--> Jackie

JACKIE

 

 

 

 

 

29.7.04

verslunarmannaHelgi...


haha, fyndið!

jæja, næstum vika síðan síðasta blogg var ritað. Síðasta helgi var mjög fín, ég var líka mjög fín.  Ég fór í brúðkaup til fræknu minnar.  Ég fór niðrí bæ í dressinu.  Mér leið eins og illa gerðum hlut svona fín.  En það var samt gaman.  Brúðkaupið var æðislegt og ég snökkti alla krikjuna.  Hvernig verð ég þegar systikyni mín, ég sjálf eða börnin mín giftast?  Næst ætla ég að taka með mér vasaklút. Þetta var svo fallegt.  Veislan var líka falleg.  Rosalega góður matur, humarsúpa (mitt uppáhald), kalkúnn, lamb og meðlæti og ofur súkkulaði kaka í desert.  Svo voru skemmtilegar ræður og skemmtiatriði.

En nú að nútímanum.  OfurHelgi að ganga í garð.  Afmæli hjá Kára á föstudaginn.  Svo tekur hið óvænta við.  Það er búið að loka Úthlíð fyrir yngri en 25 ára, sem er skítt.  Fleiri tjaldstæði eru að setja aldurstakmark.  Mér finnst þetta asnalegt og sendi því póst á dægurmálaútvarpið, þau eru að kanna þetta.

Ég er að fara í þrítugsafmæli á eftir til kærustu bróður míns, gaman.  Fer fyrr úr vinnunni, best að gera eitthvað að viti þennan síðasta klukkutíma.

Þar sem enginn gaf sig fram sem 4000 gesturinn þannig að ég fæ þetta sniðuga sem var í verðlaun.


|

23.7.04

jæja sagði maðurinn, meira sagði hann ekki þann daginn

nú er ég komin aftur í vinnuna eftir annan veikindadag.  Ég er ekkert búin að hósta síðan í nótt, jibbí!  Skrítið, alla þessa hóstadag hef ég vaknað klukkan fimm til að hósta og sofið svo til klukkan átta og vaknað á undan klukkunni.

Helgin er fullbókuð að viðburðum með skemmtilegu fólki.  Ã� kvöld er partý hjá Hildi.  Ég hlakka mjög mikið til.  Ég ætla að vera á bíl.  Ã� morgun fer ég svo í brúðkaup, kvöldbrúðkaup.  Rauði kjóllinn og rauða naglalakkið er tilbúið.  Oh ég hlakka svo til.  Ég keypti mér líka þennan æðislega kjól.  Það verður skrítið að fara í honum niðrí bæ og háu hælunum.

Þá er best að fara að gera eitthvað hérna.  Sjáumst í kvöld.

Ã� tilefni þess að fólk er í bloggsumarfríi ætla ég að lífga aðeins upp á bloggið mitt og vera með getraun hvaða bók er ég að lesa núna og eftir hvern er hún? Ef einhver getur rétt án vísbendingar fær sá hinn sami stóran Thule í gleri á Kaffibarnum, svo það er til mikils að vinna

 

|

20.7.04

ég ældi næstum því sjálf............

enn einn staðurinn er kominn á svarta lista skemmtistaða, Vegamót!  Hann ásamt Felix verma fyrstu sæti þessa lista.  Vegamót komst á þennan lista eftir mjög svo óskemmtilegt atvik sem ég lennti í á laugardaginn.  Ég var á barnum uppi að panta mér drykk og legg framhandlegginn á barborðið.  Eftir um hálfa mínútu finn ég að ermin á jakkanum mínum er blaut.  Ég lít á jakkan og er þá bara ekki þessi ógeðslega æla á honum.  Þá ældi ég næstum því sjálf.  Ég læt bargelluna vita að það sé æla á barnum og hún segir kæruleysislega: æi já það ældi einhver á barinn áðan!  Hugsið ykkur viðbjóðinn.  Ég lét hana því kurteislega vita að það væri ennþá æla á borðinu því jakkinn minn væri allur út í ælu.  Haldiði að gellan hafi bara ekki sagt nei við mig.  Ég svaraði henni bara víst að það væri æla á borðinu.  Það var samt kannski meira að það hefði verið æla og ég þurrkað hana upp með elskulegum carhartt jakkanum mínum.  En annars var djamm helgarinnar skemmtilegt.
 
