--> Jackie

JACKIE

 

 

 

 

 

29.12.03

Ótrúlegt hvað blog er góður vinur litla mannsins þegar maður er lokaður inni og hefur ekkert að gera.

|

Úff þvílíkur snjór og þvílíkt leti frí. Æ ég held það sé ágætt sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að ég ætla mér að taka 18,5 einingar í skólanum. Annars er ég búin að hafa martraðir vegana skólans og einkunna. Mig er búið að dreyma að ég hefði fallið í einhverju fagi, bæði í prófinu og endurtektinni. Tákna draumar ekki alltaf það öfuga? Þannig að ég er að fara að dúxa skólann (ég vona það allavegana).
Helgin var tekin með trompi. � föstudaginn fór með stelpunum til Kristínar Tómas og svo niðrí bæ. Ég var allt í einu komin ein inn á Hverfis og næstum því búin að deyja nokkrum sinnum í röðinni. Mér til mikillar lukku var Hildur (líka ein????) þar þannig að við bara tjúttuðum. � laugardaginn hittumst við heima hjá Sögu og vorum að spila. Byrjuðum á Gettu betur og mér til mikillar undrunar er ég ekkert svo vitlaus í þessu spili (trúið mér Arnar, Einar og Dagmar!!!!). Svo fórum við í Trivial og svo í byen. Byrjuðum á Ölstofunni að hitta systkini mín, Þórunni og Ragga. Það var frekar eldra fólk þar (eins og systkini mín eru, híhí) þannig að við færðum okkur yfir á Vegamót. Ég og Eva kíktum svo einn hring á Prikið og hittum svo restina á Kaffibarnum. Ég, Guðmunda, Hrefna og Siggi P vorum þar svo til kl.7. úff úff. Ég varð fyrir hrikalegri lífsreynslu á Kaffibarnum. Ég var að bíða í röðinni eftir klósettninu og það voru 3 gaurar á undan mér. Ég fór að segja þeim að þeir þyrftu sko að drífa sig að pissa því annars yrði ég brjáluð. Einn gaurinn sagði þá: Við þurfum ekki að pissa. Ég ákvað að vera rosa saklaus og ekki að pæla hvað þeir væru að fara að gera. En þeir voru svaka fljótir og ég fór inn á klóið. Ég lyfti upp klósettsetunni og viti menn þar ofan í var lítill glær plastpoki og upprúllað blað. Hvert er þetta djamm að fara???? Það eru allir útúr kókaðir. Þetta er algjört ógeð. Ekki nema von að það séu slagsmál útum allt. Sem dæmi má taka mitt djamm um þessi jól. Ég er búin að lenda í því að vera inní miðjum slagsmálum á prikinu og ég hrundi í gólfið og fékk massa marblett á hendina. Svo þegar ég er að labba út af Hverfis á föstudaginn þá hrindir mér einhver þannig að ég dúndra hnéskelinni í dyrakarminn á útidyrahurðinni og ég fæ annan massa marblett!!!!!!!!!!!!!!!!
En ég ætla að halda áfram að leggja mitt að mörkum og vera góða stelpan á djamminu (ein af fáum eftir).
En nóg af þessu.
Hvernig er stemmningin annars fyrir gamlárs????

|

26.12.03

Vona að allir hafi átt góða daga með fjölskyldu og vinum. Það hafa alla vegana verið góðir dagar hjá mér. Fékk góðar jólagjafir í ár. Eiginlega það merkilegasta er að ég fékk minn fyrsta hlut í búið, svona tissuestatíf til að hafa inn á baði. Nú get ég næstum farið að búa. Ég fór svo í jólaboð til ömmu í dag og borðaði yfir mig af kökum úff mér er sko ennþá illt í mallanum.
Ég ætla að reyna að sofna. Sjáumst ef til vill á tjúttinu á morgun. Annar í jólum tjútt er alltaf skemmtilegt!!!!
Góða nótt.

p.s. rakst á þetta um daginn, botn 100 yfir lélegustu bíómyndir og svo top 250.Ég er að pæla í að fara að horfa á þær myndir sem ég hef ekki séð.

|

23.12.03

Þorláksmessa er dagurinn þegar ég borða saltfisk, fer í afmæli til föðursystur minnar og fer svo í cosy stemmningu í miðbæ Reykjavíkur.

