--> Jackie

JACKIE

 

 

 

 

 

28.2.05

Próf&Færeyjar

Jæja krakkar! Þá er próftaflan komin á Netið. Ég fer í tvö próf sem eru í próftöflu, Íslendingsögur 9. maí og íslenska setninga- og merkingarfr. 12.maí. Ég fer svo í munnlegt próf í Málstofu í nútímabókmenntum: Sjón og Guðrún Eva Mínervudóttir og þarf að skrifa grein og halda smá erindi í Sjálfsnáminu í dönsku. Ég hef nú reyndar ekkert verið neitt svaka dugleg í Tungumálamiðstöðinni en ég er búin að tala fullt dönsku, við Sigurd vin hennar Hrefnu og í Færeyjum.

Ég ætla að koma með Færeyjarferðasöguna í tveimur hlutum. Hér er fyrri hluti:
Mánudagur 21. febrúar
Allir hittust á Reykjavíkurflugvelli og fengu sér fyrsta bjórinn! Áttum flug kl. 14:15. Fengum samlokur og kex í vélinni og allir drykkir voru fríir. Flugum með Atlantic Airwaves sem er færeyskt flugfélag. Þegar við lentum í Færeyjum um kl. 16 var þetta líka æðislega veður sem var allan tíman. Bjart og fá ský á himnum. Það kom aldrei rok né rignin meðan við vorum í Færeyjum. Heimamenn sögðu að við hefðum komið með góða verðir með okkur. Þegar til Þórshafnar var komið var farið út að borða og fékk ég mér dýrindis steik. Það er ekki oft sem maður fær sér steik. Eftir kvöldverðinn var sungið, drukkið og spilað!

Þriðjudagur 22.febrúar
Vöknuðum, fólk mishresst. Fórum svo á kynningu á Fróðskaparsetrinu. Það var fínt. Stelpurnar fóru svo í allsherjar innkaup í Rusdrekkasöluna (þetta er örugglega vitlaust hjá mér) en það er allavegana áfengissalan í Færeyjum. Mér finnst frekar skrýtið að það sé ekki hægt að kaupa áfengi út í búð eins og í Danmörku, þetta er nú Danmörk. Eftir hádegi fórum við í siglingu um Vestmannabjörgin. Það var yndislegt. Fallegt veður og gaman. Mér fannst reyndar ekkert gaman að hafa alla þessa fýla fljúgandi fyrir ofan mig. En þeir voru svo hátt fyrir ofan mig þannig að krakkarnir urðu ekki vitni að sækókasti. Um kvöldið borðuðum við á Pizza 67 og svo var djammað. Ég kíkti svo á fyrri hálfleik í leik Bayern Munchen-Arsenal. Ég hætti að horfa eftir 45 mín. Mínir menn voru ekki að gera shit. Enda töpuðu þeir 3-1. Seinna um kvöldið fóru ég, Saga, Sigurrós, Gulli og Óli og héldum bryggjuball þar sem Gulli spilaði á gítar og sungið var og dansað.

Hinir dagarnir koma seinna.......
Þarf að fara að læra. Þarf að skila verkefni í dag fyrir kl. 22:00.
Jíha!

|

18.2.05

streetlife

Þá er bara allt að gerast.
Ég vil byrja á því að minnast þeirra sem fallnir eru frá. Elsku kisinn minn hann Snúður hefði orðið 14 ára í fyrradag hefði hann lifað. God I miss him. Svo er það hún Eva mín, sem er reyndar ekki fallin frá, heldur er hún hætt að blogga og eyddi blogginu sínu. Ég sem hélt í vonina að blogger væri bara eitthvað bilaður akkúrat á hennar síðu. Ég ætla samt að halda tenglinum inni því það er aldrei að vita að hún byrji aftur að blogga.

En yfir í annað...
Ég er að vinna um helgina þannig að ég býst ekki við miklu djammi. Svo var náttúrulega síðasta helgin tekin með tveimur trompum. Framundan er Færeyjarferðin hin mikla sem við útskrifarefni íslenskunnar erum að fara í. Jeij! Næsta föstudag er svo vísó í Eddu með Torfhildi og Fróða. Við lendum rétt fyrir kl. 18 og förum beint í vísindaferðina. Árshátíð Mímis og RUV er svo handan við mánaðamót.

