--> Jackie

JACKIE

 

 

 

 

 

31.1.06

Ísland....

best í Evrópu? Well það kemur í ljós á næstu dögum. Í fullkominni afslöppun í vaktafríi kom ég mér vel fyrir fyrir framan flatskjáinn. Í hálfleik var ég búin að koma mér of vel fyrir og steinsofnaði. Hvernig er það hægt! Ég er samt voða stollt af strákunum okkar.

Ég ætlaði að vera löngu búin að svara grein Ómars Kópavogsvallarstjóra sem hann skrifaði 27. nóv 2005. Greinin er hér.

Greinin er svar við grein sem birtist í málgagni Samfylkingarinnar. Greinin fjallar um strippstaði í RVK og KÓP. Fyrir einhverjum árum var einkadans bannaður í RVK. Það er gott framtak RVKborgar því ein mesta tekjulind strippstaða er einkadans. Í Kópavogi er einkadans ekki bannaður. Í einkadansi þar sem viðskiptavinurinn og dansarinn eru einir inn í lokuðu herbergi veit enginn hvað fer fram. Dæmi eru um það að í þessuðu lokað rými fari fram kaup á vændi. Þegar strippararnir dansa í salnum má ekki snerta þær. Ég alveg ímyndað mér að í þessu lokaða rými snerti viðskiptavinirnir stripparann. Ómar bendir á að í RVK séu tvöfalt fleiri strippstaðir en í KÓP. Það er staðreynd. Ef ég mundi flytja einu sinni inn dóp og væri tekin af lögreglunni þá er ég alveg jafn sek um innfluttning á dópi og sá sem hefur gert það tvisvar. Ómar notar einnig staðsetningu staðanna í RVK sem rök.
Það skiptir ekki máli hvar staðirnir eru, það er alveg sama starfsemi sem er í gangi þarna. Ég er ekki stolt af því að hafa strippstað í Kópavogi þó að hann sé í miðju iðnaðarhverfi. Það vill oft vera þannig að fólk gleymir að hugsa um fórnarlömbin, þ.e. stripparana. Margir segja að þær fari í þetta af fúsum og frjálsum vilja.

OK, setjum okkur það að ég sé frá Litháen og ætli til Íslands til að strippa og safna mér pening fyrir háskólanámi. Ég fæ mér umboðsmann í Litháen og hann reddar mér vinnu á strippstað í Kópavogi. Eigandi stippstaðarins sér um að borga fyrir mig flugfarið, reddar mér leiguíbúð og atvinnuleyfi. Þegar ég kem til landsins er ég sótt og vegabréfið tekið af mér. Ég er keyrð í íbúðina sem er 4ja herbergja og á ég að deila henni ásamt 6 öðrum stelpum sem strippa á staðnum í KÓP. Ég borga 40.000 kr. í leigu á mánuði, það gefur vinnuveitanda mínum 280.000 kr á mánuði og þ.a.l. meira en 100.000 kr. í gróða á mánuði. Ég þarf að kaupa mér fötin mín og meikuppið sjálf fyrir vinnuna. Ég fæ hlutfall af drykkjum sem ég sel. Eftir 2-4 vikur í vinnunni líður mér illa og finnst ég niðurlægð. Ég vil fara heim aftur. Ég get ekki farið heim því vegabréfið var tekið af mér við komuna til landsins og ég skulda vinnuveitenda mínum fyrir flugfargjaldinu. Mánaðarlaunin mín eru 100.000 kr. á mánuði. Þar af fara 20.000 kr. til vinnuveitenda míns, sem segir að flugmiðinn hafi verið svo dýr. Ég þarf líka að borga umboðsmanni mínum í Litháen. Ég þarf að borga 40.000 kr. í leigu og kaupa mér vinnuföt og mat. Ég sendi eins mikið og ég get til foreldra minna í Litháen og svo þarf ég að spara fyrir háskólanáminu. Hvað á ég þá mikið eftir? Ég á minna en 0 kr.! Hvað gerir maður þá? Maður hefur fengið tilboð um að þjóna vissum viðskiptarvinum betur og 5000 kallarnir fljóta fyrir framan mig. Ég byrja í vændi því mig vantar pening. Niðurlægingin er svo mikil að ég byrja að drekka mikið og dópa. Ef ég mæti dópuð eða drukkin í vinnuna dregur vinnuveitandi minn af laununum mínum. Þegar ég sel mig er mér nauðgað og fötin mín rifin. Ég er komin í algjöran vítahring...og ég er ekki sú eina í þessari stöðu. Þessi staða er ekki uppspuni heldur sannleikurinn og hafa margar konur leitað til Stígamóta í þessari stöðu.