GLE�ILEG JÓL!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

|

22.12.03

Nú styttist í jólin. Ég á bara eina jólagjöf eftir og hún verður keypt á morgun.
Helgin var alveg svakaleg, ég skemmti mér rosalega vel. Hér kemur skýrslan:
Föstudagur: Fór í íslenskupartý með Evu, Sunnu og Sögu. Það var mjög fínt. Ég, Sunna og Eva fórum svo í bæinn og fórum víða. Við byrjuðum á Kaffibarnum í góðu spjalli, fórum svo á Celtic kross og slógum í gegn. Svo lá leið okkar aðeins á ellefuna, kíktum aðeins á Ara í Ögri. Þar hitti ég fullt af fólki, Dagmar megaskutlu, Össa (7berg) með stúdentshúfu og í jakkafötum!!!!!!!! Ég er ekkert smá stolt af honum. Ég hitti líka Kópavogsvallarlið, Gísla ekki vin minn:-) og litlu strákana mína, Jóa, Ragga og Gunna. Svo fórum við á Prikið. Þar var dansað og djammað en skiptum svo aðeins yfir á Sirkus og svo aftur á Prikið. Mjög gott djamm og skemmti ég mér mjög vel, en það var ekki eins gaman að vakna daginn eftir og fara að vinna (enda var alveg gert grín af mér). En nörd kvöldsins var ÉG, það kemst enginn með tærnar þar sem ég hef hælana í þeim málum.
Laugardagur: Fór fyrst í 20 ára afmæli til Þórunnar Völu. Drakk eitt freyðivínsglas og át salthnetur. Gott afmæli. Þaðan lá leiðin á NASA þar sem Louisa hélt upp á afmælið sitt. Sökum þynnku gat ég ómögulega drukkið, var í 2 tíma að drekka eitt glas af GRÆNNI bollu. En svo kom þetta hægt og rólega. Fór svo og hitti stelpurnar á Setustofunni. Shit, það var ekkert smá stappað og geggjuð stemmning. Hittum Alla og Ægi, þeir eru svo mikið æði. Svo spiluðu FL nokkur lög og eftir það hélt Benni að spila eðal hiphop tóna. Við fórum svo á Prikið og héldum áfram að tjútta, kíktum svo á Kofann og Kaffibarinn. Eftir það var haldið heim á leið. Þetta kvöld var enginn nörd kvöldsins en brandara kvöldsins átti Steini (vinur Sigga frænda hennar Dagmar). Hann var að bjóða stelpum sem komu á barinn í glas, pantaði Eskimóa sem var vatn og grenadin. HAHAHAHAH það var frekar fyndið.
Er bara í góðu jólachilli, á reyndar eftir að sauma pilsið sem ég ætla að vera í á aðfangadagskvöld, en hey ég hef alveg 2 daga til stefnu.
Well er farin að halda áfram að chilla.
Laters..................pease.

|

19.12.03

Vá ég alveg steingleymdi að segja aðalfréttina. Hörður bróðir er búinn að fá vinnu sem flugmaður hjá MESA AIR. JIBB�! Hann byrjar á að fara í þjálfun á vélar og svo byrjar hann að fljúga. JIBB�!

|

Góðan daginn!
Ég er vöknuð og meira að segja mætt í vinnuna:-) en úff hvað ég er þreytt. Það tekur á að vera í prófum. Mér gekk vel í málfræðiprófinu og gat ég því labbað út með bros á vör. Ég og Dagmar skelltum okkur svo í bjór til Tomma á Kringlukránna, takk Tommi, og fórum svo að versla. Ég hélt svo áfram í Smáralindinni. Nú er ég næstum búin með julegaverne. En nóg af því.
� kvöld verður djammað, pæjudjamm, og eru þá engir strigaskór heldur high heels og varagloss. Reyndar ekkert planað en kvöldið leggst vel í mig. Ég get reyndar ekki djammað neitt svaka mikið því ég er að fara í TVÆR körfuboltaútsendingar á laugardaginn. En á laugardaginn þá verður svakadjamm, jibbí! Góð dagskrá á Setustofunni, svona fyrir ykkur sem vitið ekki hvað þig eigið að gera um helgina.
Jæja, ég er farin að vinna.
Pease!

|

16.12.03

Jæja krakkar mínir það lítur ekki út fyrir að það verði jólasnjór þessi jólin. Allavegana hef ég enga trú á því þegar það er rigning og 8 stiga hiti nokkrum dögum fyrir jól.
Ég var að fá heildareinkunn fyrir Bókmenntafræði dauðans. Ég fékk 5,5:-) og er ég bara nokkuð sátt við það. Ég veit ekki enn hvað ég fékk fyrir bókmenntarýnina, leikdóminn og prófið sitt í hvoru lagi en það kemur í ljós bráðum.
Ég er búin að vera frekar löt að læra fyrir málfræðina í dag. Ég vaknaði kl. 14 eftir 11 tíma svefn. Ég er algjörlega búin að snúa sólarhringnum við. Þannig að ég verð eitthvað að læra frameftir. En áðan fór ég í sund og synti alveg 1000 metra. Dugleg María.
En jæja er að fara að borða og svo læralæralæralæralæralæralæralæralæralæra......
Þangað til seinna......respect

|

14.12.03

LOKSINS LOKSINS náðist Saddam!!!!! En við megum ekki gleyma að þetta stríð er búið að vera útí hött!