Annars er að frétta af mínu lífsplani að ég er komin með plan A, B, C og D. Er með allt í vinnslu og með fólk í vinnu við það að hjálpa mér að plögga.

|

11.2.05

heheh

úff ég er þreytt eftir að hafa verið frameftir á kosningaRöskvu í gær. Ekki leiðinlegt þegar úrslitin voru tilkynnt. Hefði samt alveg verið til í að vera á Hressó og sjá vonbrigðin hjá Vökuliðum.

Í kvöld er hið árlega Þorrablót Mímis og það er hvergi annarsstaðar en í F2! F2 er partýpleisið þessa helgina. Bróðir minn er nefninlega með afmæli annað kvöld.

Í gær fékk ég kökur, nammi namm. Það var nefninlega fyrir 31 ári síðan og 1 degi í Alabama að pabbi minn fékk bróðir minn í afmælisgjöf. Sniðugt að þeir eigi sama afmælisdag. það passar líka fyrir lottótölurnar því við erum sex og það komast bara fimm lottótölur fyrir!
Svo ég haldi nú áfram að tala um fjölskyldu mína þá er hún mamma mín svaka góð við mig þessa dagana, hún skutlar mér í skólann. Þvílíur luxus, sumir segja að þetta séu forrréttindi sem örverpi hafa. Ég kvarta allavegana ekki á meðan.

jæja, ætla að lesa. Það verður ekki mikið legið yfir bókunum þessa helgina því helgin er fullbókuð.....partý!

Góða skemmtun um helgina! yeah!

Sigga var að fá tengil hjá mér, hehe ég var á undan þér Sigga!

Takið svo þátt í könnuninni!

|

7.2.05

Bollusmolludagur

Mér finnst bolludagur ekkert sérstakur dagur. Mér finnst ekkert merkilegt að borða bollu með súkkulaðiglassúr og sultu! Mér finnst rjómi nefninlega ekkert sérstaklega góður.
Á morgun er svo saltkjöt...mér finnst baunasúpa ekki góð en fæ mér eins skeið upp á fílinginn.

|

6.2.05

HM í handbolta

jæja, þá eru Spánverjar bara að verða heimsmeistarar í handbolta. Get ekki sagt að úrslitaleikurinn hafi verið æsispennandi. Ég er nú bara hálf fúl, hélt nefninlega með Króatíu! Bronsleikurinn var meira spennandi, sjá hann samt aðeins með öðru auganu.

En til að halda áfram umræðunni um útvarpslög þá bendi ég ykkur á að lesa þau.

|

5.2.05

þunnur dagur

Margt hefur gerst frá síðasta bloggi.
Síðustu helgi var Landsbankamót Ægis - Reykjavík International 2005
í nýju lauginni í Laugardal. Í heild heppnaðist mótið vel.
Fór á laugardeginum á Humarhúsið og fékk mér hreindýrakjöt í forrét
og grillaðan humar í aðalrétta. Ég held ég hafi sjaldan borðað svona góða mat!
Theresa Alshammar og þjálfari hennar Johan Wallberg vildi svo fara á REX.
Ég hafði aldrei áður komið þangað. Ég lækkaði meðalaldurinn um ca. 10 ár.
En kvöldið endað frekar snemma þar sem ég þurfti að vakna snemma daginn eftir.
Helgin endaði í afslöppun í Bláa lóninu, frekar gott.

Vikan er svo bara búin að fara í lærdóm og meiri lærdóm.

Fór í gær í vísindaferð í KÓP. Fórum svo á Dillon með sagnfræðinemunum
og svo á Svitaball Röskvu sem haldið var á Grand Rokk. Mig langaði geggjað á
NASA á Masta Ace & Wordsworth og FL með live bandi.
En það var ekki farið þangað....maður getur víst ekki gert allt!
Fór heim um tvö leytið, var búin á því eftir 7 tíma tjútt.

Dagurinn í dag hefur farið í svefn og 100% afslöppun.
Horfði á og svaf yfir handboltanum. Á morgun er ég að vinna,
úrslitaleikirnir á HM, ég held ég haldi með Króatíu í leiknum á morgun.

