--> Jackie

JACKIE

 

 

 

 

 

8.4.05

Aum-Jackie með hor

Ég vorkenni mér allsvakalega. Vaknaði í morgun við umgang pabba og bróðir míns. Hélt að klukkan væri 7 og ég gæti kúrt í klukkutíma í viðbót. Þótti það sérstaklega þægilegt þar sem ég var búin að hósta í alla nótt og sjúga upp í nefið. En nei! Pabbi kom inn og spurði hvenær ég ætlaði á fætur. Tek strætó um kl.9. Er klukkan ekki bara 7? Uhm, nei María, klukkan er að verða hálf níu. Jæja, ég þurfti þá að drattast á fætur. Ég var næstum því búin að skrópa í skólanum því ég vorkenndi mér svo, grey ég að vera með hósta og hor. Hafði samt ekki samvisku í að skrópa þannig að ég drullaðist í strætó.

Þar sem ég er að fara í vísindaferð í Vífilfell á eftir beint eftir skóla ákvað ég að fara í svörtu Ecco skóna mína til að vera ekki eins og einhver algjör í bænum í kvöld. Á leið minni niðrá stoppistöð fann ég allt í einu fyrir bleytu á stórutá vinstri fótar. Þá fattaði ég að elsku Ecco skórnir mínir eru ekki alveg heilir. Mér til mikilla vonbrigða komst ég svo að því að hægri skórinn á við sama vandamál að stríða.

Eftir tímann, sem ég var næstum því búin að skrópa í, fór ég í tölvuna og var að spjalla við Evu á MSN. Ég hellti yfir hana sorgum mínum og niðurstaðan var hádegismatur á Vegamótum. Nú er ég södd og næstum sæl. Heimsins vandamál eru ekki eins mikil lengur. Horið er ekki eins mikið og hóstinn ekki heldur þannig að nú get ég farið nokkurnvegin heil í vísó. Enn eitt vandamál sem ég á eftir að koma á framfæri.....mig langar í ný föt, pæjuföt! Skóleysi og pæjufataleysi er eitthvað sem hægt er að leysa seinna.

Ég er farin að horfa á Drengene fra Angora. Þeir ættu að geta komið mér í partýstuðið.

Þórunn sys er svo komin með blogg og óska ég henni til hamingju með það. Í tilefni þess fær hún tengil hjá hinum stelpunum.

Góða skemmtun um helgina og gangið hægt um þær dyr sem þið gangið í gegnum!

|

my space

My Spacið mitt

vinir og vandamenn

Þórunn systir
Louisa í DK
Eve online
Guffi
Biggi
Heklurnar
Kristín Tómas
Ómar Framsóknaroddviti

RUVið

G Pétur
Davíð
Dóri
Lovísa og Gurrý
Gummi
Simmi

íslenskan

Svanhvít
Lára formaður
Sigurrós gjaldkeri
Tóta ritari
Tinna
Stígur
Eyrún

bekkurinn minn

Martin Parning
Martin Hjorth
Majbrit
Rivold

hitt og þetta

Drengene fra Angora
Sundfélagið Ægir
Jackie Mbloggar
Skólinn minn
RUV
Mímir
Rjóminn

myndir/billeder

Myndaalbúm
Myndaalbúm2
Afmælis- og Evróvisionpartý 2005
Færeyjar,fyrirparty,djamm a Islandi og DK
Raggi bro i Viborg, djamm i Køben og Viborg
Viborg og Køben m.a. afmæli Oglu
Efterårsferie, Viborg og Vild med dans
Julefrokost og Skolefest
Julefrokost (fredag)
Afmælis- og Evróvisionpartý 2006
Skólinn í Viborg HF 2 - vor/sumar 2007 NYTT

Færeyjarmyndir

Frá føreyingnum
Powered by Pixagogo
Myndir frá Bryndísi
Powered by Pixagogo
Sigurrós
Powered by Pixagogo
myndir fra Siggu
Powered by Pixagogo
Nokkrar myndir frá Eyrúnu
Powered by Pixagogo

Archives

11/01/2003 - 12/01/2003 12/01/2003 - 01/01/2004 01/01/2004 - 02/01/2004 02/01/2004 - 03/01/2004 03/01/2004 - 04/01/2004 04/01/2004 - 05/01/2004 05/01/2004 - 06/01/2004 06/01/2004 - 07/01/2004 07/01/2004 - 08/01/2004 08/01/2004 - 09/01/2004 09/01/2004 - 10/01/2004 10/01/2004 - 11/01/2004 11/01/2004 - 12/01/2004 12/01/2004 - 01/01/2005 01/01/2005 - 02/01/2005 02/01/2005 - 03/01/2005 03/01/2005 - 04/01/2005 04/01/2005 - 05/01/2005 05/01/2005 - 06/01/2005 06/01/2005 - 07/01/2005 07/01/2005 - 08/01/2005 08/01/2005 - 09/01/2005 09/01/2005 - 10/01/2005 10/01/2005 - 11/01/2005 11/01/2005 - 12/01/2005 12/01/2005 - 01/01/2006 01/01/2006 - 02/01/2006 02/01/2006 - 03/01/2006 03/01/2006 - 04/01/2006 04/01/2006 - 05/01/2006 05/01/2006 - 06/01/2006 06/01/2006 - 07/01/2006 07/01/2006 - 08/01/2006 08/01/2006 - 09/01/2006 09/01/2006 - 10/01/2006 10/01/2006 - 11/01/2006 11/01/2006 - 12/01/2006 12/01/2006 - 01/01/2007 01/01/2007 - 02/01/2007 02/01/2007 - 03/01/2007 04/01/2007 - 05/01/2007 05/01/2007 - 06/01/2007 06/01/2007 - 07/01/2007 07/01/2007 - 08/01/2007 08/01/2007 - 09/01/2007 09/01/2007 - 10/01/2007 10/01/2007 - 11/01/2007 11/01/2007 - 12/01/2007 12/01/2007 - 01/01/2008

Powered By



Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com