PÓLiTÍK

Ég er alvarlega byrjuð að pæla í hvað ég eigi að kjósa í bæjarstjórnarkosningunum í maí. Mér líst ekkert á að útsvarið í KÓP sé í hámarki og allt í vexti. Gjöld í leik- og grunnskóla bæjarins eru há miða við önnur sveitafélög. Í hvað er verið að eyða skattpeningunum mínum? Ef maður ber saman RVK og KÓP þá kemst ég að þeirri niðurstöðu að ég get ekki kosið neitt! Eins og ég hef sagt þá fíla ég ekki að útsvarið sé í hámarki í KÓP. Í KÓP eru sjálfstæðismenn í meirihluta ásamt framsókn. Í KÓP gangrýnir stjórnarandstaðan, þ.e. Samfylkingin Sjálfstæðismenn fyrir að hugsa ekki nógu mikið um litla manninn. Í RVK er R-listinn í meiri hluta og Sjálfstæðmenn í minni hluta. Í RVK er útsvarið einnig í hámarki. Í RVK gangrýnir Sjálfstæðisflokkurinn R-listan fyrir það sem Sjálfstæðisflokkurinn í KÓP gerir...og Samfylkingin í KÓP gangrýnir það sem flokksbræður þeirra í RVK gera. Ég held ég sé hætt að skilja það sem ég var að skrifa.....
Ef ég kysi í dag held ég að ég mundi skila auðu...nú er það stjórnmálamannanna í Kópavogi að sannnfæra mig!
<< Home