Ég horfið svo aðeins á Aston Villa- Arsenal. Auðvitað unnu mínir menn
sannfærandi sigur og eru nú 2 stigum á eftir Chelsea. Mér finnst alveg ótrúlegt
að S1 hafi komist upp með það að sýna enska boltan með enskum þul í allan
þennan tíma. Ótrúlegt að það þurfti kæru til að stöðva þetta. Ekki þarf að kæra
einhvern sem flytur inn fíkniefni svo hann sé handtekinn. Málið er einfalt,
það á einfaldlega að fara að lögum. Fyrri leikurinn í dag var þularlaus.
Mér fannst það fínt. Seinni leikurinn var með enskum þul en það merkilegasta
sem þulurinn sagði var sett inn í formi texta. Ég ætla svo að enda þetta blogg
með því að lýsa því yfir að ég er algjörlega ósammála SUS um að
breyta lögum þannig að það megi sýna efni í sjónvarpi á erlendu máli á þýðinga.

Íslenskt mál rokkar feitast!

|

my space

My Spacið mitt

vinir og vandamenn

Þórunn systir
Louisa í DK
Eve online
Guffi
Biggi
Heklurnar
Kristín Tómas
Ómar Framsóknaroddviti

RUVið

G Pétur
Davíð
Dóri
Lovísa og Gurrý
Gummi
Simmi

íslenskan

Svanhvít
Lára formaður
Sigurrós gjaldkeri
Tóta ritari
Tinna
Stígur
Eyrún

bekkurinn minn

Martin Parning
Martin Hjorth
Majbrit
Rivold

hitt og þetta

Drengene fra Angora
Sundfélagið Ægir
Jackie Mbloggar
Skólinn minn
RUV
Mímir
Rjóminn

myndir/billeder

Myndaalbúm
Myndaalbúm2
Afmælis- og Evróvisionpartý 2005
Færeyjar,fyrirparty,djamm a Islandi og DK
Raggi bro i Viborg, djamm i Køben og Viborg
Viborg og Køben m.a. afmæli Oglu
Efterårsferie, Viborg og Vild med dans
Julefrokost og Skolefest
Julefrokost (fredag)
Afmælis- og Evróvisionpartý 2006
Skólinn í Viborg HF 2 - vor/sumar 2007 NYTT

Færeyjarmyndir

Frá føreyingnum
Powered by Pixagogo
Myndir frá Bryndísi
Powered by Pixagogo
Sigurrós
Powered by Pixagogo
myndir fra Siggu
Powered by Pixagogo
Nokkrar myndir frá Eyrúnu
Powered by Pixagogo

Archives

11/01/2003 - 12/01/2003 12/01/2003 - 01/01/2004 01/01/2004 - 02/01/2004 02/01/2004 - 03/01/2004 03/01/2004 - 04/01/2004 04/01/2004 - 05/01/2004 05/01/2004 - 06/01/2004 06/01/2004 - 07/01/2004 07/01/2004 - 08/01/2004 08/01/2004 - 09/01/2004 09/01/2004 - 10/01/2004 10/01/2004 - 11/01/2004 11/01/2004 - 12/01/2004 12/01/2004 - 01/01/2005 01/01/2005 - 02/01/2005 02/01/2005 - 03/01/2005 03/01/2005 - 04/01/2005 04/01/2005 - 05/01/2005 05/01/2005 - 06/01/2005 06/01/2005 - 07/01/2005 07/01/2005 - 08/01/2005 08/01/2005 - 09/01/2005 09/01/2005 - 10/01/2005 10/01/2005 - 11/01/2005 11/01/2005 - 12/01/2005 12/01/2005 - 01/01/2006 01/01/2006 - 02/01/2006 02/01/2006 - 03/01/2006 03/01/2006 - 04/01/2006 04/01/2006 - 05/01/2006 05/01/2006 - 06/01/2006 06/01/2006 - 07/01/2006 07/01/2006 - 08/01/2006 08/01/2006 - 09/01/2006 09/01/2006 - 10/01/2006 10/01/2006 - 11/01/2006 11/01/2006 - 12/01/2006 12/01/2006 - 01/01/2007 01/01/2007 - 02/01/2007 02/01/2007 - 03/01/2007 04/01/2007 - 05/01/2007 05/01/2007 - 06/01/2007 06/01/2007 - 07/01/2007 07/01/2007 - 08/01/2007 08/01/2007 - 09/01/2007 09/01/2007 - 10/01/2007 10/01/2007 - 11/01/2007 11/01/2007 - 12/01/2007 12/01/2007 - 01/01/2008

Powered By



Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com