GLEÐILEGT ÁR!
Þó að árið hafi byrjað á mánudegi leggst þetta ár bara ágætleg í mig.
Árið er ár stórafmæla þar sem margir vinir og kunningjar verða 25 ára. Ég hlakka bara til að verða 25 sérstaklega þar sem haldið verður upp á það í landi bjórsins, Danmörku! Þið ættuð því að fara að spara fyrir Köbenferð. Afmælið verður mjög líklega í júní þar sem Danir eru nastí og halda stúdentum sínum í skólanum langt fram á sumar.
Annars finnst mér lítið hafa gerst á árinu 2006. Þegar ég leit yfir farin veg komst ég að því að ég hef gert alveg heilan helling. Ég fór m.a. allt of oft til útlanda; fór til Kanarí, þrisvar til Danmerkur og til Rússlands. Ég keypti bíl og fór á honum hringinn. Í leiðinni fór ég á tvenna tónleika, Sigurrós í Öxnadal og Belle and Sebastian á Borgarfirði eystri. Ég vann heilan helling og lærði fullt.
Ég reikna með að utanlandsferðirnar verði færri á þessu ári þar sem ég verð í skólanum í tæpa þrjá mánuði í sumar - það er reyndar ein löng utanlandsferð.
<< Home