Rokrassgat
Það fór ekki fram hjá neinum hversu mikið rok var á suður- og vesturlandi í fyrrakvöld...það fór alla veganna ekki framhjá mér. Ég keyrði heim úr vinnunni um kl. 23:30 og var að bíða á beygjuljósinu á Bústaðabrúnni þegar þessi líka svakalega kviða kemur og þeytir hlífinni af vinstri hliðarspeglinum út í rassgat. Bíllinn minn er ekki flottur með plástur á hliðarspeglinum.
Þetta þýðir því bara eitt ég þarf að fara að bílastússast og mér finnst það ekkert allt of skemmtilegt. Mig langar bara í annan bíl!

<< Home