
... farið til Kaupmannahafnar. Síðustu helgi hitti ég Hrefnu. Við, ásamt fleirum, sáum Evróvision og fórum svo til Öglu í teiti. Myndin sem fylgir var tekin þegar ég og Sigrid pöntuðum mexíkóskan mat... okkur fannst hann ekki góður.

...gert fullt af verkefnum í skólanum. Við vorum í Visual Storytelling og fórum við, ég, Ben og Janus, og gerðum innslag um nýja björgunarþyrlu. Svo fengum við að sjálfsögðu smá special túr. Shit, ég kaupi mér þyrlu þegar ég verð orðin rík...eða kannski verð ég bara þyrlukamerukona!? Ykkur finnst myndin i miðjunni í neðri röð kannski ekkert merkileg. En þetta var það eina sem ég sá út um gluggann á tímabili. Við vorum að sjálfsögðu spennt niður og gátum ekkert gert nema flissað eins og smá stelpur, þannig að einn gaurinn sem var með okkur aftur í tók kameruna og filmaði pittinn fyrir okkur.

...gert mína fyrstu leikmynd. Við vorum í leikstjórn og tókum upp senu úr stuttmynd sem gerist í eldhúsi. Stúdióið okkar var skólastofa. Ég sá um að gera leikmyndina. Svona reddar maður sér þegar maður hefur skólaborð og lítinn tíma.
Svo á ég afmæli í fimmtudaginn, jiha!
Jeg er alt for ung til at blive gammel!