Eg er í vinnunni núna, svaka spennó leikur í gangi Frakkland-Ungverjaland úrslitaleikur á HM kvenna í handbolta. Mæli með því að þið horfið á hann í kvöld kl. 23:41.
Ég var mjög róleg í gær, var bara heima að sauma í góðu chilli. Kláraði reynar ekki kjólinn en hann verður tilbúinn fyrir laugardagskvöldið. Því þá er ég að fara í afmæli hjá Louisu á NASA og það vill svo heppilega til að Quarashi er að spila, JIBB�!

Jæja ég ælta að fara að búa til skilti og athuga hvort grafíkin sé ekki í lagi.
Þangað til seinna!
Pease

|

12.12.03

Þá er enn og aftur kominn föstudagur aka flöskudagur. Var að vinna í dag það var gaman. Allt á fullu á íþróttadeildinni verið að klára annálana. Kom heim og lagðist upp í sófa. Svo kom Snúlli minn og kúrði hjá mér. Ef Snúður væri mennskur karlmaður væri hann örugglega fullkominn kærasti og hann væri kærastinn minn. Ég elska Snúlla minn.
Er að fara í kvöld á útgáfutónleikar hjá Skyttunum frá Akureyri. Það verður örugglega mjög gaman. Svo er líka jólaglögg RUV, maður verður nú að kíkja þangað. Þegar ég fór í dag voru gaurarnir búnir að setja upp barinn fyrir bjórinn og voru að setja upp hátalara og svoleiðis. Spennó!
Jæja, ég ætla að fara og finna pæjudressið.

pé punktur ess punktur
Nokkrir ónefndir aðilar höfðu svaka áhyggjur af mér eftir að ég lísti því yfir að ég kynni ekki að elda. En ég er miklu betri í að baka enda er bakaragen í ættinni. En í kvöld þá eldaði ég dýrindismáltíð, pasta með knorr spagettísósu og sveppum og maíisstöngul!

|

11.12.03

Jæja börnin mín. Ég held að það styttist í það að góðu karlarnir í hvítu sloppunum komi í heimsókn til mín. Maður er svo ruglaður þegar maður er búin að sitja inní herbergi í viku og lesa fyrir próf en best að ég byrji á byrjuninni.
nr.1 ég er búin í Bókmenntafræðiprófinu, JIBB�!!!!!!!
nr.2 ég er brjáluð út í alla menn og konur sem kalla sig þingmenn.
nr.3 ég var andvaka í nótt því ég var svo spennt/STRESSU� fyrir prófið.
nr.4 ég er ein heima, JIBB�!!!!!!!!

nr.1 Prófið gekk ágætlega. Ég verð hissa ef ég fell. Meira ætla ég ekki að tjá mig um það.
nr.2 ég nenni ekki að skrifa um þetta mál. Lesið bara Moggann og þið komist að niðurstöðu.
nr.3 ég komst að alls konar sniðugu þegar ég var andvaka. Ég var alveg að gefast upp á því að geta ekki sofnað þannig að ég ákvað að telja kindur. Mér var sagt að það virkaði. Ég prófaði líka að telja hesta og kýr en komst að þeirra niðurstöðu að hvítu hreinu kindurnar voru mest róandi. Ég ímyndaði mér kindur að hoppa yfir grindverk sem hefur verið ca 2x1m brúnt að lit. Ok fyrst var ein kind sem kom hlaupandi og hoppaði yfir, þá fór ég að pæla hvert þessi kind ætti að fara. ég komst að þeirri niðurstöðu að láta hana hoppa yfir aftur og aftur. En grey kindin var orðin svo þreytt og ég var ekki að sofna þannig að ég gaf henni frí. Ég ákvað þá að setja kindurnar í beina röð og láta eina í einu hoppa yfir. En þá kom upp vandamál, hvert áttu allar kindurnar að fara? Þær söfnuðust saman í stóran hóp öðru megin við grindverkið og þegar ég var komin upp í 150 þá var voða lítið pláss eftir fyrir fleiri kindur. Þá gafst ég upp á þessum ansalega leik og komst að þeirri niðurstöðu að þetta er ekki leið til að sofna. Svo loksins um kl. 2 þá kom Óli lokbrá í heimsókn.
nr.4 ég er ein heima. ég get hlustað á tónlist og hækkað vel meðan ég er að borða, ég get gengið í suðusúkkulaðið að vild (verst að mamma kemst að því þegar hún kemur heim), ég get notað eins mörg glös og ég vil. Ég get sungið meðan ég er að elda mínu girnilegu Foraarsruller (verst er að mamma og systir mín eru ekki heima og ég man ekki hvernig ég á að sjóða hrísgrjón) þannig að ég fékk mér bara gúrku með Foraarsrullunum mínum. namminamm.
Jæja ég ætla að fara að gera eitthvað sniðugt og tryllt og njóta þessara daga sem ég er ein í höllinni, því ég verð það sko ekki um jólin!!!!!!!!
ÞA� ER EKKI GÓ FYRR EN BÓ SEGIR GÓ!

