - 07/01/2006 07/01/2006 - 08/01/2006 08/01/2006 - 09/01/2006 09/01/2006 - 10/01/2006 10/01/2006 - 11/01/2006 11/01/2006 - 12/01/2006 12/01/2006 - 01/01/2007 01/01/2007 - 02/01/2007 02/01/2007 - 03/01/2007 04/01/2007 - 05/01/2007 05/01/2007 - 06/01/2007 06/01/2007 - 07/01/2007 07/01/2007 - 08/01/2007 08/01/2007 - 09/01/2007 09/01/2007 - 10/01/2007 10/01/2007 - 11/01/2007 11/01/2007 - 12/01/2007 12/01/2007 - 01/01/2008

Powered By



Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com