--> Jackie

JACKIE

 

 

 

 

 

30.1.04

big chill!

Ég og Dagmar erum að chilla í textagerð. Kennarinn er með Power point show og maður nær ekki að glósa glærurnar en það er bara k því hann setur þetta allt á netið.
Big new dagsins er að ég þarf ekki að vinna í íþróttunum um helgina, jbbí! Ég get því chillað aðeins og næ örugglega að læra fullt, yeah.
jæja, ætla að fara að fylgjast með stílbragðafyrirlestrinum.
SeeYa.

|

29.1.04

Jackie is buzzzzy!

Já það má segja að Jackie sé svoldið upptekin þessa dagana. Ég er að reyna að læra allt, vinna á RUV, þjálfa og eiga mér líf! Þar á milli er ég að klára LOTR 2 en ég á 50 mín eftir. Helgin er fullbókuð eins og er og verður því sennilega ekkert tjútt. Ég er með litlu sundlömbin mín á sundmóti lau og sun og svo fer ég beint upp á RUV. Ég get ekki djammað því mig langar ekki til að mæta í Sundhöllina og lykta eins og vodkapeli. En kannski maður kíkji bara á bíl, það er líka hægt.
En nú er ég að gera massa þýðingarverkefni sem ég á að skila á morgun, úff. Verð því að nýta tímann vel.
Þangað til seinna..............pease

pé punktur ess punktur eins og glöggir lesendur hafa eflaust tekið eftir þá er ég búin að bæta tveimur nýjum linkum inn:-)

|

24.1.04

Gærkvöldið var merkisgærkvöld

Þið hugsið kannksi, hvað var merkilegt við gærkvöldi? Jú, það var merkiskvöld. � fyrsta skiptið á næstum minni 22 ára ævi náði einhver að koma mér svo á óvart að ég vissi ekki hvort ég átti að gráta, hlæja, öskra, hlaupa, brosa, vera í fýlu, hoppa hæð mína eða fremja bankarán. Það var engin önnur en EVA BJARNADÓTTIR hinn mikli kvenskörugnur sem kom mér svona á óvart. Við byrjuðum á að fara á Nelly´s þar sem Öl-kvöld íslenskunnar var. � leiðinni frá Nelly´s á Grand Rokk þar sem listakynning Röskvu var hittum við Gunna formann Mímis. Ok við segjum hæ og hann fer eitthvað óvenjumikið að tala við Evu. Ég svosum pæli ekkert í því. Þau höfðu hist í íslenskupartýi sem Eva og Sunna komu með mér og Sögu í. Eva náði líka að sannfæra mig um að þau hefðu bara kynnst svona vel í partýinu. Ok. Svo líður kvöldið og bjórinn flæðir, namminamm. Allt í einu er mamma hennar Evu mætt á staðin. Mér fannst það eitthvað skrýtið en Eva sagði að hún hefði sagt mömmu sinni að koma því hún er nú Háskólanemi eins og við. Ok ég keypti það alveg en það var samt eitthvað bogið við þetta allt saman. Svo byrjar listakynningin fyrst fyrir Háskólaráð og svo Stúdentaráð. Nöfn eru lesin upp og svaka stuð. Allt í einu eins og þruma úr heiðskýru lofti er nafn Evu lesið upp og er hún í 5. sæti á lista Röskvu fyrir Stúdentaráð, baráttusæti. Þarna fór myndin að skýrast. Supræsið var semsagt að Eva væri á lista, dauða mínum átti ég von á en ekki þessu. Gunni formaður Mímis er svo í forystusætinu.
Til hamingju Eva, bæði með 5.sætið og með að vera fyrsta og síðasta manneskjan sem kemur mér svona á óvart og að plata mig svona!

|

20.1.04

ÉG ER OR�IN MJÖG PIRRU� � ÞESSA SK�TA ÞR��LAUSANETI !!!!!!!!!!!!!

eins og fyrirsögnin gefur til kynna er ég frekar pirruð á þráðlausanetinu á mínu heimili. Ég er alltaf að detta út og datt út eimmit þegar ég var að pósta pistlinum mínum á netið!!!
Nenni ekki að skrifa það allt aftur.
Blogg to you later.

