--> Jackie

JACKIE

 

 

 

 

 

27.9.04

Kraftaverkin gerast enn!

þetta er orðin klisja! Ég fór og hreyfði mig. Ég fór nefninlega í sund eftir skóla og synti heila þúsund metra. Nú er blóðrásin komin á fullt að troða sér í gegnum vöðvabólguna. Fór auðvitað í bestu laug landsins, Kópavogslaugina, vá hvað þetta var ljúft.

Nú er ég komin heim og er að undirbúa mig undir að fara að lesa. Veivei.

Var róleg um helgina. En ég verð ekki róleg um næstu helgi því þá er Haustferð Mímis, nánir upplýsingar á nýju Mímissíðunni!

|

22.9.04

London here I come!

já ég er að fara til London, reyndar ekki fyrr en í desember, en ég hlakka geggja til. Er að fara að heimsækja hana Sibbu mína sem var að vinna með mér á Kópavogsvelli hér í den. Ég ásamt mörgum öðrum sem eru í netklúbbi Iceland Express gleyptum við gylliboðinu. Ég er frekar sátt kemst til London fyrir 11.990 kr.!

Annars er það að frétta að ég er á fullu í skólanum. Er samt stödd í hálfgerðri skipulagsóreiðu. Markmiðið er að lesa upp á morgun og hinn og byrja svo á rosa skipulagi um helgina.

Af Mími er það að frétta að við höfum opnað nýja síðu, endilega tékkið!

|

12.9.04

ekki að standa mig í stykkinu þessa dagana, allavegana ekki bloggstykkinu.

En hvað um það. Fór á hörkuMímisDjamm á föstudaginn. Ferksmannaganga og svo á Prikið. Ef þið viljið hitta mig á djamminu þá eru miklar líkur á því að ég sé á Prikinu. Mímir náði nefninlega samningu um ódýrt áfengi við Prikið, ekki slæmt. Er búin að vera á haus í skólanum, Mími og Ægi. Er að undirbúa alþjóðlegt sundmót sem verður haldið í janúar. Svaka stuð.

Allavegana þá verður þetta stutt í kvöld. Ætla að klára greinina sem ég er að rembast við að lesa.

Laters!

|

8.9.04

mikið var að beljan bar...

jæja, blessað veri þeir sem lesa þetta blogg ennþá. Kannski að maður ætti að setja inn 10 mín í stundatöfluna, blogg101.

Var í áhrif kláms og ofbeldis í myndmiðlum. Horfðum á Natural Born Killers eins og leikstjórinn vildi hafa hana, meira ofbeldi og meira ógeð. Ég er alveg stjörf. Samt fín mynd. Meistarinn sjálfur (já, hvaða meistari haldið þið að það sé?) handritshöfundur. Ég er að pæla í að fara út á leigu á morgun eða um helgina og taka myndina sem kom í bíó. Þá hef ég samanburð.

Óheppin í morgun marr! Eyðilagði aðra linsuna mína, sem þýðir að ég er eineygð í dag. Ekki gott. Nú hefði ég átt að vera búin að kaupa mér gleraugu, en well.

Er farin heim á gula stóra bílnum mínum með einkabílstjóranum. Kannski að ég hleypi nokkrum upp í á leiðinni...en bara ef þeir borga!

|

1.9.04

skólalíf

jæja þá, þá er bloggsumarfríið búið.
Sumarið er búið að vera svakalegt og fær það hámarkseinkunn.
En nú 1. sept tekur alvaran við. Fyrsti skóladagur þessa skólaárs. Það sem liðið er af honum er ágætt, segi ekki meira. Vaknaði kl. 7:30 þegar ég átti að vera að hoppa upp í strætó. Hún mamma mín var svo góð að keyra mig því ég svaf svona líka svakalega yfir mig. Fyrsti tíminn, Inngangur að fjölmiðlafræði, var mjög áhugaverður. Ég býst við hörku námskeiði. Núna á eftir, kl. 11, er aftur tími. Ég sit því núna og chilla feitt.

