Fyrsti fiskurinn

Jæja þá loksins beit á hjá mér. Veiddi 3 punda sjóbirting á fimmtudaginn. Fyrir veiðiáhugamenn þá veiddi ég hann á maðk. Þetta var eini fiskurinn sem kom á land þennan daginn og örlaði fyrir smá öfund hjá reyndari veiðimönnum sem voru í ánni. Ég segi að það hafa verið nýju fínu vöðlurnar mína sem gerðu gæfu muninn í þetta sinn.
Mikil vinnuhelgi er að baki en meiri vinna framundan. Byrja sem tæknistýra frétta á miðvikudaginn, júhú! Gaman að byrja á einhverju nýju.
Svo fer ég til Amsterdam á nörda tæknisýningu eftir 3 vikur. Þar hitti ég elsku Danina mína.
p.s. Ég er ágætlega dugleg að setja myndir inn á flikrið mitt, tjékk it!
Komnar myndir frá m.a. veiðinni og Roskilde!