þunnur dagur
Margt hefur gerst frá síðasta bloggi.
Síðustu helgi var Landsbankamót Ægis - Reykjavík International 2005
í nýju lauginni í Laugardal. Í heild heppnaðist mótið vel.
Fór á laugardeginum á Humarhúsið og fékk mér hreindýrakjöt í forrét
og grillaðan humar í aðalrétta. Ég held ég hafi sjaldan borðað svona góða mat!
Theresa Alshammar og þjálfari hennar Johan Wallberg vildi svo fara á REX.
Ég hafði aldrei áður komið þangað. Ég lækkaði meðalaldurinn um ca. 10 ár.
En kvöldið endað frekar snemma þar sem ég þurfti að vakna snemma daginn eftir.
Helgin endaði í afslöppun í Bláa lóninu, frekar gott.
Vikan er svo bara búin að fara í lærdóm og meiri lærdóm.
Fór í gær í vísindaferð í KÓP. Fórum svo á Dillon með sagnfræðinemunum
og svo á Svitaball Röskvu sem haldið var á Grand Rokk. Mig langaði geggjað á
NASA á Masta Ace & Wordsworth og FL með live bandi.
En það var ekki farið þangað....maður getur víst ekki gert allt!
Fór heim um tvö leytið, var búin á því eftir 7 tíma tjútt.
Dagurinn í dag hefur farið í svefn og 100% afslöppun.
Horfði á og svaf yfir handboltanum. Á morgun er ég að vinna,
úrslitaleikirnir á HM, ég held ég haldi með Króatíu í leiknum á morgun.
Ég horfið svo aðeins á Aston Villa- Arsenal. Auðvitað unnu mínir menn
sannfærandi sigur og eru nú 2 stigum á eftir Chelsea. Mér finnst alveg ótrúlegt
að S1 hafi komist upp með það að sýna enska boltan með enskum þul í allan
þennan tíma. Ótrúlegt að það þurfti kæru til að stöðva þetta. Ekki þarf að kæra
einhvern sem flytur inn fíkniefni svo hann sé handtekinn. Málið er einfalt,
það á einfaldlega að fara að lögum. Fyrri leikurinn í dag var þularlaus.
Mér fannst það fínt. Seinni leikurinn var með enskum þul en það merkilegasta
sem þulurinn sagði var sett inn í formi texta. Ég ætla svo að enda þetta blogg
með því að lýsa því yfir að ég er algjörlega ósammála SUS um að
breyta lögum þannig að það megi sýna efni í sjónvarpi á erlendu máli á þýðinga.
Íslenskt mál rokkar feitast!
<< Home