|

18.1.04

Breytingar:-)

blessað veri fólkið sem les mitt blogg!
Eins og þið takið eflaust eftir þá er ég búin að breyta, á reyndar eftir að klára þetta en það kemur í vikunni.
Laugardagurinn var fínn. Um kvöldið hittumst ég, Eva og Sunna heima hjá Evu í búggí. Svo fóru ég og Eva á Kaffibarinn, Prikið og Setustofuna. Tryllt partý á Setustofunni. Dagurinn er búinn að vera mjög rólegur. Er bara búin að vera að lesa fyrir skólann. Er núna að fara að gera verkefni sem er fréttatilkynning:
Þið eruð að vinna hjá leikfangafyrirtækinu Gosa ehf., sem er dótturfyrirtæki ítalska leikfangarisans Pinocchio. Ykkur er falið að skrifa fréttatilkynningu í þremur efnisgreinum um nýja vörutegund sem fyrirtækið var að senda frá sér. Veljið lið a) eða b):
a) Nýja gerð af vélmenni sem ber nafnið Gosi. Ykkur er í sjálfsvald sett að ákveða hvaða eiginleikum Gosi er búinn og megið skálda í eyðurnar að vild.
b) Nýja gerð af vistvænu leikfangi úr timbri sem ber nafnið Gosi. Ykkur er í sjálfsvald sett að ákveða hvaða eiginleikum hinn vistvæni Gosi er búinn og megið skálda í eyðurnar að vild.

Ég er að pæla í að gera a) liðinn, alltaf hægt að skálda eitthvað tæknidót.
Jæja, er farin að læra.
Over and out.........pease

|

17.1.04

skítakuldi á þessu landi, brrrrrrrrrrrrrrrr!
Ég er bara nokkuð brött í dag miða við átök gærdagsins. Fór meira að segja í Ækía (IKEA) og keypti.....tvær ljósaperur, myndaramma og hluta af afmælisgjöf handa minni elskulegu systir (hún á reyndar ekki afmæli fyrr en í enda maí).
Ég er búin að gefa skít í Idol. Ég er sko ekki sátt við úrslitin. Þessi Kalli er ekki gaur að mínu skapi. Ég hélt með og kaus Jón Sig=500 kall. En hann er eins og Klei Eiken í American Idol, kom inn á síðustu stundu og varð svo númer tvö!!!!!!!!
Jæja lífið heldur áfram og ég vona að íslenska þjóðin vakni til lífsins og fari að hugsa um eitthvað annað en Idol, hugsi um eitthvað sem skiptir máli í lífinu.
Það er laugardagskvöld og gleðin tekur völd!
Pease

|

16.1.04

jæja, þá eru endajaxlarnir hægra megin farnir og ég er 15.710 kr fátækari!!!!!!!!!! Shit hvað þetta var dýrt. Ég er að pæla í að selja endajaxlana mína þeir eru 7000 kr virði stykkið. Þið getið boðið í þá í commentakerfið ef þið hafið áhuga, hehe. Stórir og fínir jaxlar. Annars er ég bara hin brattasta er að sjálfsögðu svoldið aum en ég verð orðin hress á morgun.
Ótrúlegt hvað allir eru að fara í Idol partý og Idol hitt. Það er eins og þetta sé það merkilegasta sem gerst hefur í �slandssögununni. Svo verður örugglega manneskjan í öðru sæti miklu frægari en sigurvegarinn eins og í Bandaríkjunum.
Best að taka aðeins til áður en maður fer að glápa á sjónvarpið.
Pease

|

14.1.04

Það er bara langt síðan ég hef skrifað!
Ég er líka um það bil most buzy manneskjan núna. Er að koma mér inní skólann og læra heima og svo var ég að taka að mér hóp að þjálfa 4 sinnum í viku. Ég held að það verði skemmtilegt en það getur verið að ég þurfi að minnka við mig svo ég hafi tíma til að anda og læra og eiga mér líf. Æfingarnar eru mán-fim, en hver lærir á föstudagskvöldum, uuuhhmmm ekki ég nema í UNDANTEKNINGAR TILVIKUM! jájá það er alveg nóg að gera. EM í handbolta að byrja í næstu vikur. Ég verð víst eitthvað að vinna í þeim pakka.
Helgin var skemmtileg. Bauð Sunnu í rauðvín á laugardaginn,mmmmmm! Fórum á Prikið og Kaffibarinn. Næsta helgi verður ekki eins skemmtileg því ég er að fara í endajaxlatöku á föstudaginn. Eva er búin að lána mér LOTR 1+2 þannig að ég ætla að liggja yfir því milli þess sem ég læri og slappa af. Þeir sem vilja senda mér samúðarskeyti er bent á að senda mér SMS!