|

10.12.03

Trall la la la la!
� morgun er fyrsta prófið! Ég er ekki búin að vera dugleg í dag. Var að lesa en var samt ekki að lesa, var eiginlega bara að horfa á skrift mína sem ég nefni krot. Ég er eiginlega mest stressuð um að hann �rmann Jakobsson (kennarinn minn) eigi ekki eftir að skilja krotið mitt. Hann hlýtur að gera það því hann krotar verr en ég. Fór í morgun til læknis og það er ekki frásögu færandi nema að ég er með ofnæmi fyrir brúnum plástri. Það er gott fyrir ykkur að vita ef þið þurfið að fara með mig á ER (þ.e.a.s. ef ég get ekki svarað sjálf) og það er verið að hlaupa með rúmið og þið eruð spurð hvort ég sé með ofnæmi fyrir einhverju þá getið þið sagt, já hún er með ofnæmi fyrir brúnum plástri (ég er reyndar líka með ofnæmi fyrir kremum með ilmefnum en það kemur spítala ekkert við). En vonandi þurfið þið og ég ekki að lenda í þessum aðstæðum.
Mér til mikillar lukku hringdi Eva í mig og spurði hvort mig þyrfti ekki að taka mér pásu frá bókmenntakrotinu, Ójú mín var til í það. Við kíktum aðeins á Prikið, það var gaman. Það er búið að breyta Prikinu aðeins. Þegar maður labbar inn þá er komið smá skilrúm, svaka sniðugt. Maður labbar ekki BEINT inn lengur heldur þarf aðeins að beygja til hægri. Bara að láta ykkur vita ef þið farið á Prikið í annarlegu ástandi. Ég væri nefninlega alveg vís til þess að labba beint á vegginn:-)
Jæja, best að horfa á ER og fara svo að lesa og lesa. Fer í prófið á morgun kl.13:30. Endilega hugsið til mín!
Þangað til á morgun.....pease!

p.s. kannski kemur einhver á ER í ER með ofnæmi fyrir brúnum plástri, hehe

|

9.12.03

Úff einn dagur í próf, ég er orðin svoldið spennt. Ég er búin að glósa öll hugtökin og það tók heila stílabók. Svo er bara að nýta morgundaginn og lesa yfir glósurnar og læra þær. Ég ætla að gefa ykkur smá dæmi um hvað ég er að læra í Bókmenntafræðinni:
Úr kaflanum um byggingu:
Framandgerving: Tækni sem felst í því að hversdagsleg og sjálfsögð fyrirbæri eru sýnd með e-m hætti í nýju ljósi þannig að þau virki sérkennileg, furðuleg o.þ.h. Tilgangurinn er að fá áhorfandann/lesandann til að hugsa, gera hann gagnrýninn, vekju athygli hans á því sem hann er að hofa á svo hann gleymi sér ekki í innlifun. Hann er vitsmunavera sem getur nýtt sér skáldskapinn og dregið af honum ályktanir. �horfandinn á ekki að lifa sig inn í verkið. Dæmi: þegar leikarinn talar um/við tökumanninn.
Og svo eitt annað hugtak....
Flugsýn: Sögumaður hefur flugsýn. Sér vítt í fyrstu en þrengir síðan sjónarhornið smátt og smátt. Dæmi: Evrópa, Norðurlönd, �sland, Reykjavík, Miðbærinn, Hverfisgata 55, fólkið sem þar býr.
Bara til að fræða ykkur enn meira en þá finnst mér byggingin skemmtilegasti kaflinn í Bókmenntafræðinni. Fullt af hlutum sem maður hefur t.d. séð í bíómyndum eins og flugsýnin. Jibbí.

Annars er ég ekki búin að gera mikið annað en að læra í dag, hey jú ég fór út að labba. Eins og mér finnst leiðinlegt að labba í engum tilgangi. En ég er alveg að fríka út að vera inni allan daginn. Ég fékk einn eina staðfestinguna á því að ég hreyfi mig ekki nógu mikið þegar ég var að labba, mér varð illt í löbbinni. Það er ekki jákvætt. � fimmtudaginn ætla ég í sund og fríka út. Ég held nefninlega að minn elskulegi kisi, hann Snúður, sé orðinn svoldið leiður á ´fríka út öskrunum´ mínum.

