Eitt og annað
Mikið er ég fegin að ég fyllti bílinn minn í gær. Ég er líka mjög ánægð með að hafa keypt mér lítinn bíl sem eyðir nánast engu. Hvað gerir maður þegar bensínið kostar 180 kr.? Kannski maður hjóli upp allar brekkurnar til að komast í og úr vinnu.
Ég er orðlaus. Já, ég á ekki orð. Ég á ekki orð yfir því að það sé fólk þarna úti sem mundi kjósa flokk sem ér á móti innflytjendum. Pulsusalinn var ekki með nein góð rök. Aðeins einhverjar klisjur og fordóma. Þegar við Íslendingar flytjum svo til útlanda á auðvitað að vera rosa vel tekið á móti okkur. Afhverju eigum við þá ekki að taka vel á móti þeim sem vilja flytjast hingað? Í augum Vesturlandabúa eru innflytjendur bara frá austurlöndum og Asíu. Gott dæmi um þetta er kona bróður míns sem er frá Þýskalandi og vinnur sem kennari í dönskum menntaskóla. Einn daginn var hún á kennarastofunni og voru samstarfsmenn að tala um innflytjendur í Danmörku. Kona bróður míns benti þeim á að hún væri innflytjandi. Svarið var: ,,nei þú ert ekki þannig innflytjandi!" Ég held því fram að mikill meirihluti þeirra sem koma hingað til lands koma hingað til að vinna og lifa við mannsæmandi kjör. Innflytjendur vinna vinnu sem við Íslendingar þykjumst vera of snobbuð fyrir, t.d. í fiski. Jafnvel eru dæmi um það að menntaðir læknar frá austurlöndum sem flytja til Evrópulands hafa ekki fengið vinnu á spítala vegna uppruna síns.
Mér finnst líka asnalegt að nota orðalagið að takmarka innflutning innflytjenda. Það eru ekki við sem erum að flytja þetta fólk inn í landi. Þau kjósa að koma hingað. Ég ætla að stofna flokk sem takmarkar útflutning Íslendinga.
Smá um fuglaflensu.
Þegar ég kom heim áðan var ég næstum því búin að keyra niður máv. Þannig var mál með vexti að einhver hafði helt niður skyrdrykk og var mávurinn að gæða sér á þessari líka góðu mjólkurafuð. Ég held að hann deyi ekki úr fuglaflensu.
<< Home