streetlife
Þá er bara allt að gerast.
Ég vil byrja á því að minnast þeirra sem fallnir eru frá. Elsku kisinn minn hann Snúður hefði orðið 14 ára í fyrradag hefði hann lifað. God I miss him. Svo er það hún Eva mín, sem er reyndar ekki fallin frá, heldur er hún hætt að blogga og eyddi blogginu sínu. Ég sem hélt í vonina að blogger væri bara eitthvað bilaður akkúrat á hennar síðu. Ég ætla samt að halda tenglinum inni því það er aldrei að vita að hún byrji aftur að blogga.
En yfir í annað...
Ég er að vinna um helgina þannig að ég býst ekki við miklu djammi. Svo var náttúrulega síðasta helgin tekin með tveimur trompum. Framundan er Færeyjarferðin hin mikla sem við útskrifarefni íslenskunnar erum að fara í. Jeij! Næsta föstudag er svo vísó í Eddu með Torfhildi og Fróða. Við lendum rétt fyrir kl. 18 og förum beint í vísindaferðina. Árshátíð Mímis og RUV er svo handan við mánaðamót.
Annars er að frétta af mínu lífsplani að ég er komin með plan A, B, C og D. Er með allt í vinnslu og með fólk í vinnu við það að hjálpa mér að plögga.
<< Home