--> Jackie

JACKIE

 

 

 

 

 

30.3.05

&%/$#

já ég er búin að finna helvíti á jörðu. Sá staður kallast Bókhlaðan. Ég nenni alls ekki að vera hér en ég fer sko ekki héðan fyrr en ég er búin með þessa blessuðuð dönskugrein!

Ég held ég þurfi að fara í jóga eða allavegana að hreyfa mig svo ég þreytist eitthvað. Ætlaði aldrei að sofna í gær. Endaði með því að um kl. 2 í nótt fór ég fram í eldhús sauð mér vatn og setti í gamaldags hitapoka. Eftir að hafa kúrað með honum í nokkrar mínútur náði ég að slaka á og sofna. En erfiðið var sko ekki búið. Það var líka erfitt að drullast á lappir, seint og um síðir. En nú er ég hingað komin og er að reyna að læra. Ég sökkti mér oní krak.dk til að sjá hvar í Köben leigubílstjórinn var myrtur. Ég held það skilji fáir í þessari forvitni minni nema kannski Guðmunda. Annars er þetta ekki forvitni heldur afsökun til að vera ekki að skrifa þessa grein á dönsku. Þarna las ég fullt af dönskum götuheitum. Það getur kannski einhvertíman komið sér vel.

Ég er að fara í próf á morgun. Á að greina texta annað hvort út Eyrbyggju eða Njálu. Ég get ekki sagt að ég hafi verið öflug í lesningu greina tengdum sögunum. Ætli maður renni ekki bara yfir glósurnar í kvöld og sjái svo hvað gerist. Annars get ég skemmt ykkur með þeim fróðleik sem ég á eftir að gera til að klára þennan skóla: á morgun, fimmtudag: tímaverkefni í Íslendingasögum, föstud. skil á grein í dönsku og föstud. þar á eftir á ég að fjalla um hvað ég skrifaði. Ég á eftir að lesa eina bók í Nútímabókmenntunum og fara svo í munnlegt próf úr þeim bókum sem ég er búin að lesa í vetur. Þar þarf ég t.d. að fjalla um súrrealisman í bókunum, úff! Nú, í íslendingasögunum á ég eftir að lesa Króka-Refssögu sem er víst bara stutt en það eru einhverjar greinar sem fylgja henni. Fyrir lokaprófið þarf ég að vera búin að lesa Njálu aftur því það er svo langt síðan ég las hana og helst að renna yfir Eyrbyggju aftur. Ég þarf svo að rifja allt upp í Setninga- og merkingafræðinni og komast að því hver djúpgerð setninga er!

Þar hafið þið það. Ég vona að þið sofið vel í nótt eftir að hafa lesið þessa vitleysu.

Kannski ég fara bara að klára þessu mjög svo grunnþenkjandi dönskugrein sem ég er að þykjast skrifa. Þá hef ég meiri tíma fyrir Íslendingasögurnar.

Lakers

|

ÉG GET EKKI SOFNAÐ!

|

26.3.05

YO!
Vill einhver í fokkanum segja mér afhverju í fokkanum er maður að þessu!?
Ofan á allt saman þá brenndi ég mig á pítsu (já ekki P-I-Z-ZU) heldur P-Í-T-S-U!
Af hverju getur lífið ekki bara verið auðvelt?!

|

24.3.05

Páskafrí

mikið er gott að vera í fríi og gera ekkert annað en að lesa og læra. Reyndar væri alveg skemmtilegra að vera t.d. í útlöndum en maður getur ekki gert allt.

Fór í gær á tjútt. Byrjaði kvöldið á að hitta Færeyjarfarana og rifja upp ferðina. Horfðum á video sem Óli tók upp í ferðinni. Ó mæ god, bara fyllerí og vitleysa. En mjög fyndið. Gaman að heyra hóstaköstin í mér og röddin mín var yndisfögur. Hitti svo Guðmundu, Kristínu Tómas og fleira gott fólk. Fínt djamm. En það hefur líka sínar afleiðingar sem eru að ég er ekkert búin að gera í dag nema hanga og jú gera læriplan fyrir páskana. Svo er bara að vona að planið haldist.

Ég er búin að setja inn myndir á Netið (sjá tengla). Er reyndar í einhverju veseni með að opna diskana með myndum frá Færeyjum en þær koma von bráðar. Nú er bloggið mitt að verða keppnis. Er með nokkrar fleiri hugmyndir hvernig ég get get það enn betra. Fyrsta skrefið er kannski að blogga meira.