Jæja þá í þetta sinn. Ég ætla að fara að gera eitthvað sneddí, hringja í Dagmar og bögga hana eða eitthvað.
Bið að heilsa ykkur í bili.
Respect!

|

8.12.03

Jæja þá er komin ný vika. Uss suss suss desember verður búin áður en maður snýr sér við og þá verður komið árið 2004! tjékkið á því.
Well, ég hef ekkert að segja því ég er ekkert búin að gera nema að læra. Núna er ég búin með öll ljóðahugtökin. Vona að eitthvað af þessu hafi farið á réttan stað í heilanum. Sögu hugtökin eru næst á dagskrá. Ætla að taka sögumanninn og sjónarhorn og persónur í dag. Svo á morgun ætla ég að klára glósuheftið og nota miðvikudaginn til að lesa allar glósurnar yfir og á fimmtudaginn er prófið. Hlakka til á föstudaginn þá ætla ég að fara að vinna, taka smá pásu frá lestrinum. Það er bara allt að gerast á föstudaginn. Það eru útgáfutónleikar hjá Skyttunum á Gauknum og eftirpartý á Setustofunni. Ég held að ég sé búin að plata Evu með mér en þið eruð velkomin að koma með. Svo er árlegt jólaglögg RUV. Jibbí! En ég djamma ekkert verð að læra fyrir málfræðiprófið og svo er ég líka að vinna laugardag og sunnudag:-)
Jæja best að kíkja aðeins út í þessari pásu minni. Ég var að fatta að ég var inni allan daginn í gær. Get ekki trúað því að það sé hollt.
Þangað til næst farið vel með ykkur og ekki gera neitt sem ég mundi ekki gera!
pease!

|

6.12.03

úff hvað þetta er búið að vera leiðinlegt laugardagskvöld:-( Það er eiginlega algjört möst að eiga kærasta á svona kvöldi......en hann er ekki til. Kom heim eftir þýska boltann og ætlaði að læra, nennti því eiginlega ekki og svo gat ég ekki lært því mamma og pabbi voru að setja upp skáp með borhljóðum og tilheyrandi. Ég lærði svo eftir mat og er núna aðeins hálfum degi á eftir áætlun í lestrinum. Æ, ég verð bara massa dugleg á morgun. En það var ágætt í vinnunni það skemmtilegasta sem gerist var að Sæmi var að reyna að kenna mér aðeins á mixerinn. Ég kann að setja grafíkina inn og skipta á milli kamera V�!!! núna er bara að demba sér útí mixer lærdóm, mér finnst það rosa spennó. Kvöldið í gær fór ekki eftir áætlun. Fór og sótti Evu og við fórum að kveðja Habbý en hún var að fara aftur ,,heim" til Köben. sniff sniff. Svo fórum við Eva aðeins á Kaffibrennsluna að spjalla til klukkan hálf tvö og svo einn rúnt. Það var mjög gaman. En það var ekki eins gaman að vakna í morgun eða í dag. Gat ómögulega farið á fætur fyrr en rétt fyrir klukkan eitt (átti að vera mætt í vinnuna klukkan hálf tvö).
Jæja best að fara að sofa svo ég geti vaknað fyrir kvöldmat á morgun, hehe.
Góða nótt.
pís

|

5.12.03

Að læra skemmti ég mér trall la la la la trall la la la la!
Já þá er Bókmenntafræðitörnin byrjuð og hún er bara ekkert svo slæm. Ég reyndar vaknaði alltof seint í morgun þannig að ég verð e-ð fram eftir að læra. Svo var María svaka sniðug og sagði já við Gulla íþróttapródusent að taka þýska boltann á morgun. En það er kannski ekkert svo slæmt frá kl.14-16:30. Skriftu ræfillinn sem var að pródúsent:-)
En svo tekur við lærdómur og ekkert annað.
Jæja ætla að klára kaflann sem ég er í núna, er að lesa um bragahætti, ferskeytlur, hexametur og vikivaka. Og svo að horfa á Idol og svo að halda áfram að læra og svo að fara að sofa:-)
jibbí.