Hversu æðislegt er það þegar kennari manns mætir ekki og enginn veit um hann? Ég varð allavegana ekki sátt því það var mjög erfitt að vakna í morgun og taka strætó og vera úti í kuldanum. En ég duglega Jackie nýtti tímann og byrjaði að læra fyrir morgundaginn og byrjaði líka á verkefni sem ég á að skila á föstudaginn.
Ég hef akkúrat ekkert að skrifa um nuna, ég er bara að bíða eftir að fara í tíma eftir 15 mínútur og ég er búin að fara Internethringinn minn. Eg efast um að einhver sé búinn að uppfæra bloggið sitt síðan fyrir hálftíma síðan..................................
Ég er hætt þessu bulli í bili
p
e
a
s
e

|

8.1.04

Þessi pláneta sem við búum á er mjög lítil. Það þekkja gjörsamlega allir alla!!!!!!!!
Nýji kærastinn hennar Dagmar, Danni, þekkir Davíð sem vinnur upp á RUV, Sibba þekkir hann líka og ég þekki vinkonu hennar Sibbu hana Erlu. Danni þekkir lika einhvern strák sem Dagmar þekkir og hann var víst einhvertíman með einni sundvinkonu okkar. Svo var ég í tíma í dag og var að vinna verkefni með einni konu. Eftir að hafa talað saman í 2 mínútur komumst við að því að hún var að vinna með pabba í Geysi í gamladaga. Það er endalaust hægt að halda áfram.
Skólinn leggst bara vel í mig. Ég er að læra: Meðferð talaðs máls sem ég held að verði mjög skemmtilegt, Hagnýt málnotkun tengd þýðingum, ég er ekki búin að fara í tíma í því þannig að ég veit ekki hvernig það er. �slensk beygingar- og orðmyndunarfræði tíbískt fræðifag held ég, en það er skemmtilegur kennari sem kennir mér það, Textagerð sem ég held að sé mjög skemmtilegt, skrifa allskonar nytjatexta. Talandi um lítið land en þá er maður frænku hennar Sögu sem kennir þetta námskeið. Að lokum er ég í Málnotkun sem ég held að sé skemmtilegt líka. Niðurstaðan er semsagt sú að ég er að læra eitthvað skemmtilegt í skólanum:-)
Jæja, ég ætla að fara að skipuleggja mig.
Segjum það í bili..............pease

|

5.1.04

Dagarnir líða..............
Helgin var ágæt. Fór á föstudaginn með Sunnu og Evu á Kaldaljós. Flott mynd en eftir að hafa lesið bókina fannst mér myndin svoldið yfirborðskennd. En auðvitað er ekki hægt að ná fram öllu sem kemur fram í bókinni. Svo fórum við aðeins á 22. � laugardaginn var ég að vinna. Það var bein útsending frá bikarkeppni í blaki, alveg hörkuspennandi leikur, marrr. Svo var matarboð með ömmunum hér heima. Ég hélt svo áfram að éta þegar ég fór í afmæli til Sunnu. Úff. Það var mjög gaman. Mættar voru fyrir utan mig og Sunnu, Eva, Elín Birna, Saga, Hildur og Hrefna. Við fengum okkur svo smá bjór og spiluðum Partý og co. Mjög skemmtilegt spil, mæli með því. Seint um síðir fórum við svo í bæinn, byrjuðum allar á Celtic og svo fóru ég, Eva, Sunna og Hrefna á Kaffibarinn. Það var fínt. Ég fór svo heim um 5. � sunnudeginum fór Raggi og fjölskylda aftur til DK. Það er ekkert smá hljótt í íbúðinni núna. Hörður fer til Flórída á morgun. Þá verður MJÖG tómlegt hér. Bara ég, mamma, pabbi og Snúlli.
Skólinn byrjar á miðvikudaginn. Ég hlakka frekar mikið til. Ég er orðin svoldið leið á að gera ekki neitt. Ég er samt með frekar skrítna stundartöflu. Byrja mán, fim og fös kl. 13. þri kl.8 er svo í gati til 13, mið byrja ég kl. 10 og fer svo aftur í tíma kl.13. Ég þarf því að vera dugleg að vakna á morgnanna. Er að pæla í að fara með mömmu og pabba kl. 9 og fara í sund/ræktina og svo niðrí skóla. Sjáum hvernig það verður.
Ég er að verða brjáluð, ég er ekki enn búin að fá einkunnirnar mínar. Það eru 5 vikur síðan ég skilaði ritgerð sem var í staðin fyrir próf, crazy!!!!!!!!!!!!!!!!
Jæja, hætt í bili, ég er farin að ryksjúga herbergið mitt............

