tölvur og tjill
Jæja, þá er maður mættur aftur í skólan eftir fyrsta efterårsferie ævi minnar. Fríið byrjaði á því að fara með Ragga bró og fjölskyldu til Hamborgar. Það var mjög skrýtið að fara til annars lands án þess að koma nálægt flugvelli. Allt í einu voru öll skylti á þýsku. Fór svo á laugardeginum í 60 ára afmæli hjá saksóknara Hamborgar sem er frændi konu bróður míns. Það var mjög fínt, róleg en flott veisla. Það var samt svoldið erfitt ad skilja nánast ekki neitt sem var sagt og var Nicole og Raggi í því að þýða fyrir mig brandarana. Tungumálaruglið náði svo hámarki þegar Nicole talaði þýsku við mig og dönsku við Þjóðverjana, hehehe. Á sunnudeginum fór ég með Ragga, Lauru Björk og vini Ragga og Nicole á íshokkýleik. Vá hvað það var gaman! Ljósasjó og læti. Ekki skemmdi fyrir að Hamburger Freezers unnu 5-1. Á mánudeginum fóru ég og Raggi í bæinn að skoða. Hamborg er alveg ágætisborg. Rosa gaman að koma niðrá höfnina, hún er hjúds. Við löbbuðum svo Reeberbahnen sem er klámgata Hamborgar. Mér finnst alveg ótrúlegt að svona gata finnist í hinum upplýsa heimi í dag. Ef maður leit svo í hina áttina sá maður leikhús og hæ sosæiti kúltur.
Á þriðja degi síðust viku keyrðum við svo til bara til Danmerkur. Det var dejligt að koma til baka og geta tjáð sig og skilið aðra. Ég hélt svo til Köben þar sem afslöppun og frí hélt áfram. Á flöskudaginn fór ég og Hrefna með stelpunum í bekknum að sjá Vild med dans. Það var mjög gaman. Við fengum svo smá túr um stúdeóið. Eftir það fórum við á stað sem heitir Madam Arthur, þar var eftirpartý. Ég get ekki annað sagt en það er staður sem er ekki my cup og tea! Eftir að hafa borgar 70 DDK inn sem er rán komumst við að því að bjórinn kostaði 50 DDK! og það er sko vopnað rán. Við settumst niður og horfuðum út í tómið því það var enginn þarna inni. Eftir nokkurn tíma byrjaði svo fólk að koma og sáum við fljótt að meiri hluti gesta á staðnum var samkynhneigður eða klæðskiptingar. Þá ákvað ég og Hrefna að fara á Vega og Ideal bar. Ég frétti svo frá stelpunum sem urðu eftir að stuttu eftir að við fórum var dragshow og eitt par út Vild med dans kom og dansaði í hálftíma, svaka eftirpartý þar! Kvöldið endaði vel og með góðum kebab! Á laugardeginum var ég svo orðin veik og fékk mér því verkjatöflur og svaf. Ég er ennþá með kvef en það er vonandi að fara.
Á morgun byrjar svo verkefnavinna í heimasíðu- og DVDgerð. Jíha!
<< Home