Ómar ég spyr þig, viltu að svona bissness þrífist í þínu bæjarfélagi?

|

my space

My Spacið mitt

vinir og vandamenn

Þórunn systir
Louisa í DK
Eve online
Guffi
Biggi
Heklurnar
Kristín Tómas
Ómar Framsóknaroddviti

RUVið

G Pétur
Davíð
Dóri
Lovísa og Gurrý
Gummi
Simmi

íslenskan

Svanhvít
Lára formaður
Sigurrós gjaldkeri
Tóta ritari
Tinna
Stígur
Eyrún

bekkurinn minn

Martin Parning
Martin Hjorth
Majbrit
Rivold

hitt og þetta

Drengene fra Angora
Sundfélagið Ægir
Jackie Mbloggar
Skólinn minn
RUV
Mímir
Rjóminn

myndir/billeder

Myndaalbúm
Myndaalbúm2
Afmælis- og Evróvisionpartý 2005
Færeyjar,fyrirparty,djamm a Islandi og DK
Raggi bro i Viborg, djamm i Køben og Viborg
Viborg og Køben m.a. afmæli Oglu
Efterårsferie, Viborg og Vild med dans
Julefrokost og Skolefest
Julefrokost (fredag)
Afmælis- og Evróvisionpartý 2006
Skólinn í Viborg HF 2 - vor/sumar 2007 NYTT

Færeyjarmyndir

Frá føreyingnum
Powered by Pixagogo
Myndir frá Bryndísi
Powered by Pixagogo
Sigurrós
Powered by Pixagogo
myndir fra Siggu
Powered by Pixagogo
Nokkrar myndir frá Eyrúnu
Powered by Pixagogo

Archives

11/01/2003 - 12/01/2003 12/01/2003 - 01/01/2004 01/01/2004 - 02/01/2004 02/01/2004 - 03/01/2004 03/01/2004 - 04/01/2004 04/01/2004 - 05/01/2004 05/01/2004 - 06/01/2004 06/01/2004 - 07/01/2004 07/01/2004 - 08/01/2004 08/01/2004 - 09/01/2004 09/01/2004 - 10/01/2004 10/01/2004 - 11/01/2004 11/01/2004 - 12/01/2004 12/01/2004 - 01/01/2005 01/01/2005 - 02/01/2005 02/01/2005 - 03/01/2005 03/01/2005 - 04/01/2005 04/01/2005 - 05/01/2005 05/01/2005 - 06/01/2005 06/01/2005 - 07/01/2005 07/01/2005 - 08/01/2005 08/01/2005 - 09/01/2005 09/01/2005 - 10/01/2005 10/01/2005 - 11/01/2005 11/01/2005 - 12/01/2005 12/01/2005 - 01/01/2006 01/01/2006 - 02/01/2006 02/01/2006 - 03/01/2006 03/01/2006 - 04/01/2006 04/01/2006 - 05/01/2006 05/01/2006 - 06/01/2006 06/01/2006 - 07/01/2006 07/01/2006 - 08/01/2006 08/01/2006 - 09/01/2006 09/01/2006 - 10/01/2006 10/01/2006 - 11/01/2006 11/01/2006 - 12/01/2006 12/01/2006 - 01/01/2007 01/01/2007 - 02/01/2007 02/01/2007 - 03/01/2007 04/01/2007 - 05/01/2007 05/01/2007 - 06/01/2007 06/01/2007 - 07/01/2007 07/01/2007 - 08/01/2007 08/01/2007 - 09/01/2007 09/01/2007 - 10/01/2007 10/01/2007 - 11/01/2007 11/01/2007 - 12/01/2007 12/01/2007 - 01/01/2008

Powered By



Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com