|

2.1.04

Gleðilegt ár!!!
Ég er hálf fegin að 2003 sé búið, var ekki neitt alltof skemmtilegt ár. En það var samt alveg ágætt. Fór tvisvar til útlanda DK þ.á m á Hróaskeldu. En nóg um það þetta ár er búið.
2004 byrjaði vel. Fór í dúndur partý til Kristínar og Þóru á Fossagötuna. Takk fyrir gott partý systur!!!!! Það kom alveg fullt af fólki, gamalt Hlíðó og Hvassó gengi og fullt aðrir. Kom heim kl. 10 morguninn eftir. Síðan er ég bara búin að vera að dúlla mér eitthvað. � gærkvöldi fór ég með stelpunum á nýársdjamm Listaháskólans. Það voru mjög fáir en samt ágætt. Ég og Hrefna fengum okkur svo að éta á Select og fórum svo heim. Stefnt er að rólegu kvöldi. Fer mjög líklega í bíó. Úff það eru 100 ár síðan ég fór í bíó. Kannski verður svo aðeins tjúttað á morgun.

|

my space

My Spacið mitt

vinir og vandamenn

Þórunn systir
Louisa í DK
Eve online
Guffi
Biggi
Heklurnar
Kristín Tómas
Ómar Framsóknaroddviti

RUVið

G Pétur
Davíð
Dóri
Lovísa og Gurrý
Gummi
Simmi

íslenskan

Svanhvít
Lára formaður
Sigurrós gjaldkeri
Tóta ritari
Tinna
Stígur
Eyrún

bekkurinn minn

Martin Parning
Martin Hjorth
Majbrit
Rivold

hitt og þetta

Drengene fra Angora
Sundfélagið Ægir
Jackie Mbloggar
Skólinn minn
RUV
Mímir
Rjóminn

myndir/billeder

Myndaalbúm
Myndaalbúm2
Afmælis- og Evróvisionpartý 2005
Færeyjar,fyrirparty,djamm a Islandi og DK
Raggi bro i Viborg, djamm i Køben og Viborg
Viborg og Køben m.a. afmæli Oglu
Efterårsferie, Viborg og Vild med dans
Julefrokost og Skolefest
Julefrokost (fredag)
Afmælis- og Evróvisionpartý 2006
Skólinn í Viborg HF 2 - vor/sumar 2007 NYTT

Færeyjarmyndir

Frá føreyingnum
Powered by Pixagogo
Myndir frá Bryndísi
Powered by Pixagogo
Sigurrós
Powered by Pixagogo
myndir fra Siggu
Powered by Pixagogo
Nokkrar myndir frá Eyrúnu
Powered by Pixagogo

Archives

11/01/2003 - 12/01/2003 12/01/2003 - 01/01/2004 01/01/2004 - 02/01/2004 02/01/2004 - 03/01/2004 03/01/2004 - 04/01/2004 04/01/2004 - 05/01/2004 05/01/2004 - 06/01/2004 06/01/2004 - 07/01/2004 07/01/2004 - 08/01/2004 08/01/2004 - 09/01/2004 09/01/2004 - 10/01/2004 10/01/2004 - 11/01/2004 11/01/2004 - 12/01/2004 12/01/2004 - 01/01/2005 01/01/2005 - 02/01/2005 02/01/2005 - 03/01/2005 03/01/2005 - 04/01/2005 04/01/2005 - 05/01/2005 05/01/2005 - 06/01/2005 06/01/2005 - 07/01/2005 07/01/2005 - 08/01/2005 08/01/2005 - 09/01/2005 09/01/2005 - 10/01/2005 10/01/2005 - 11/01/2005 11/01/2005 - 12/01/2005 12/01/2005 - 01/01/2006 01/01/2006 - 02/01/2006 02/01/2006 - 03/01/2006 03/01/2006 - 04/01/2006 04/01/2006 - 05/01/2006 05/01/2006 - 06/01/2006 06/01/2006 - 07/01/2006 07/01/2006 - 08/01/2006 08/01/2006 - 09/01/2006 09/01/2006 - 10/01/2006 10/01/2006 - 11/01/2006 11/01/2006 - 12/01/2006 12/01/2006 - 01/01/2007 01/01/2007 - 02/01/2007 02/01/2007 - 03/01/2007 04/01/2007 - 05/01/2007 05/01/2007 - 06/01/2007 06/01/2007 - 07/01/2007 07/01/2007 - 08/01/2007 08/01/2007 - 09/01/2007 09/01/2007 - 10/01/2007 10/01/2007 - 11/01/2007 11/01/2007 - 12/01/2007 12/01/2007 - 01/01/2008

Powered By



Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com