--> Jackie

JACKIE

 

 

 

 

 

8.3.04

zzzzzzzz

úff hvað ég er þreytt! Er á Hlöðunni að reyna að læra. Ég var alveg að sofna þannig að ég lagði mig aðeins. Núna er ég með nálardofa í báðum fótunum og hálsinn er stífur. En það var gott aðeins að loka augunum.
Helgin var mjög fín. Eftir rólegt föstudagskvöld vaknaði ég kl. 9 og fór á fund með sundkrakkana mína hjá Regnbogabörnum. Það var fínt. Eftir fundinn var byrjað að huga að því að taka sig til fyrir kvöldið. Saga var með stelpufyrirpartý fyrir fyrirpartýið og var því byrjað að sötra klukkan 16. Rúmlega 17 fórum við 1.árs stelpurnar sem vorum hjá Sögu í 1.árs patý hjá Jóni Gesti. Þegar klukkan var að ganga átta fór ég niðrá Grand Hótel og RUVárshátíðina. Skemmtinefndin tók á móti manni og fengu allir danskort og seiftíkitt(varalit fyrir konurnar, krem o.fl.). Fólk fór beint á barinn í fordrykk sem var freyðivín sem mér fannst ekki gott. Ég og Baldvin, samt aðallega Baldvin, náðum sætum fyrir Geir&frú og Dolla&frú. � forrétt var ítölsk sjávarréttasúpa, aðallrétt lamba- og nautakjöt með tilheyrandi. Nautið var æði en lambakjötið (allavegana bitinn sem ég fékk) var feitt, ég þoli ekki feitt kjöt. � eftirrétt sem var snæddur um miðnætti var súkkulaði brownies, mjög góð en alveg nóg að fá þennan litla bita. Mér fannst ótrúlegt hvað þjónarnir á Grand Hótel voru ungir, þeir voru miklu yngri en ÉG og veitti greinilega ekkert af aðeins meiri þjálfun. Svo var tempóið á matnum svoldið hægt, t.d. að borða desertinn á miðnætti og kaffibollarnir komu þegar margir voru búnir með desertinn. Það hefði verið betra að fá te með kökunni en bjór. Það voru svo einhver skemmtiatriði misgóð en þeir sem voru með atriði fá hrós skilið. Fyndasta atriðið var í lokinn, klippt saman mistök úr fréttum og fleira og misheppnaðar upptökur t.d úr stundinni okkar og Baldvin að prófa hljóðið fyrir þýska boltann. Rúsínan í pysluendanum á þessu innslagi var Björn Bjarnason að klóra sér í eyranum með einhverju og það var sko alveg inní heila. Tökumaðurinn var semsagt búin að setja vélina í gang og Björn vissi það ekki, hahahahhaha.
Eftir þetta prógram spiluðu Geirfuglarnir. Ég dansaði samt ekkert fyrr en undir lokin, var svo mikið að tala. Þegar ballið var búið hélt ég niðrí bæ og ætlaði að hitta Sögu en þá var hún farin heim. Með mér í för í bæinn var Maggi á tölvudeildinni. Frekar fyndið þar sem ég þekki hann ekki neitt. Við byrjuðum á Prikinu. Þar var fínt. Svo var haldið á Kaffibarinn. Þar var gaman. Þar rakst ég líka á Kristínu Tómas, Bigga, �rmann, Stellu, Sigga P og Gunna. Svo hvarf Maggi af tölvudeildinni þannig að ég hélt bara áfram að rugla í þeim. Um klukkan hálf sex fórum við heim og var ég það heppin að Siggi P var að fara að skutla Bigga upp í Garðabæ og fékk ég því far heim. En ég kom heim um klukkan 6 eftir 14 tíma tjútt. Og það var sko sofið daginn eftir. Fór á fætur um klukkan 6 til að borða kvöldmat og mæta í Helgarsportið. Það góða var að ég var ekkert þunn, var búin að sofa allt úr mér.
Niðurstaðan er því að þetta var bara laugardagskvöld eins og það gerist best.
Jæja, nú er ég farin að læra........jibbí orðræðufræði.
pease

|

my space

My Spacið mitt

vinir og vandamenn

Þórunn systir
Louisa í DK
Eve online
Guffi
Biggi
Heklurnar
Kristín Tómas
Ómar Framsóknaroddviti

RUVið

G Pétur
Davíð
Dóri
Lovísa og Gurrý
Gummi
Simmi

íslenskan

Svanhvít
Lára formaður
Sigurrós gjaldkeri
Tóta ritari
Tinna
Stígur
Eyrún

bekkurinn minn

Martin Parning
Martin Hjorth
Majbrit
Rivold

hitt og þetta

Drengene fra Angora
Sundfélagið Ægir
Jackie Mbloggar
Skólinn minn
RUV
Mímir
Rjóminn

myndir/billeder

Myndaalbúm
Myndaalbúm2
Afmælis- og Evróvisionpartý 2005
Færeyjar,fyrirparty,djamm a Islandi og DK
Raggi bro i Viborg, djamm i Køben og Viborg
Viborg og Køben m.a. afmæli Oglu
Efterårsferie, Viborg og Vild med dans
Julefrokost og Skolefest
Julefrokost (fredag)
Afmælis- og Evróvisionpartý 2006
Skólinn í Viborg HF 2 - vor/sumar 2007 NYTT

Færeyjarmyndir

Frá føreyingnum
Powered by Pixagogo
Myndir frá Bryndísi
Powered by Pixagogo
Sigurrós
Powered by Pixagogo
myndir fra Siggu
Powered by Pixagogo
Nokkrar myndir frá Eyrúnu
Powered by Pixagogo

Archives

11/01/2003 - 12/01/2003 12/01/2003 - 01/01/2004 01/01/2004 - 02/01/2004 02/01/2004 - 03/01/2004 03/01/2004 - 04/01/2004 04/01/2004 - 05/01/2004 05/01/2004 - 06/01/2004 06/01/2004 - 07/01/2004 07/01/2004 - 08/01/2004 08/01/2004 - 09/01/2004 09/01/2004 - 10/01/2004 10/01/2004 - 11/01/2004 11/01/2004 - 12/01/2004 12/01/2004 - 01/01/2005 01/01/2005 - 02/01/2005 02/01/2005 - 03/01/2005 03/01/2005 - 04/01/2005 04/01/2005 - 05/01/2005 05/01/2005 - 06/01/2005 06/01/2005 - 07/01/2005 07/01/2005 - 08/01/2005 08/01/2005 - 09/01/2005 09/01/2005 - 10/01/2005 10/01/2005 - 11/01/2005 11/01/2005 - 12/01/2005 12/01/2005 - 01/01/2006 01/01/2006 - 02/01/2006 02/01/2006 - 03/01/2006 03/01/2006 - 04/01/2006 04/01/2006 - 05/01/2006 05/01/2006 - 06/01/2006 06/01/2006 - 07/01/2006 07/01/2006 - 08/01/2006 08/01/2006 - 09/01/2006 09/01/2006 - 10/01/2006 10/01/2006 - 11/01/2006 11/01/2006 - 12/01/2006 12/01/2006 - 01/01/2007 01/01/2007 - 02/01/2007 02/01/2007 - 03/01/2007 04/01/2007 - 05/01/2007 05/01/2007 - 06/01/2007 06/01/2007 - 07/01/2007 07/01/2007 - 08/01/2007 08/01/2007 - 09/01/2007 09/01/2007 - 10/01/2007 10/01/2007 - 11/01/2007 11/01/2007 - 12/01/2007 12/01/2007 - 01/01/2008

Powered By



Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com