Ég, Lára, Tóta og Sigurrós erum í fullum gangi að koma Mími af stað. Þetta leggst svaka vel í mig. � næstu viku er nýnemavika og veður þá fullt að gerast á vegum Mímis, spennó...........

Ætla að halda áfram að chilla.

Laters

|

my space

My Spacið mitt

vinir og vandamenn

Þórunn systir
Louisa í DK
Eve online
Guffi
Biggi
Heklurnar
Kristín Tómas
Ómar Framsóknaroddviti

RUVið

G Pétur
Davíð
Dóri
Lovísa og Gurrý
Gummi
Simmi

íslenskan

Svanhvít
Lára formaður
Sigurrós gjaldkeri
Tóta ritari
Tinna
Stígur
Eyrún

bekkurinn minn

Martin Parning
Martin Hjorth
Majbrit
Rivold

hitt og þetta

Drengene fra Angora
Sundfélagið Ægir
Jackie Mbloggar
Skólinn minn
RUV
Mímir
Rjóminn

myndir/billeder

Myndaalbúm
Myndaalbúm2
Afmælis- og Evróvisionpartý 2005
Færeyjar,fyrirparty,djamm a Islandi og DK
Raggi bro i Viborg, djamm i Køben og Viborg
Viborg og Køben m.a. afmæli Oglu
Efterårsferie, Viborg og Vild med dans
Julefrokost og Skolefest
Julefrokost (fredag)
Afmælis- og Evróvisionpartý 2006
Skólinn í Viborg HF 2 - vor/sumar 2007 NYTT

Færeyjarmyndir

Frá føreyingnum
Powered by Pixagogo
Myndir frá Bryndísi
Powered by Pixagogo
Sigurrós
Powered by Pixagogo
myndir fra Siggu
Powered by Pixagogo
Nokkrar myndir frá Eyrúnu
Powered by Pixagogo

Archives

11/01/2003 - 12/01/2003 12/01/2003 - 01/01/2004 01/01/2004 - 02/01/2004 02/01/2004 - 03/01/2004 03/01/2004 - 04/01/2004 04/01/2004 - 05/01/2004 05/01/2004 - 06/01/2004 06/01/2004 - 07/01/2004 07/01/2004 - 08/01/2004 08/01/2004 - 09/01/2004 09/01/2004 - 10/01/2004 10/01/2004 - 11/01/2004 11/01/2004 - 12/01/2004 12/01/2004 - 01/01/2005 01/01/2005 - 02/01/2005 02/01/2005 - 03/01/2005 03/01/2005 - 04/01/2005 04/01/2005 - 05/01/2005 05/01/2005 - 06/01/2005 06/01/2005 - 07/01/2005 07/01/2005 - 08/01/2005 08/01/2005 - 09/01/2005 09/01/2005 - 10/01/2005 10/01/2005 - 11/01/2005 11/01/2005 - 12/01/2005 12/01/2005 - 01/01/2006 01/01/2006 - 02/01/2006 02/01/2006 - 03/01/2006 03/01/2006 - 04/01/2006 04/01/2006 - 05/01/2006 05/01/2006 - 06/01/2006 06/01/2006 - 07/01/2006 07/01/2006 - 08/01/2006 08/01/2006 - 09/01/2006 09/01/2006 - 10/01/2006 10/01/2006 - 11/01/2006 11/01/2006 - 12/01/2006 12/01/2006 - 01/01/2007 01/01/2007 - 02/01/2007 02/01/2007 - 03/01/2007 04/01/2007 - 05/01/2007 05/01/2007 - 06/01/2007 06/01/2007 - 07/01/2007 07/01/2007 - 08/01/2007 08/01/2007 - 09/01/2007 09/01/2007 - 10/01/2007 10/01/2007 - 11/01/2007 11/01/2007 - 12/01/2007 12/01/2007 - 01/01/2008

Powered By



Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com