Sól og sumar
Já, það er komið sumar í Danaveldi. Ég sat úti í 3 tíma í gær í sumarkjól og sandölum. Ég fékk smá lit, júhú, en brenndist líka aðeins á bringunni. Ég var alveg búin að gleyma hvernig það er að sitja úti og lesa Cosmopolitan i sólinni og hafa ekki áhyggjur af neinu.
Annars gengur lífið hér í Viborg bara sinn vanagang. Vorum að læra ljós í vikunni. Það var gaman. Reyndar fannst mér við fá of mörg verkefni á dag þannig að maður gat stundum ekkert prófað sig áfram. Meðfylgjandi mynd er af brunasárinu mínu sem mér tókst að næla mér í á mánudaginn. Ég veit vel að ljósin verða ógeðslega heit og maður á að nota hanska. En ég þurfti að læra það the hard vei!

Í síðustu viku lærðum við hljóð. Það er hægara sagt en gert. Ég skil alveg teoriuna en að koma henni frá mér á einhverju tungumáli er annað mál. Á föstudeginum fórum við svo í próf í 2 klukkutíma. Við máttum hafa glósurnar með okkur. Úff, ég náði ekki að klára og gat ekki heldur svarað öllum spurningunum því ég gat ekki komið svarinu á blað. En verkefni morgundagsins er einmitt að koma þessum upplýsingum yfir á skiljanlega dönsku.
Í næstu viku tökum við upp smá innslag sem tengist visual storytelling námskeiðinu okkar. Minn hópur (ég, Janus og Ben) gerum innslag um nýja björgunarþyrlu. Mjög spennandi viðfangsefni. Við vitum ekki ennþá hvort við fáum að fara í smá flug en það er bara plús. Shit hvað það væri geggjað!
Ég er búin að fara tvisvar til KBH. Það er alltaf næs að fara þangað. Komast úr sveitinni og í menninguna. Stefni að því að fara aftur helgina 11.-13. maí. Annars er voða fínt að vera eina og eina helgi í Viborg. Það eru ekki margir hérna um helgar, aðallega Færeyingar og Grænlendingar. Grænlendingarnir eru alltaf fullir. Þeir búa í kofum sem eru við hliðina á skólaheimilinu. Áðan þegar ég skrapp í smá hjólatúr þá var svaka stuð í partýinu hjá þeim, gítarspil og söngur eins og í góðu partýi heima á Íslandi kl. 01 aðfaranótt sunnudags. Þegar ég kom heim þá var búið að brjóta rúðu og partýið aðeins (NB aðeins!) búið að róast.
Skelli einni mynd í viðbót inn. Við stelpurnar í bekknum fórum til Majbrit (Majbrit er með mér í bekk og býr í Holstebro) á miðvikudagskvöldið og höfðum það gott. Við elduðum góðan mat, kjöftuðum og horfðum á Desperate Housewives.