Ég er löngu búin að sætta mig við mína eigin leti
Í dag er ég ekki eins löt og í gær. Enda svaf ég í 16 klukkustundir í gær. Eftir að hafa farið hinn vanalega blogghring eftir kvöldmat lagðist ég upp í rúm og svaf til hádegis í dag. Ég fór í ökutíma í dag og fer í annan á morgun. Ég tek svo prófið á fimmtudaginn. Það kemur sér vel þar sem ég á vakt á laugardaginn og aldrei að vita nema ég keyri hann í einhverja beina útsendingu þá.
Kosningavakan s.l. laugardag var maraþon. Mætti kl. 14 í vinnuna þar sem það var prufurennsli á fyrstu tímum kosningasjónvarpsins. Á þessari æfingu lék ég m.a. gamalmenni í einu viðtali. Klukkan 19 byrjaði ballið. Við sendum beint um allan bæ og það var sko brunað á milli staða. Eftir því sem leið á nóttina varð maður þreyttari og þreyttari og fólk á kosningavökum fyllra. Þannig að eftir því sem leið á nóttina komu alltaf fleiri og fleiri að tala við mann. Ég stimplaði mig svo út klukkan fjögur um nóttina alveg dauð. En þetta var svaka gaman enda vann ég alveg með eðal fólki. Ég vona ég að ég fái að gera þetta aftur.
Núna er maður byrjaður að pæla í útilegum. Maður á allavegana eftir að fara í eina á Borgarfjörð eystri.
<< Home