--> Jackie

JACKIE

 

 

 

 

 

21.11.04

í fréttum er þetta helst....

OHHHHHHH ég er brjáluð!
ég var búin að blogga fullt en svo þurkaðist það allt út! ég er alveg brjál.

En allavegana það sem ég skrifaði í stuttu máli var að Ægir bikarmeistari í sundi í dag! Vei Vei. Erfitt að vera á bakkanum og vera ekki að þjálfa og ekki að keppa sjálf. Ægir varð síðast bikarmeistari 2001 en þá var ég í liðinu og það var mjög gaman.

Hann elskulegi Snúður minn lést á föstudaginn. Ég og mamma fórum með hann til dýralæknis og létum lóga honum. � fimmtudaginn fór ég með hann til læknis því hann var orðinn svo mjór og hættur að borða. Hann greindist með sykursýki. Hans er sárt saknað í Foldarsmáranum. Ég og mamma grófum hann út í garði. Ohh ég sakna hans.

læt þetta duga.

laters.

|

10.11.04

Vá!

Gaur sem heitir Rupert Murdoch og á fjölmiðlafyrirtækið News Corporation.
Tékkið á því sem gaurinn á:
•Hann á 22 sjónvarpsstöðvar í USA sem ná til 40% heimila þar í landi.
•Hann á og stjórnar 2/3 hluta af öllum dagblöðum í �stralíu.
•� helmingin af dagblaðamarkaði Nýja Sjálands.
•� 1/3 af pressunni í Bretlandi.
•25 tímarit, þar á meðal TV Guide sem er söluhæsta tímaritið í USA.
•Nokkrar bókaútgáfur í USA og Bretlandi (HarperCollins).
•Kvikmyndafyrirtækið 20th Century Fox sem á sýningarréttinn að ca. 2000 kvikmyndum.
•Meirihluta í SKY gervihnattasjósvarpstöðinni.
•Meirihluta í Asia Star TV.
•Hann átti bandaríska hafnarboltaliðið Los Angeles Dodgers. Keypti það 1997 og seldi það á þessu ári.

Laters!

|

4.11.04

hitt og þetta....aðalega þetta!

Borgarstjórinn á að segja af sér og ekkert annað! Hann er reyndar ekki stjórinn minn því ég bý í Kópavogi.....það er gott að búa í Kópavogi. Ef borgarstjórinn er eins saklaus og hann þykist vera þá getur hann bara komið aftur seinna. Þessir forstjórar sem stjórnuðu olíufélögunum á þessum tíma eiga að fara beint inn á Hraun! Þeir borga kannski þessar sektir (ef þeir gera það einhvertíman) þá græðum við almúginn ekkert á þeim því peningarnir fara beint inn í ríkissjóð og ekki eins og við eigum eftir að græða á því. Ekki nema peningarnir verða látnir í e-ð að viti. Ég ætla að hætta að kaupa nammi, bensín og stuff á bensínstöðvum Esso, Olís og Skeljungs. �fram Atlandsolía!

Annað sem er reyndar ekki eins mikill skaldall en ég var að horfa á Nylon. Shit, hvað þetta er lélegt sjónvarpsefni. Gelgjuþáttur dauðans. Hver nennir að horfa á þessar blessuðu stelpur fara í neglur og í hárgreiðslu og að syngja fyrir alveg fimm hræður í Kringlunnni.

Djammhelgi framundan. Innfluttningspartý á morgun og skálaferð Mímis á laugardag fram á sunnudag.


|

2.11.04

veröldin....

Ég var að sækja litlu frænku mína áðan. Hún var á sundæfingu. � meðan hún var í sundi voru tvær stelpur gripnar við það að stela sjampóum, m.a. sjampói frænku minnar. Hún er nýbúin að fatta hvað þetta að stela er því í síðasta tíma var handklæðið ekki á sínum stað. Henni finnst þetta mjög skrýtið. � leiðinni heim talaði hún ekki um annað. Ég var að reyna að segja henni að sumir stela því þeir eigi ekki pening, t.d. stela sér mat þó að það megi ekki. Hún var alveg með svarið við þessu, ef maður á ekki pening þá á maður bara að vinna þá fær maður pening! Þetta er ekkert vitlaust hjá henni en því miður er lífið ekki svona auðvelt. Það er svo skemmtilegt hvað börn hafa einfaldar lausnir við öllum vandamálum. Þau eru ekki að velta öllum hlutum heims fyrir sér því þau þekkja þá ekki. Ég væri stundum alveg til í að vera barn.