|

4.12.03

Jæja þá er kominn fimmtudagur. Alveg hreint ótrúlegt. Ég fattaði það ekki fyrr en Eva hringdi í mig og sagðist vera í matarhléi í vinnunni. Þá hugsaði ég, uuuuu vinnunni? já það er fimmtudagur:) Jackie alltaf jafn sniðug. En allavegana þá er ég búin að skila ritgerðinni. Ætlaði að vera svaka tæknivædd og skila henni á e-maili en þegar ég var að fara ýta á senda þá hljóp ég inn í stofu til mömmu eins og þriggja ára smástelpa og vældi, ég get ekki skilað ritgerðinni!!!!! (úff ég ætti eiginlega ekki að vera að segja frá þessu, en whatta fuck!) svo mín elskulega mamma keyrði mig upp á RUV til að prenta út ritgerðina (þurfti að skila í laserprenti) og keyrði svo alla leið út í �rnagarð svo ég gæti sett ritgerðina í hólfið hjá honum Jóhannesi Gísla. Mamma er æði. � heimleiðinni keypti ég mér langþráðan súkkulaði shake.
En dagurinn í dag var mjög fínn. Lærði bókmenntafræði, fór í bæinn og hitti Sunnu og Habbý. Við fórum á nýja Devitos staðinn,mmmmmm! og svo röltum ég og Habbý niður Laugarveginn. Það var gaman. Ég keypti mér meira að segja TVO boli, pæjuboli (kem að því á eftir). Gaman að hitta Habbý mína aftur. Hef ekki hitt hana síðan í sumar og svo kemur hún ekki um jólin:(
En aftur að pæjunni. � minni myglu í gær með frunsu og allt þá ákvað ég að djammið um þessi jól verða pæjudjömm. Ég ætla að nota háu hælana mína (sem eru uppáhaldsdótið hennar Rebekku litlu frænku núna, hún er líka búin að biðja mig um að gefa sér þá þegar þeir passa ekki lengur á mig, hehe). Þið sjáið ekki Jackie í strigaskóm á djamminu um jólin. þó að það sé miklu þægilegra + að ég er e-ð smá tognuð í ilinni. Þá er það staðfest, pæjudjamm!!!!! stelpur staðfestið pæjudjamm í commentakerfið!
Er að passa núna, ekki eins og það sé erfitt. Rebekka sefur og ég ætti að vera að læra. � morgun verður tekið á því í bókmenntafræðinni,yeah!
Vá ég var næstum því búin að gleyma, ein strætósaga áður en ég hætti. Ég var í 18 í dag á leiðinni heim úr bænum og fyrir aftan mig sitja tveir strákar í 8-9 bekk, annar þeirra er e-ð þroskaheftur. En jæja þeir voru svaka kúl og náðu að smygla kókdós inn í strætó, yeah. En gaurinn með kókdósini hellti á úlpuna sína sem hann keypti í 17 og þeir fór að tala um úlpurnar sínar. Þá segir gaurinn með kókdósina: ,,sko það er geggjað gott að vera freðinn í þessari úlpu!" ok ég hugsaði bara úff þvílíkt töff úlpa marrr ég ætla sko að fá mér svona úlpu. Og grey þroskahefti gaurinn sem var eiginlega leikfang gaursins sem átti úlpuna bara hló og fannst þetta geggjað cool. Svo fara þeir e-ð að tala um stelpur og svoleiðis en svo segir úlpugaurinn allt í einu: ,,yo marrr ég fékk bara sár í nefið eftir laugardaginn, shit fokking cool"
þroskahefti gaurinn: (geggjað hissa)afhverju, dude?
gaurinn í úlpunni: spíttið marr spíttið!
þá hugsaði ég: afhverju eru þessir gaurar ekki í skólanum? hvar eru foreldrarnir?
en nei þá fær úlpu gaurinn símtal sem hljóðar svona:
hei pabbi hvenær ferðu til jóa? geturðu ekki reddar kartoninu, ekki neitt marlboro ógeð marr, þær eru ógeðslegar!!!!!
Úff mér leið eins og í helvíti. Ekki er þetta unga fólkið í dag. Og ég sem er að hafa áhyggjur af því að djamma og drekka BJÓR. úff! stuttu eftir þetta kemst ég loksins útúr strætó og heim og reyni að gleyma þessum strákum. Ég gleymdi þeim reyndar alveg strax.
jæja þið skiljið örugglega ekkert í þessari vitleysu sem ég var að skrifa en allavegana er ég farin að lesa bókmenntafræði.
respect!!!

|

3.12.03

Enn einu sinni er ég í klemmu. Það gengur eitthvað erfiðlega að klára þessa ritgerð. Ég er búin að klappa Snúlla mínum, hlusta á nokkur vel valin Fugees lög og gamla Quarashi slagara og svo Morzart og þá fékk ég hausverk og komst endanlega að því að andinn vill bara ekki vera memm í dag. En það eru fleiri í vandræðum en ég með þessa ritgerð. Var að tala við Dagmar á MSN og svona hljóðaði okkar samtal:

Jackie Brown rich bitch - jackieindaclub.blogspot.com says:
:S
Dagmar says:
hvað? ekki allt í gúddí
Jackie Brown rich bitch - jackieindaclub.blogspot.com says:
ég hef ekkert að skrifa um í lokaorðum
Dagmar says:
það kemur
Jackie Brown rich bitch - jackieindaclub.blogspot.com says:
æi mig langar svo til að klára þetta
Dagmar says:
Taktu þér bara smá frí
Jackie Brown rich bitch - jackieindaclub.blogspot.com says:
hvernig gengur þ
Jackie Brown rich bitch - jackieindaclub.blogspot.com says:
þér
Jackie Brown rich bitch - jackieindaclub.blogspot.com says:
smá frí ég er búin að vera í fríi í allan dag!
Dagmar says:
Þetta mjakast
Dagmar says:
mjjjöööögggg hægt
Jackie Brown rich bitch - jackieindaclub.blogspot.com says:
hvað eru lokaorðin þín löng?
Dagmar says:
hálf síða komin, verur pínu lengri
Dagmar says:
verður
Jackie Brown rich bitch - jackieindaclub.blogspot.com says:
shit! hálf síða!!!!!!!!!!!!!!!
Jackie Brown rich bitch - jackieindaclub.blogspot.com says:
ég er með 8 línur
Jackie Brown rich bitch - jackieindaclub.blogspot.com says:
hvað ertu að skrifa?
Dagmar says:
Ég fer yfir þetta allt aftur
Dagmar says:
í styttra máli
Jackie Brown rich bitch - jackieindaclub.blogspot.com says:
mig vantar svona eitt stykki setningu til að loka ritgerðinni!
Dagmar says:
Inngangurinn er í bullinu hjá mér
Jackie Brown rich bitch - jackieindaclub.blogspot.com says:
minn eiginlega líka. ég er að tala um málþroska og svoleiðis svo skipti ég bara yfir og fer að tala um ljósalampa...eða svona næstum því
Jackie Brown rich bitch - jackieindaclub.blogspot.com says:
hey ég ætla að prenta rigerðina út og athuga hvort andinn komi ekki yfir mig