Þá er komið að næstu Hróaskeldu færslu:
Fimmtudaginn 1.júlí
Eftir góðan svefn var farið á fætur.  Hrefna og Gussa náðu í bíldrusluna til Roskilde.  Planið okkar rústaðist m.a. vegna þess hve þessi bíll var mikil drusla, fór ekki í gang o.s.fv.   En eftir mikla leit af gúmmístígvélum var lagt af stað (Það er sko ekkert grín að fá gúmmístígvél í Köbenhavn).  Þegar við mættum á tjaldsvæðið þar sem Helgi Páll og Gussa höfðu tjaldað tjaldi Helga og Hauks og Öglu kom það í ljós að aðeins himininn af tjaldi Hauks og Öglu var eftir.  Leit hófst því að nýjum stað til að tjalda á og eftir mjög langa göngu fundum við pláss á M-svæðinu, sem er mjög langt frá innganginum þar sem við komum inn.  En við tjölduðum á fínu svæði, engin drulla og GRAS, en það sást ekki mikið af því á svæðinu.  Ég tjaldaði mínu elskulega tjaldi og hlustaði á Korn.  Ég, Haukur og Agla náðum svo síðustu lögunum með Tim Christensen.  Það var mjög fyndin stemmning tónleikunum, allir Danirnir sungu með.  Ég keypti mér svo diskinn með kauða.  Eftir þetta var svo djammað, stuð stuð!
 
Ég veit ekki hvort þið voruð búin að frétta en ég og Gussa erum heimsfrægar í Danmörku.  Það var sýndur einhver þáttur frá festivalinu (hvernig var hann annars?)  og í auglýsingatreilernum er ég að pissa og Gussa að standa fyrir.  Mig langar til að sjá þetta.......en samt ekki!

|

15.7.04

Komin heim

Jæja þá er ég komin heim á Frón, ég mundi ekki alveg kalla landið mitt Frón í dag því núna kl. 9 er 14 stiga hiti! Geri aðrir betur.

Nokkur fréttaskot sem mér finnst vert að athuga:
- S1 ætlar að senda út leiki með ENSKUM þul, shit hvað ég er mikið á móti því, nóg er um ensk áhrif í okkar yndislega máli.
- Brasilía tapaði fyrir Paragvæ 1-2 í riðlakeppni S-Ameríkukeppninnar í knattspyrnu. Hehe mér finnst það fyndið.
- Gerið ykkur klár fyrir Hróaskeldu 2005 en hún verður haldin 30.júní- 3.júlí. Jibbí! Gussa, Agla og Hrefna eigum við að stefna að skipulagsfundi í febrúar?

Annars hef ég ákveðið að taka ferðasöguna í nokkrum hlutum. Ég nenni ekki að skrifa 12 daga ferðasögu á einum degi.

Miðvikudagurinn 30.júní
Leiðin út

Vaknaði mjög snemma og var mjög þreytt í fluginu. Ég var það þreytt að ég svaf í take offinu (hef aldrei gert það áður), svaf þegar ég borðaði yndislegu eggjarhræruna sem var í morgunmat og vaknaði ekki fyrr en freyjan bað mig um að reysa sætisbakið upp fyrir lendingu. Ég kom því úthvíld til stelpnanna. Hrefna tók á móti mér á Nörreport og við drösluðum dótinu upp ógeðslega stigann á Nörrebrogade 50. Best að taka það fram að ég var með 14 kg í yfirvigt en var það heppin að ungur strákur tékkaði mig inn og ég brosti bara sakleysilega þegar ég sá kílófjöldan. Skilaboðin sem ég fékk frá honum var að muna að næst þegar ég færi út þá mætti ég bara vera með 20 kg! En allavegana, eftir líkamsrækt þessa dags fórum við í bæinn að hitta Björt og Gussu. Markmið dagsins var að finna stígvél og það var sko ekkert auðvelt. En að lokum fundust þau og við allar fórum sáttar heim. Um kvöldið var djammað, upphitun fyrir hátíðina. Það var rosa fjör, ég er samt farin að rugla saman öllum djömmunum sem tekin voru.

Fyrir þá sem ekki hafa tekið eftir því en þá er ég farin að Mblogga. Ég keypti mér líka þennan flotta síma á leiðinni heim. Kannski að myndum fjölgi þegar nær dregur helgi.

