what a day!

Dagurinn byrjaði ágætlega. Fór til tannsa og í klippingu og litun! Það var gaman. Þetta var sko enginn afslöppunardagur þó að ég væri ekki í vinnunni. Á leiðinni heim úr þessu stússeríi mínu lendi ég í árekstri, great! Stuðarinn er beyglaður en sem betur fer slapp framljósið.
Ég er eitthvað hálfslöpp. Ég held það sé út af stressi. Ég er með massa vöðvabólgu og mér er búið að vera óglatt í tvo daga. Það eru 6 dagar þangað til ég fer út. Ég veit ekki hvar ég á að byrja að gera eitthvað sem ég veit ekki að ég þarf að gera áður en ég fer!
Ég og bróðir minn erum að pæla í að selja Sinclair ZX8I tölvu á eBay. Ef þið viljið bjóða í hana áður en hún fer á hinn stóra markað þá getið þið bara boðið í hana í kommentakerfinu!
<< Home