Próf&Færeyjar
Jæja krakkar! Þá er próftaflan komin á Netið. Ég fer í tvö próf sem eru í próftöflu, Íslendingsögur 9. maí og íslenska setninga- og merkingarfr. 12.maí. Ég fer svo í munnlegt próf í Málstofu í nútímabókmenntum: Sjón og Guðrún Eva Mínervudóttir og þarf að skrifa grein og halda smá erindi í Sjálfsnáminu í dönsku. Ég hef nú reyndar ekkert verið neitt svaka dugleg í Tungumálamiðstöðinni en ég er búin að tala fullt dönsku, við Sigurd vin hennar Hrefnu og í Færeyjum.
Ég ætla að koma með Færeyjarferðasöguna í tveimur hlutum. Hér er fyrri hluti:
Mánudagur 21. febrúar
Allir hittust á Reykjavíkurflugvelli og fengu sér fyrsta bjórinn! Áttum flug kl. 14:15. Fengum samlokur og kex í vélinni og allir drykkir voru fríir. Flugum með Atlantic Airwaves sem er færeyskt flugfélag. Þegar við lentum í Færeyjum um kl. 16 var þetta líka æðislega veður sem var allan tíman. Bjart og fá ský á himnum. Það kom aldrei rok né rignin meðan við vorum í Færeyjum. Heimamenn sögðu að við hefðum komið með góða verðir með okkur. Þegar til Þórshafnar var komið var farið út að borða og fékk ég mér dýrindis steik. Það er ekki oft sem maður fær sér steik. Eftir kvöldverðinn var sungið, drukkið og spilað!
Þriðjudagur 22.febrúar
Vöknuðum, fólk mishresst. Fórum svo á kynningu á Fróðskaparsetrinu. Það var fínt. Stelpurnar fóru svo í allsherjar innkaup í Rusdrekkasöluna (þetta er örugglega vitlaust hjá mér) en það er allavegana áfengissalan í Færeyjum. Mér finnst frekar skrýtið að það sé ekki hægt að kaupa áfengi út í búð eins og í Danmörku, þetta er nú Danmörk. Eftir hádegi fórum við í siglingu um Vestmannabjörgin. Það var yndislegt. Fallegt veður og gaman. Mér fannst reyndar ekkert gaman að hafa alla þessa fýla fljúgandi fyrir ofan mig. En þeir voru svo hátt fyrir ofan mig þannig að krakkarnir urðu ekki vitni að sækókasti. Um kvöldið borðuðum við á Pizza 67 og svo var djammað. Ég kíkti svo á fyrri hálfleik í leik Bayern Munchen-Arsenal. Ég hætti að horfa eftir 45 mín. Mínir menn voru ekki að gera shit. Enda töpuðu þeir 3-1. Seinna um kvöldið fóru ég, Saga, Sigurrós, Gulli og Óli og héldum bryggjuball þar sem Gulli spilaði á gítar og sungið var og dansað.
Hinir dagarnir koma seinna.......
Þarf að fara að læra. Þarf að skila verkefni í dag fyrir kl. 22:00.
Jíha!