--> Jackie

JACKIE

 

 

 

 

 

30.5.06

10.000 gesturinn kom fyrr en ég átti von á. Þessi góði gestur var engin önnur en Kristín Tómasdóttir og óskar Jackie henni innilega til hamingju. Hún fær eitthvað sniðugt næst þegar ég hitti hana.

|

29.5.06

Það er von á 10.000 gestinum á næstu dögum (teljarinn er neðst á síðunni).
Takið print-screen af síðunni og sendið mér ef þið eruð svo heppin að vera nr. 10.000!

|

Ég er löngu búin að sætta mig við mína eigin leti

Í dag er ég ekki eins löt og í gær. Enda svaf ég í 16 klukkustundir í gær. Eftir að hafa farið hinn vanalega blogghring eftir kvöldmat lagðist ég upp í rúm og svaf til hádegis í dag. Ég fór í ökutíma í dag og fer í annan á morgun. Ég tek svo prófið á fimmtudaginn. Það kemur sér vel þar sem ég á vakt á laugardaginn og aldrei að vita nema ég keyri hann í einhverja beina útsendingu þá.

Kosningavakan s.l. laugardag var maraþon. Mætti kl. 14 í vinnuna þar sem það var prufurennsli á fyrstu tímum kosningasjónvarpsins. Á þessari æfingu lék ég m.a. gamalmenni í einu viðtali. Klukkan 19 byrjaði ballið. Við sendum beint um allan bæ og það var sko brunað á milli staða. Eftir því sem leið á nóttina varð maður þreyttari og þreyttari og fólk á kosningavökum fyllra. Þannig að eftir því sem leið á nóttina komu alltaf fleiri og fleiri að tala við mann. Ég stimplaði mig svo út klukkan fjögur um nóttina alveg dauð. En þetta var svaka gaman enda vann ég alveg með eðal fólki. Ég vona ég að ég fái að gera þetta aftur.

Núna er maður byrjaður að pæla í útilegum. Maður á allavegana eftir að fara í eina á Borgarfjörð eystri.

|

28.5.06

Eftir að hafa unnið 14 klukkutíma í gær er ekki mikil orka eftir til að gera neitt sem helst. Þess vegna nenni ég ekki að blogga í dag en það kemur eitt gott á morgun.

Á morgun segir sá lati og það er ég í dag.

|

24.5.06

24

Ég ætla ekki að blogga um þættina 24. Ég horfi aldrei á þá og það sem ég hef séð af honum Jack Báer (heitir gaurinn það ekki annars?) fíla ég ekki.

Það var nefninlega þennan góða dag, 24. maí, sem ég, örverpi og dekurrófa fjölskyldunnar, kom í heiminn. Það var að sögn systkinna minna ógeðslega heitt og sól í Randers på det mørke Jylland. Það er eins gott að það verði ekki jafn mikill skíta kuldi í dag og var í gær. Ég á það ekki skilið. Í tilefni dagsins verð ég að vinna til kl. 23. En eftir það er stefnan tekin á hanastél á bar í 101.

Ég var að setja inn myndir frá afmælis- og evróvisionpartýinu mínu. Í leiðinni vil ég þakka gestunum mínum fyrir frábært kvöld og Páli Óskari fyrir gott Evróvisionpartý á NASA þar sem röddin mín varð eftir. Hún virðist hafa ratað heim seint í gærkvöldi.

Njótið dagsins!

|

10.5.06

Rúst

Þá er skriflega ökuprófið búið og ég get ekki sagt annað en ég hafi rústað því. Fékk fjórar villur skv. svarblaðinu en út af því að ég er svo klár þá fann ég villu á svarblaðinu og fékk því aðeins þrjár villur. Spurningin var eitthvað á þá leið að ef maður kemur að umferðarslysi og ökumaður er meðvitundarlaus hvað á maður á að gera? Vitlausa svarið var að taka ökumanninn út úr bílnum. Það á maður alls ekki að gera! Muna það! Ekki taka þá slösuðu út úr bílnum fyrr en pró aðstoð berst og ekki nema það sé að kvikna í bílnum. Annars lærði ég heilan helling á þessu skyndihjálparnámskeiði sem fylgir því að taka þetta bílpróf mitt. Ég sat samt máttlaus í höndunum og með klígju mest allan tíman. Mér finnst nefnilega ekki gaman að sjá blóð, opið beinbrot o.þ.h. Ekki hafa samt áhyggjur ef ég þyrfti einhvertímann að bjarga ykkur því fróðir menn segja að maður útiloki svona hræðslu þegar maður þarf á því að halda. Sjokkið kemur eftir á.

Ég ætla að taka til í litlu fatahrúgukompunni minni.
Næsta blogfærsla mun ekki fjalla um ökuskóla eða ökupróf!

|

9.5.06

Mér gengur ekkert að lesa í þessum blessuðu bókum fyir þetta blessaða ökupróf. Ég er komin með overdós!