Eins og hefur örugglega ekki farið fram hjá ykkur þá er Bobby Fischer kominn til landsins. Ég bíð bara eftir að bandaríska leyniþjónustan mæti á Frónið og ræni honum. Ætli 24. mars verið The Fischer day í framtíðinni þar sem íslenska þjóðin heldur upp á þennan líka ómerkilega atburð? Fólk hittist og borðar kalkún og gefur gjafir sem minna á Fischer. Taflsett verður til á hverju heimili og á þessum degi um stórfjölskyldan hittast og tefla. Fólk kaupir Fischers taflið sem verður frekar hallærislegt eftir 10 ár, eins og bláa fótanuddtækið sem er eða var til á öllum heimilum. Reyndar var það ekki til á mínu heimili fyrr en fyrir um viku síðan þegar búslóðinni hennar ömmu var skipt. Mamma tók bláa fótanuddtækið handa mér. Þarf bara að skipta um kló. Eftir það verð ég örugglega ekki viðræðuhæf nema minnast á bláa fótanuddtækið.

Annars er það helst að frétta að ég er farin að plana afmælis- og júróvisionpartý. Ef einhver á skjávarpa, eða getur reddað einum, þá endilega látið mig vita. Hvað segið þið um júróvision á risatjaldi?

|

20.3.05

Dööö

Hey yo!
Það fyrsta sem ég vil koma á framfæri er að SUNDFÉLAGIÐ ÆGIR er best!

Það er svo undarlegt að þegar ég sest fyrir framan tölvuna og blogga man ég ekki eftir öllu því sem ég vil koma á framfæri. Vírd! En best að finna eitthvað til að bulla um.

Helgin (já, byrja á föstum liðum) var ágæt. Smá djamm á föstudaginn. Byrjaði í vísindaferð hjá Mastercard. Ótrúlegar staðreyndir sem komu þar fram. Hver Íslendingur með 2-3 kort, mastercard kort. SHIT! Svo tekur maður þátt í þessari vitleysu. Ég er reyndar ,,bara" með debet og vísa. Heimildin á vísa er næstum fjórföld mánaðarlaun mín. Eftir vísó fór ég með Evu og Guðmundu á ræðukeppni og sáum Kristínu Tómas og co. rústa stjórnmálafræðinni. Sálfræðin er semsagt komin í úrslit. Eftir það var farið í Heklupartý og svo á Vegamót með Guðmundu. Það var stuð.

Laugardagurinn var tekin í afslöppun. Horfði svo á Gísla Martein og heyrði, eins og margir aðrir, júróvisionlagið. Ég fílaða. Fór svo í videógláp hjá Evu og Habbý. Eins og margt annað var það stuð!

Æi ég man ekki eftir neinu merkilegu til að skrifa um núna.
Mín lokaorð eru því...........ótrúlegt hvað maður fær stundum ,,góðar" hugmyndir.

|

16.3.05

Nörd......nei TÖLVUNÖRD!

Sko stelpuna!
Hún setti bara inn líka þessa flottu tengla með myndum frá hinni frægu för íslenskunema til Færeyja.
Njótið!

|

11.3.05

restin...

jæja, þá er kannski spurning hvort að maður klári Færeyjarsöguna.
Humm.

Miðvikudagur 23. febrúar
Fórum á Fróðskaparsetrið og hittum hinn mesta nýyrðasmið Færeyinga, man reyndar ekki alveg hvað hann heitir í augnablikinu. Það var stuð!
Eftir hádegi fórum við um gamla bæ Þórshafnar með íslenskri leiðsögn. Það var mjög áhugavert og gaman að sjá. Við elduðum svo saman á Fróðskaparsetrinu. Þar voru margir skemmtilegar samkvæmisleikir í gangi. Við kíktum svo á djass tónleika á bar einum. Það var svaka stemmning og það vissu allir að íslenska krúið var mætt.

Fimmtudagur 24. febrúar
Fólk ræst á fætur eldsnemma til að fara á fyrirlestur um færeysk mannanöfn. Fyrirlesturinn hjá kennaranum var í rólegri og hægari kanntinum. Fólk var frekar sifjað. Eftir fyrirlestur kennarans fengu Bjarki, Lena og Kendra lítinn tíma til að fjalla um sitt efni.Eftir hádegi fórum við í Kirkjubæ og í Götu, þar sem Eivör á heima. Það var líka stuð. Þegar leið á kvöldið fórum við í heimsókn til íslenskrar konu sem heitir Kata og er grunnskólakennari. Hún og færeyski maðurinn hennar buðu okkur upp á skerpukjöt og tilheyrandi. Í kvöldmatinn var svo færeysk hæna, mjög gott. Líkt kjúklingakjöti en aðeins þéttara. Við fengum svo heimalagaðan ís í eftirrétt. Eggin sem notuð voru í ísinn voru úr hænunni sem við átum! Dönsk kona sem reykir vindla og á húsið sem Kata og maðurinn hennar búa í (hún býr þar líka) fræddi okkur um veiðar á grind. Ég væri alveg til í að vera í Færeyjum þegar það kemur grind. Um ellefu hálf tólf var haldið til Þórshafnar. Við slóum svo upp bryggjuballi, það var tjútt.