Og það ætla ég sko að gera núna. Læt ykkur vita á hvernig gekk.
Peace!

|

Bara stutt innskot áður en ég drullast til að klára ritgerðina......... jólasveinninn í dag er ekki að mínu skapi. Ekki vil ég að einhver jólasveinn taki elsku Snúlla minn. Mér finnst þetta ekki fyndinn jólasveinn!!!!!!!!!!

|

2.12.03

Jamm og jæja! Þá er kominn 2.desember. Hugsa sér! Ég vona að þið séuð búin að lesa um jólasvein dagsins en það er hann Lampaskuggi.
Ég er búin að gera MJÖG fátt í dag. Ég fór reyndar í ræktina í dag. Ekki oft sem ég geri það en ég ákvað að drífa mig. Hjólaði í 15 mínútur og synti svo heila 500 metra. Ég hafði ekki tíma fyrir meira því heitupottarnir voru alltof girnilegir. Ég var að hugsa eftir að hafa synt þessa skítnu 500 metra að ég verð alltaf jafn hissa hvað ég er í lélegu formi þegar ég loksins fer í ræktina eða sund. Þá hugsa ég ALLTAF ,,María! nú gengur þetta ekki lengur þú verður að vera duglegari að hreyfa þig" Svo fer ég heim og það líða 3 vikur þá fer ég aftur og hugsa aftur það sama. En NÚ VER� ÉG A� GERA EITTHVA� � M�NUM M�LUM!!!!!!! Mér til mikillar skelfinar ákvað ég að fara í Diesel pilsið mitt í vinnuna á sunnudaginn því það var langt síðan ég hafði farið í það og viti menn það hefur aldrei verið svona þröngt, það er samt ekki alveg þröngt....ennþá! Ekki misskilja mig. Ég er alls ekki feit en ég er orðin svo mjúk (pent orðað). Ég verð að styrkja mig. En vegna vissra aðstæðna get ég ekki farið í sund fyrr en í næstu viku (það hentar mér best að synda, I wonder why??). En ég ætla að fara út að labba til að vakna almenninglega á morgnanna.
Æi ég ætla að hætta að babbla um þessa vitleysu!!!!!!!!!
Ekkert hefur gerst í ritgerðinni í dag nema að ég las hana yfir í gærkvöldi og leiðrétti innsláttarvillur og breytti aðeins orðalagi á nokkrum stöðum. Ég ætla að klára hana á morgun. Það besta er að ég er bara nokkuð ánægð með þessa ritgerð enda er ég búin að vera endalaust lengi að skrifa hana. Seinni partinn á morgun eða á fimmtudaginn verður tekið á því í Bókmenntafræðinni. Þarf að kunna ÖLL hugtökin um ljóð og sögur. Maður kann nú eitthvað að þessu eftir að hafa skrifað ritgerðir dauðans. En það verða víst einhverjar lengri spurningar á prófinu og þá verður maður að geta svarað því.
Jæja ég ætla að hætta þessu áður en þetta verður meiri vitleysa.
Bið bara að heilsa ykkur þangað til næst...........respect.

pé punktur ess punktur ég auglýsi eftir einhverjum til að fara út í sjoppu fyrir mig og kaupa súperdós handa mér. Ég kemst nefninlega ekki og mamma nennir ekki. Þið sendið mér bara mail eða sms og látið mig vita. OK?!

|

1.12.03

Ég gleymdi............fyrir ykkur sem tókuð ekki eftir því en þá er ég búin að setja jóladagatal Baggalúts hér efst í hægra hornið. Skemmtilegt dagatal hjá Baggalútsstrákunum.