Nú hefst lokatörnin (tjörnin, hehe) í skólanum. Bara 4 vikur eftir. Ég held að það að vera búin snemma í skólanum eigi eftir að fylgja mér það sem eftir er. Ég er búin 3.desember. Mig minnir að ég hafi klárað 3. maí síðasta vor. Svo var ég mjög óvinsæl í MH þar sem ég var yfirleitt í fyrstu prófunum. Fyrir 3.des þarf ég að gera hópverkefni, ritgerð og taka eitt heimapróf. Ég veit ekki hvernig þetta heimapróf verður því efnið sem kennarnarnir hafa farið í er bara staðreyndir, ekkert ritgerðar- eða rökstuðningsefni. Eftir þessa törn mína verður tekin afslöppunar vika í London hjá Sibbu og Óla. Jibbí. Líklegt að við förum á Arsenal-Rosenborg í Meistardeildinni en sá leikur er daginn sem ég kem út. Svo er Arsenal-Chelsea á sunnudeginum, veit ekki hvernig staða er með miða á þann leik.

Well, best að fara að sinna litlu frænku. Það er ekki gott að börn horfi ein á sjónvarpið!

Laters :o)

|

my space

My Spacið mitt

vinir og vandamenn

Þórunn systir
Louisa í DK
Eve online
Guffi
Biggi
Heklurnar
Kristín Tómas
Ómar Framsóknaroddviti

RUVið

G Pétur
Davíð
Dóri
Lovísa og Gurrý
Gummi
Simmi

íslenskan

Svanhvít
Lára formaður
Sigurrós gjaldkeri
Tóta ritari
Tinna
Stígur
Eyrún

bekkurinn minn

Martin Parning
Martin Hjorth
Majbrit
Rivold

hitt og þetta

Drengene fra Angora
Sundfélagið Ægir
Jackie Mbloggar
Skólinn minn
RUV
Mímir
Rjóminn

myndir/billeder

Myndaalbúm
Myndaalbúm2
Afmælis- og Evróvisionpartý 2005
Færeyjar,fyrirparty,djamm a Islandi og DK
Raggi bro i Viborg, djamm i Køben og Viborg
Viborg og Køben m.a. afmæli Oglu
Efterårsferie, Viborg og Vild med dans
Julefrokost og Skolefest
Julefrokost (fredag)
Afmælis- og Evróvisionpartý 2006
Skólinn í Viborg HF 2 - vor/sumar 2007 NYTT

Færeyjarmyndir

Frá føreyingnum
Powered by Pixagogo
Myndir frá Bryndísi
Powered by Pixagogo
Sigurrós
Powered by Pixagogo
myndir fra Siggu
Powered by Pixagogo
Nokkrar myndir frá Eyrúnu
Powered by Pixagogo

Archives

11/01/2003 - 12/01/2003 12/01/2003 - 01/01/2004 01/01/2004 - 02/01/2004 02/01/2004 - 03/01/2004 03/01/2004 - 04/01/2004 04/01/2004 - 05/01/2004 05/01/2004 - 06/01/2004 06/01/2004 - 07/01/2004 07/01/2004 - 08/01/2004 08/01/2004 - 09/01/2004 09/01/2004 - 10/01/2004 10/01/2004 - 11/01/2004 11/01/2004 - 12/01/2004 12/01/2004 - 01/01/2005 01/01/2005 - 02/01/2005 02/01/2005 - 03/01/2005 03/01/2005 - 04/01/2005 04/01/2005 - 05/01/2005 05/01/2005 - 06/01/2005 06/01/2005 - 07/01/2005 07/01/2005 - 08/01/2005 08/01/2005 - 09/01/2005 09/01/2005 - 10/01/2005 10/01/2005 - 11/01/2005 11/01/2005 - 12/01/2005 12/01/2005 - 01/01/2006 01/01/2006 - 02/01/2006 02/01/2006 - 03/01/2006 03/01/2006 - 04/01/2006 04/01/2006 - 05/01/2006 05/01/2006 - 06/01/2006 06/01/2006 - 07/01/2006 07/01/2006 - 08/01/2006 08/01/2006 - 09/01/2006 09/01/2006 - 10/01/2006 10/01/2006 - 11/01/2006 11/01/2006 - 12/01/2006 12/01/2006 - 01/01/2007 01/01/2007 - 02/01/2007 02/01/2007 - 03/01/2007 04/01/2007 - 05/01/2007 05/01/2007 - 06/01/2007 06/01/2007 - 07/01/2007 07/01/2007 - 08/01/2007 08/01/2007 - 09/01/2007 09/01/2007 - 10/01/2007 10/01/2007 - 11/01/2007 11/01/2007 - 12/01/2007 12/01/2007 - 01/01/2008

Powered By



Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com