Jæja, þá er sagan komin.

Ég verð að viðurkenna einn svakalega glæp. Ég er að horfa á Idol. jakk raunveruleikasjónvarp! (og pdf skjöl, heheh. En það er víst ekkert annað að hægt að glápa á á föstudagskvöldi. Ég ætti náttúrulega að setjast niður og klára Eyrbyggju. En er föstudagskvöld tíminn til þess?

|

my space

My Spacið mitt

vinir og vandamenn

Þórunn systir
Louisa í DK
Eve online
Guffi
Biggi
Heklurnar
Kristín Tómas
Ómar Framsóknaroddviti

RUVið

G Pétur
Davíð
Dóri
Lovísa og Gurrý
Gummi
Simmi

íslenskan

Svanhvít
Lára formaður
Sigurrós gjaldkeri
Tóta ritari
Tinna
Stígur
Eyrún

bekkurinn minn

Martin Parning
Martin Hjorth
Majbrit
Rivold

hitt og þetta

Drengene fra Angora
Sundfélagið Ægir
Jackie Mbloggar
Skólinn minn
RUV
Mímir
Rjóminn

myndir/billeder

Myndaalbúm
Myndaalbúm2
Afmælis- og Evróvisionpartý 2005
Færeyjar,fyrirparty,djamm a Islandi og DK
Raggi bro i Viborg, djamm i Køben og Viborg
Viborg og Køben m.a. afmæli Oglu
Efterårsferie, Viborg og Vild med dans
Julefrokost og Skolefest
Julefrokost (fredag)
Afmælis- og Evróvisionpartý 2006
Skólinn í Viborg HF 2 - vor/sumar 2007 NYTT

Færeyjarmyndir

Frá føreyingnum
Powered by Pixagogo
Myndir frá Bryndísi
Powered by Pixagogo
Sigurrós
Powered by Pixagogo
myndir fra Siggu
Powered by Pixagogo
Nokkrar myndir frá Eyrúnu
Powered by Pixagogo

Archives

11/01/2003 - 12/01/2003 12/01/2003 - 01/01/2004 01/01/2004 - 02/01/2004 02/01/2004 - 03/01/2004 03/01/2004 - 04/01/2004 04/01/2004 - 05/01/2004 05/01/2004 - 06/01/2004 06/01/2004 - 07/01/2004 07/01/2004 - 08/01/2004 08/01/2004 - 09/01/2004 09/01/2004 - 10/01/2004 10/01/2004 - 11/01/2004 11/01/2004 - 12/01/2004 12/01/2004 - 01/01/2005 01/01/2005 - 02/01/2005 02/01/2005 - 03/01/2005 03/01/2005 - 04/01/2005 04/01/2005 - 05/01/2005 05/01/2005 - 06/01/2005 06/01/2005 - 07/01/2005 07/01/2005 - 08/01/2005 08/01/2005 - 09/01/2005 09/01/2005 - 10/01/2005 10/01/2005 - 11/01/2005 11/01/2005 - 12/01/2005 12/01/2005 - 01/01/2006 01/01/2006 - 02/01/2006 02/01/2006 - 03/01/2006 03/01/2006 - 04/01/2006 04/01/2006 - 05/01/2006 05/01/2006 - 06/01/2006 06/01/2006 - 07/01/2006 07/01/2006 - 08/01/2006 08/01/2006 - 09/01/2006 09/01/2006 - 10/01/2006 10/01/2006 - 11/01/2006 11/01/2006 - 12/01/2006 12/01/2006 - 01/01/2007 01/01/2007 - 02/01/2007 02/01/2007 - 03/01/2007 04/01/2007 - 05/01/2007 05/01/2007 - 06/01/2007 06/01/2007 - 07/01/2007 07/01/2007 - 08/01/2007 08/01/2007 - 09/01/2007 09/01/2007 - 10/01/2007 10/01/2007 - 11/01/2007 11/01/2007 - 12/01/2007 12/01/2007 - 01/01/2008

Powered By



Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com