Hvert er svo planið fyrir Verslunarmannahelgina?

|

6.7.04

Hroaskelda var feit. meira um tad seinna.
Fer a morgun til Ragga brodir a Jotlandi, jibbi!
En vitid hvad eg og gussa letum i adan a Moose?
Tveir svartir dudes fra jamice ætludu ad gleypa okkur, teir letu okkur ekki vera. eg var sem betur fer svo snidug ad ljuga tvi ad eg ætti kærasta, sure!, en gaurinn ætladi ekki ad kaupa tad tvi ,,kærstinn minn" var a islandi. tetta var frekar fyndid!
En nog um tad....er farin ad sofa tek lestina til jylland kl. 10 i fyrramalid, goda nott!
Love ya!

|

my space

My Spacið mitt

vinir og vandamenn

Þórunn systir
Louisa í DK
Eve online
Guffi
Biggi
Heklurnar
Kristín Tómas
Ómar Framsóknaroddviti

RUVið

G Pétur
Davíð
Dóri
Lovísa og Gurrý
Gummi
Simmi

íslenskan

Svanhvít
Lára formaður
Sigurrós gjaldkeri
Tóta ritari
Tinna
Stígur
Eyrún

bekkurinn minn

Martin Parning
Martin Hjorth
Majbrit
Rivold

hitt og þetta

Drengene fra Angora
Sundfélagið Ægir
Jackie Mbloggar
Skólinn minn
RUV
Mímir
Rjóminn

myndir/billeder

Myndaalbúm
Myndaalbúm2
Afmælis- og Evróvisionpartý 2005
Færeyjar,fyrirparty,djamm a Islandi og DK
Raggi bro i Viborg, djamm i Køben og Viborg
Viborg og Køben m.a. afmæli Oglu
Efterårsferie, Viborg og Vild med dans
Julefrokost og Skolefest
Julefrokost (fredag)
Afmælis- og Evróvisionpartý 2006
Skólinn í Viborg HF 2 - vor/sumar 2007 NYTT

Færeyjarmyndir

Frá føreyingnum
Powered by Pixagogo
Myndir frá Bryndísi
Powered by Pixagogo
Sigurrós
Powered by Pixagogo
myndir fra Siggu
Powered by Pixagogo
Nokkrar myndir frá Eyrúnu
Powered by Pixagogo

Archives

11/01/2003 - 12/01/2003 12/01/2003 - 01/01/2004 01/01/2004 - 02/01/2004 02/01/2004 - 03/01/2004 03/01/2004 - 04/01/2004 04/01/2004 - 05/01/2004 05/01/2004 - 06/01/2004 06/01/2004 - 07/01/2004 07/01/2004 - 08/01/2004 08/01/2004 - 09/01/2004 09/01/2004 - 10/01/2004 10/01/2004 - 11/01/2004 11/01/2004 - 12/01/2004 12/01/2004 - 01/01/2005 01/01/2005 - 02/01/2005 02/01/2005 - 03/01/2005 03/01/2005 - 04/01/2005 04/01/2005 - 05/01/2005 05/01/2005 - 06/01/2005 06/01/2005 - 07/01/2005 07/01/2005 - 08/01/2005 08/01/2005 - 09/01/2005 09/01/2005 - 10/01/2005 10/01/2005 - 11/01/2005 11/01/2005 - 12/01/2005 12/01/2005 - 01/01/2006 01/01/2006 - 02/01/2006 02/01/2006 - 03/01/2006 03/01/2006 - 04/01/2006 04/01/2006 - 05/01/2006 05/01/2006 - 06/01/2006 06/01/2006 - 07/01/2006 07/01/2006 - 08/01/2006 08/01/2006 - 09/01/2006 09/01/2006 - 10/01/2006 10/01/2006 - 11/01/2006 11/01/2006 - 12/01/2006 12/01/2006 - 01/01/2007 01/01/2007 - 02/01/2007 02/01/2007 - 03/01/2007 04/01/2007 - 05/01/2007 05/01/2007 - 06/01/2007 06/01/2007 - 07/01/2007 07/01/2007 - 08/01/2007 08/01/2007 - 09/01/2007 09/01/2007 - 10/01/2007 10/01/2007 - 11/01/2007 11/01/2007 - 12/01/2007 12/01/2007 - 01/01/2008

Powered By



Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com