|

Vitið þig hvað ég er búin að vera dugleg í dag? Nei, þið vitið það ekki og getið ekki einu sinni ímyndað ykkur! Ég fór á bókhlöðuna í dag og skrifaði alveg heilan helling í ritgerðinni sem ég á að skila á miðvikudaginn, núna á ég bara eftir að klára innganginn og skrifa lokaorðin:-) Það var svo mikið af námsmönnum á Hlöðunni ég hef bara aldrei séð annað eins. Öll sæti upptekin og fullt af námsmönnum að leyta að sæti. Þetta var eins og á járnbrautarstöð bara aðeins hjóðlátara. Svo var heavy skrítinn gaur sem sat nálægt mér. Hann var alltaf að standa upp og labba nokkur skref og í nokkra hringi. Svo var hann alltaf að skoða sig í speglinum. Þá meina ég skoða sig, athuga hvernig buxurnar voru á honum, hvernig rassinn var í þessum buxum o.þ.h. bara eins og hann væri í fatabúð. Ég var skíthrædd við hann og var alveg viss um að ef ég færi frá tölvunni að þá mundi hann eyða ritgerðinni minni eða stela tölvunni. Þannig að ég sat bara þangað til ég gafst upp og fór í hádegismat. En ég setti tölvuna á standby til öryggis.
Ein svaka skemmtilega uppgötvun sem ég komst að....I´m a rich bitch! yeah. þetta verður góður mánuður og ég þarf örugglega ekki að nota jólagjafasjóðinn neitt rosalega mikið þannig að ég get eytt honum í DK um páskana (er að fara í skírn til bróður míns) og keypt mér fullt af fötum. Maður verður líka að spara fyrir allt djammið um jólin, úff djamm er einn af mínum stærstu útgjaldaliðum.
Jæja, hef ekkert að segja meira í bili. Best að skila bókum á bókasafnið meðan ég man eftir því.
Þangað til næst..............respect

|

my space

My Spacið mitt

vinir og vandamenn

Þórunn systir
Louisa í DK
Eve online
Guffi
Biggi
Heklurnar
Kristín Tómas
Ómar Framsóknaroddviti

RUVið

G Pétur
Davíð
Dóri
Lovísa og Gurrý
Gummi
Simmi

íslenskan

Svanhvít
Lára formaður
Sigurrós gjaldkeri
Tóta ritari
Tinna
Stígur
Eyrún

bekkurinn minn

Martin Parning
Martin Hjorth
Majbrit
Rivold

hitt og þetta

Drengene fra Angora
Sundfélagið Ægir
Jackie Mbloggar
Skólinn minn
RUV
Mímir
Rjóminn

myndir/billeder

Myndaalbúm
Myndaalbúm2
Afmælis- og Evróvisionpartý 2005
Færeyjar,fyrirparty,djamm a Islandi og DK
Raggi bro i Viborg, djamm i Køben og Viborg
Viborg og Køben m.a. afmæli Oglu
Efterårsferie, Viborg og Vild med dans
Julefrokost og Skolefest
Julefrokost (fredag)
Afmælis- og Evróvisionpartý 2006
Skólinn í Viborg HF 2 - vor/sumar 2007 NYTT

Færeyjarmyndir

Frá føreyingnum
Powered by Pixagogo
Myndir frá Bryndísi
Powered by Pixagogo
Sigurrós
Powered by Pixagogo
myndir fra Siggu
Powered by Pixagogo
Nokkrar myndir frá Eyrúnu
Powered by Pixagogo

Archives

11/01/2003 - 12/01/2003 12/01/2003 - 01/01/2004 01/01/2004 - 02/01/2004 02/01/2004 - 03/01/2004 03/01/2004 - 04/01/2004 04/01/2004 - 05/01/2004 05/01/2004 - 06/01/2004 06/01/2004 - 07/01/2004 07/01/2004 - 08/01/2004 08/01/2004 - 09/01/2004 09/01/2004 - 10/01/2004 10/01/2004 - 11/01/2004 11/01/2004 - 12/01/2004 12/01/2004 - 01/01/2005 01/01/2005 - 02/01/2005 02/01/2005 - 03/01/2005 03/01/2005 - 04/01/2005 04/01/2005 - 05/01/2005 05/01/2005 - 06/01/2005 06/01/2005 - 07/01/2005 07/01/2005 - 08/01/2005 08/01/2005 - 09/01/2005 09/01/2005 - 10/01/2005 10/01/2005 - 11/01/2005 11/01/2005 - 12/01/2005 12/01/2005 - 01/01/2006 01/01/2006 - 02/01/2006 02/01/2006 - 03/01/2006 03/01/2006 - 04/01/2006 04/01/2006 - 05/01/2006 05/01/2006 - 06/01/2006 06/01/2006 - 07/01/2006 07/01/2006 - 08/01/2006 08/01/2006 - 09/01/2006 09/01/2006 - 10/01/2006 10/01/2006 - 11/01/2006 11/01/2006 - 12/01/2006 12/01/2006 - 01/01/2007 01/01/2007 - 02/01/2007 02/01/2007 - 03/01/2007 04/01/2007 - 05/01/2007 05/01/2007 - 06/01/2007 06/01/2007 - 07/01/2007 07/01/2007 - 08/01/2007 08/01/2007 - 09/01/2007 09/01/2007 - 10/01/2007 10/01/2007 - 11/01/2007 11/01/2007 - 12/01/2007 12/01/2007 - 01/01/2008

Powered By



Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com