Hverjir eru geim mánudaginn 15. maí kl. 20 á Breiðablik-Val á mínum yndislega Kópavogsvelli?

|

8.5.06

Á miðvikudaginn fer ég í krossapróf í ökuskólanum. Ég þarf að lesa! Var að æfa mig að taka krossapróf á Netinu. Úff, maður er ekki eins klár í þessu og þegar maður var 17. Prófið sjálf hér!

|

6.5.06

laugardagur til....að fara í ökuskóla

Ég var að tala við hana Rebekku Ýr á MSN áðan. Já, það byrjar snemma hún er ekki nema 6 ára. Hvað ætli verði komið þegar hún verður orðin 23 ára? Það var svo fyndið að tala við hana. Ég var að spyrja út í hvað hún hefði verið að gera í dag. Flest svörin voru á þessa leið: já, nei, vel, gaman. Hún er algjört krútt.

Ég er komin með overdós af hemlabúnaði, stýrikerfum og dóti sem kemur að bílum. Ég skil heldur ekkert allt of mikið í þessu. Þá er bara um að gera að lesa aðeins meira og lesa betur og gera verkefni. Fer í skriflegt próf úr þessu á miðvikudaginn. Þá get ég byrjað að fara í ökutíma.

Var að setja inn myndir frá föstudagstjúttinu okkar þegar bekkurinn minn fór í sumarhús til að halda julefrokost. Værsgo!
Ég sakna krakkanna svo ógeðslega mikið. Ég get ekki beðið eftir að hitta þau í júní.

|

5.5.06

Ég elska Taggart. Þættirnir eru á topp 5 yfir bestu sjónvarpsþætti í heimi. Í kvöld var því popp, kók og Taggart með mömmu og pabba.

Ökuskóli í fyrramálið þar sem Bifreiðatækni I verður kláruð. Í kvöld lærði ég allt um stýrisbúnað, hjól og hjólbarða og hemla.

Góða helgi og góða nótt!

|

Ég er rúmföst



Ég fór í ræktina í gær og tók svona líka vel á að ég get varla hreyft mig. Ég þarf að kaupa mér skyr. Það læknar allar hassperrur! Stefnan er tekin á Nautilus eftir ökuskólann á morgun, újé!

|

my space

My Spacið mitt

vinir og vandamenn

Þórunn systir
Louisa í DK
Eve online
Guffi
Biggi
Heklurnar
Kristín Tómas
Ómar Framsóknaroddviti

RUVið

G Pétur
Davíð
Dóri
Lovísa og Gurrý
Gummi
Simmi

íslenskan

Svanhvít
Lára formaður
Sigurrós gjaldkeri
Tóta ritari
Tinna
Stígur
Eyrún

bekkurinn minn

Martin Parning
Martin Hjorth
Majbrit
Rivold

hitt og þetta

Drengene fra Angora
Sundfélagið Ægir
Jackie Mbloggar
Skólinn minn
RUV
Mímir
Rjóminn

myndir/billeder

Myndaalbúm
Myndaalbúm2
Afmælis- og Evróvisionpartý 2005
Færeyjar,fyrirparty,djamm a Islandi og DK
Raggi bro i Viborg, djamm i Køben og Viborg
Viborg og Køben m.a. afmæli Oglu
Efterårsferie, Viborg og Vild med dans
Julefrokost og Skolefest
Julefrokost (fredag)
Afmælis- og Evróvisionpartý 2006
Skólinn í Viborg HF 2 - vor/sumar 2007 NYTT

Færeyjarmyndir

Frá føreyingnum
Powered by Pixagogo
Myndir frá Bryndísi
Powered by Pixagogo
Sigurrós
Powered by Pixagogo
myndir fra Siggu
Powered by Pixagogo
Nokkrar myndir frá Eyrúnu
Powered by Pixagogo

Archives

11/01/2003 - 12/01/2003 12/01/2003 - 01/01/2004 01/01/2004 - 02/01/2004 02/01/2004 - 03/01/2004 03/01/2004 - 04/01/2004 04/01/2004 - 05/01/2004 05/01/2004 - 06/01/2004 06/01/2004 - 07/01/2004 07/01/2004 - 08/01/2004 08/01/2004 - 09/01/2004 09/01/2004 - 10/01/2004 10/01/2004 - 11/01/2004 11/01/2004 - 12/01/2004 12/01/2004 - 01/01/2005 01/01/2005 - 02/01/2005 02/01/2005 - 03/01/2005 03/01/2005 - 04/01/2005 04/01/2005 - 05/01/2005 05/01/2005 - 06/01/2005 06/01/2005 - 07/01/2005 07/01/2005 - 08/01/2005 08/01/2005 - 09/01/2005 09/01/2005 - 10/01/2005 10/01/2005 - 11/01/2005 11/01/2005 - 12/01/2005 12/01/2005 - 01/01/2006 01/01/2006 - 02/01/2006 02/01/2006 - 03/01/2006 03/01/2006 - 04/01/2006 04/01/2006 - 05/01/2006 05/01/2006 - 06/01/2006 06/01/2006 - 07/01/2006 07/01/2006 - 08/01/2006 08/01/2006 - 09/01/2006 09/01/2006 - 10/01/2006 10/01/2006 - 11/01/2006 11/01/2006 - 12/01/2006 12/01/2006 - 01/01/2007 01/01/2007 - 02/01/2007 02/01/2007 - 03/01/2007 04/01/2007 - 05/01/2007 05/01/2007 - 06/01/2007 06/01/2007 - 07/01/2007 07/01/2007 - 08/01/2007 08/01/2007 - 09/01/2007 09/01/2007 - 10/01/2007 10/01/2007 - 11/01/2007 11/01/2007 - 12/01/2007 12/01/2007 - 01/01/2008

Powered By



Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com